Austurglugginn


Austurglugginn - 24.06.2016, Blaðsíða 2

Austurglugginn - 24.06.2016, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. júní AUSTUR · GLUGGINN Íbúar Vopnafjarðar vinna nú að byggðaþróunarverkefninu Velj- um Vopnafjörð, en það er sam- starfsverkefni Vopnafjarðarhrepps, Byggðastofnunar og Austurbrúar. „Markmið verkefnisins er að snúa byggðaþróuninni við en okkur hef- ur verið að fækka og samfélagið að verða eldra, við þessu viljum við sporna,“ sagði Ólafur Áki Ragnars- son, sveitarstjóri á Vopnafirði í sam- tali við Austurgluggann. Blásið var til íbúaþings á Vopna- firði í aprílmánuði en með því hófst byggðaþróunarverkefnið. Annað þing var haldið í kjölfarið, þann 15. júní síðastliðinn. „Þátttaka fór fram úr okkar björt- ustu vonum en um 80 manns sóttu þingið í apríl sem einkenndist af krafti og gleði,“ segir Ólafur Áki. Kosin var verkefnastjórn sem falið var það hlutverk að greina þær til- lögur sem fæddust og koma þeim í ákveðinn farveg en það eru íbúarnir sjálfir sem koma með tillögur og vinna að verkefnunum. „Á seinna þingið mættu um 40 manns sem fóru yfir þrettán verkefni sem verkefnastjórnin hafði sett upp. Verkefnið „fjölgun ungs fólks 20-40 ára“ var með hæsta vægi þingfull- trúa, þá atvinnumál og svo „viðhorf til samfélagsins, upp úr sófanum“. Fjölmörg önnur verkefni voru á listanum svo sem hreindýraeldi og ræktun á bújörð, útivist/sundlaug, heimaþjónusta og heilbrigðisþjón- usta, landbúnaður og mannlíf og afþreying,“ segir Ólafur Áki. Þótti hugmyndafræðin skemmtileg Aðspurður af hverju unnið sé eftir þessari hugmyndafræði, segir Ólaf- ur Áki: „Ég starfaði áður hjá Austurbrú og kom meðal annars að verkefninu Brothættar byggðir, á Breiðdalsvík. Mér þótti hugmyndafræðin áhugaverð og hafði samband við Byggðastofnun til að athuga hvort við gætum sett upp verkefni hér eftir svipaðri hug- myndafræði. Þó svo að við séum ekki brothætt byggð stöndum við frammi fyrir ýmsum veikleikum sem þyrfti að kítta í og mun sterkara er að reyna að laga þá strax en það er gífurlega erfitt að snúa við byggðalagi sem komið er í alvarlega erfiðleika. Atvinnulífið okkar er vissulega sterkt hvað varðar sjávarútveginn en það mætti vera fjölbreyttara. Við eig- um öflugt íþróttafélag og björgunar- sveit svo fátt eitt sé nefnt. Markmið okkar er að virkja fólkið okkar enn frekar, bæði í atvinnulífi, menningu og félagsstarfi. Mikilvægast er að það eru íbúarnir sjálfir sem eru að framkvæma hlutina en ekki sveitarstjórnin, sem þó auð- vitað verður ákveðið bakland og tekur lokaákvarðanir í verkefnum sem að henni snúa. Við heyrðum raddir sem spurðu hvort þetta væri enn eitt „gula miða þingið“ þar sem hugmyndir fæðast og þær fara inn í stjórnsýsluna en svo er ekki, hér verða hugmyndirnar framkvæmdar.“ Þriðja þingið verður haldið í haust þar sem staðan verður tekin og málin metin upp á nýtt. „Á þinginu í júní fengum við frumkvöðla nokkurra verkefna til þess að greina frá stöðu mála og hvað hefði gerst frá síðasta þingi. Við fengum einnig aðstoð frá Nýsköpunarmiðstöð og Austurbrú. Verkefnið er hugsað til eins árs en vel getur verið að það standi lengur, í það minnsta er mikill áhugi fyrir því af minni hálfu. Sérstakt merki hefur verið hann- að fyrir verkefnið, en í því eru þrjár stjörnur sem standa fyrir „Yngri – Kraftmeiri – Fjölbreyttari“. Merkið er einkennandi fyrir verkefnið en þetta eru þau orð sem okkur þóttu einkenna þingið í apríl,“ segir Ólafur Áki. KBS Að ráðningum loknum hjá þjónustu- miðstöðvum og Vinnuskóla Fjarða- byggðar er ljóst að ásókn í sumar- störfin hefur minnkað á milli ára. Bæjarverkstjórum í Fjarðabyggð ber saman um að umsóknum ungmenna 17 ára og eldri hjá þjónustumið- stöðvum hafi fækkað um þriðjung og um fimmtung hjá 15 og 16 ára unglingum vegna vinnuskólans. Af þessum ástæðum er ljóst að erfitt verður fyrir Þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar að halda uppi sama þjónustustigi og verið hefur, enda þótt sama kapp og áður verði lagt á góða ásýnd allra bæjarkjarna. „Við höfum farið vel yfir þessi mál og höfum komist að því að unga fólk- ið er einfaldlega að ráða sig í önnur störf, mest í þjónustustörf eins og á hótel og matsölustaði en þó borgar Fjarðabyggð almennt betur en önnur sveitarfélög í eldri aldursflokkunum. Það hefur verið stígandi í þessu undanfarin ár en munurinn er tölu- verður núna miðað við í fyrra, sér- staklega í aldursflokknum sextán ára og eldri. Þetta eru vissulega góðar fréttir að því leyti að þær segja okkur að atvinnulífið sé blómlegt og standi vel, en á móti kemur að það verður kannski ekki alveg eins mikið slegið í sumar en við erum að leita lausna. Heildarásýnd Fjarðabyggðar er eftir sem áður sameiginlegt hagsmunamál allra og eru þeim færðar þakkir sem leggja sitt af mörkum með snyrtileg- um görðum og vel hirtum svæðum í kringum fyrirtæki og stofnanir,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. KBS Herbergjum fjölgar úr 26 í 47 Framkvæmdum á nýrri byggingu við Fosshótel Austfjarða í franska spítalanum á Fáskrúðsfirði er lokið og farið er að taka á móti gestum á stærra hóteli. Hótel hefur verið rekið í endurbyggðu húsunum frá árinu 2014 og var fjöldi herbergja fram að þessu 26 en með nýbyggingunni hefur þeim fjölgað í 47. Svartrotta fannst á Egilsstöðum Svartrotta fannst nýverið við sorp- hirðu á Egilsstöðum en starfssvæði Heilbrigðiseftirlitsins hefur verið laust við rottur árum saman. Mein- dýraeyðir fargaði dýrinu og ferðir sorphirðubílsins verið raktar til að reyna að finna út hvar rottan hefur komist í bílinn. Heilbrigðiseftirlitið brýnir fyrir fólki að tilkynna um rottur og að allir leggist á eitt til að fyrirbyggja rottugang. Heilsársstörfum fjölgar í HB Granda Miklar framkvæmdir standa nú yfir hjá HB Granda á Vopnafirði sem er að byggja upp bolfisk- vinnslu á staðnum. Vinnslan á að starfa meðan hlé er á uppsjávar- vinnslu og fjölga þannig heilsárs- störfum. Framkvæmdin kostar um einn milljarð og allt að 40 manns munu starfa í vinnslunni. Áætlað er að vinnslan taki til starfa um miðjan október. Úrsagnir úr Framsóknar- flokknum á Héraði Tveir varabæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins á Fljótsdalshér- aði og tveir fulltrúar sem sitja í nefndum fyrir hönd flokksins hafa gengið úr flokknum á undanförnum dögum. Ástæðan er sögð óánægja með formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, og hvernig tekið hafi verið á málum hans inn- an flokksins eftir umfjöllun um Panamaskjölin. MOLAR Góð þátttaka var í verkefninu sem ætlað er að snúa byggðaþróuninni á Vopnafirði við. Frá Reyðarfirði. Ljósmynd: Fjarðabyggð. Vopnafjörður „Íbúarnir sjálfir framkvæma hlutina“ „Kannski ekki alveg eins mikið slegið í sumar“

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.