Austurglugginn - 24.06.2016, Side 4
4 Föstudagur 24. júní AUSTUR · GLUGGINN
Leiðari
Það er mjög stutt síðan fullyrt var
við mig enn einu sinni að konur
væru konum verstar. Um leið og
kona gerir eitthvað á hlut konu
þá sannast nú aldeilis gamla mál-
tækið. Ef karlar gera einhverjum
eitthvað þá snýst það um þá sem
karaktera en ekki kyn þeirra. Fólk er
fólki verst, köld eru sum ráð, ber er
hver að baki nema sér systkini eigi.
19. júní var um síðustu helgi, 101
ár frá því íslenskar konur fengu
fyrst kosningarétt. Jafn mörg og
dalmatíuhundarnir. Grimmhildur
Grámann var ekki góð kona. Það
er einfaldlega ekki fallega gert að
stela gæludýrum annara til að búa
til pels úr þeim. Hún var samt ekki
vond af því hún var kona, hún var
bara frekar ómerkilegur karakter.
Við hverju bjuggust líka foreldarnir
þegar þau völdu á hana þetta nafn ...
Úpsí, núna þegar við leggjum niður
mannanafnanefnd verða örugglega
öll stúlkubörn nefnd Grimmhildur
og þá verður framtíðin ekki björt
fyrir hvolpa landsins. Almáttugur
hjálpi okkur, það er meira að segja
ekkert sem kemur í veg fyrir að
drengir verði skýrðir Grimmhildur
líka. Heimur versnandi fer.
Fyrir um tveimur árum síðan þegar
ég var að ákveða hvort ég ætti að
taka kynjafræðiáherslu í náminu
mínu eða ekki, bar ég það undir vin
minn. Hann bað mig vinsamlega að
læra ekki kynjafræði því svoleiðis
konur væru svo leiðinlegar. Ég
skildi alveg hvað hann var að fara.
Eins máls fólk er leiðinlegt, svona
fólk sem stýrir öllum umræðum í
átt að sínu áhugamáli.
Ég er orðin þessi týpa. Sama hvað
einhver segir við mig sný ég því
uppí jafnréttisumræðu, jafnvel jafn-
réttiseinræðu. Það má ekki lengur
fullyrða það sakleysislega við mig
að konur séu konum verstar án
þess að fá yfir sig eldræðu, samt
er ég alltaf að bíta í tunguna á mér.
Mér dettur í hug myndlíkingin um
það þegar glerið brotnar í banda-
rískum gamanþáttunum Svona
kynntist ég móður ykkar (snar and-
femenískt sjónvarpsefni reyndar).
Myndlíkingin er sem sagt þannig
að glerið brotnar þegar þér er gerð
grein fyrir einhverju og þá geturu
ekki hætt að taka eftir því í kjölfarið.
Þér er sagt að vinur þinn smjatti,
þú hefur aldrei tekið eftir því áður
en nú er búið að brjóta glerið og
þú tekur alltaf eftir því framvegis.
Það er búið að brjóta hið femeníska
gler fyrir mér, nú tek ég eftir öllu
kjaftæðinu. Þú veist, kjaftæðið var
til staðar allan tímann, ég bara tók
ekki alltaf eftir því.
Ég er samt með eitt ráð til þess að
koma til móts við það ef ykkur finnst
ég geðveikt leiðinleg. Við förum
bara að kenna kynjafræði mark-
visst í grunn- og menntaskólum.
Þá brotnar glerið hjá okkur öllum
og við getum öll verið leiðinleg
saman, sem er örugglega bara
frekar gaman. Þá verður það ekki
bara ég sem er eitthvað að pirrast
á því að börn þurfi að vera klædd í
annað hvort bleik tjullpils eða bláa
spidermangalla frá fæðingu. En
þetta ráð er auðvitað frekar kalt,
ég er nefnilega kona.
ÁHM
Austurglugginn - Fréttablað Austurlands // Kaupvangur 6, 700 Egilsstaðir // S: 477-1750 // 477-1571
• Ritstjórn: Gunnar Gunnarsson ritstjóri og áb.m: gunnar@austurfrett.is / Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður: frett@austurglugginn.is
• Auglýsingar: Stefán Bogi Sveinsson rekstrarstjóri: auglysing@austurglugginn.is • Áskriftir: Stefán Bogi Sveinsson rekstrarstjóri:
askrift@austurglugginn.is • Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent
Guðný Harðardóttir er ein þeirra
10 austfirsku kvenna sem nýver-
ið útskrifuðust af námskeiði Ný-
sköpunarmiðstöðvar sem heitir
Brautargengi.
Námskeiðið er sérstaklega sniðið
að þörfum kvenna sem vilja hrinda
viðskiptahugmynd í framkvæmd
og hefja eigin rekstur. Guðný sótti
námskeiðið ásamt sveitunga sínum
Gróu Jóhannsdóttur en þær hyggja á
fullvinnslu kjötafurða frá eigin búum.
Námskeiðið er 15 vikur og miðar að
undirbúningi og þróun fjölbreyttra
viðskiptahugmynda sem auka eiga
við þau atvinnutækifæri sem fyrir
eru á svæðinu. Nýsköpunarmiðstöð
Íslands hefur í gegnum tíðina útskrif-
að um 1200 konur af námskeiðinu
en rúmur helmingur þeirra rekur
fyrirtæki í dag.
Vilja hámarka
verðmæti afurða
Þær Guðný og Gróa eru báðar sauð-
fjárbændur í Breiðdalnum, Guðný á
Gilsárstekk en Gróa á Hlíðarenda. Við-
skiptahugmynd þeirra var fullvinnsla
kjötafurða frá eigin búum og horfa
þær til þess að hámarka verðmæti
sinna afurða, ekki hvað síst með því
að leggja áherslu á frekari vinnslu á
þeim hlutum skrokksins sem ekki
fæst fullt verð fyrir. ,,Vöruþróunin
er að hefjast en við erum komnar í
samband við vöruhönnuði frá Mat-
ís. Hugmyndin er eins konar breið-
dælskur matarminjagripur, álegg eða
eitthvað slíkt,” segir Guðný.
Námskeiðið afar gagnlegt
Þær fengu styrk í gegnum verkefni
Byggðastofnunar, Brothættar byggðir,
til að sækja námskeiðið hjá Nýsköp-
unarmiðstöðinni og segir Guðný það
hafa verið afar gagnlegt. „Ég held að
þessi hugmynd væri ekki að komast
í framkvæmd ef ekki væri fyrir nám-
skeiðið. Ég mæli algjörlega með þessu
ef einhver gengur með hugmynd í
maganum, námskeiðið lætur mann
í raun taka bæði sjálfan sig og hug-
myndina í mikilvæga naflaskoðun.”
Guðný segist hafa reynslu af fjár-
hagsáætlanavinnu en að námskeiðið
hafi engu að síður bætt mjög miklu
við hennar þekkingu. „Það voru mörg
aha-móment fyrir mig þarna og ég
er viss um að þetta námskeið getur
nýst konum hvar sem reynsla þeirra
og bakgrunnur liggur.”
Ekki síður sjálfstyrking
Guðný talar um að mikilvægt hafi
verið fyrir þær að fá stuðninginn og
handleiðsluna við gerð viðskiptaáætl-
unar og þróun viðskiptahugmynd-
ar en sjálfstyrkingin sem hafi falist
í námskeiðinu hafi ekki verið síður
mikilvæg. „Ég bara gat ekki misst úr
tíma, ég varð eiginlega bara alveg háð
þessu,” segir Guðný að lokum og hlær.
ÁHM
Breiðdalsbiti
Viðskiptahugmynd um fullvinnslu kjötafurða
í Breiðdal þróuð á námskeiðinu Brautargengi
Frá vinstri: Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Austurlandi,
Guðný Harðardóttir og Gróa Jóhannsdóttir, hugmyndasmiðir Breiðdalsbita og Anna Guðný
Guðmundsdóttir, einnig verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Mynd: GG