Austurglugginn


Austurglugginn - 24.06.2016, Side 7

Austurglugginn - 24.06.2016, Side 7
 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 24. júní Flugfélag Austurlands Kolbeinn varði um tveimur og hálfu ári við nám í Reykjavík, bæði bóklegu og verklegu. En hvað tók svo við? „Ég byrjaði að kenna á flugstöðinni þar sem ég lærði. Ég tók nefnilega kennaraprófið um leið og ég tók at- vinnuflugmannsprófið. Þetta var um 1974, þá hitti ég mann að austan, Sigurð Björgvinsson sem þá var aðal- maðurinn hjá Flugfélagi Austurlands. Það varð með okkur samkomulag að ég kæmi að vinna hjá þeim og flutti því í framhaldinu austur. Ég man ég kom til starfa þann 7. febrúar sama ár og allt gekk vel. En um haustið hættir Sigurður og ég sat allt í einu uppi með fyrirtækið og þurfti að taka alla starfsemina að mér.“ Og hvernig lagðist það í þig? „Það skipti engu máli, maður tókst bara á við þetta og gerði bara hlutina. Fyrir mér var það annaðhvort að gera þetta eða flytja og fara í burtu.“ Gríðarlega skemmtilegur tími Kolbeinn var ekki nema 24 ára gamall þegar öll starfsemi flugfélagsins lenti á hans herðum. Hann tókst á við verk- efnið af miklum krafti og átti eftir að verja næstu tíu árum hjá félaginu við almenn flugstörf og uppbyggingu. „Þetta var mikil vinna, en gríðar- lega skemmtilegur tími. Markaðs- svæði Flugfélags Austurlands var ekki stórt, sem háði okkur, en við urðum stórir í sjúkrafluginu og ef ég man rétt flugum við um 180 sjúkra- flug á ári og var það fyrir utan allt hitt. Það sem hjálpaði líka mikið er að við sinntum póstfluginu. Það verður að segjast eins og er að oft var farið varlega með hvíldartímann því við unnum svo oft í sjúkrafluginu á nóttunni og svo vorum við í hinu á daginn og næturflug eru mjög erf- ið. Þetta var samt góður tími en að lokum fór þetta að þreyta mann og ég fann að ég var tilbúinn að breyta til.“ Aldrei orðið hræddur Snemma árs 1985 hætti Kolbeinn störfum hjá Flugfélagi Austurlands. Hann tók sig til og flutti til Ástralíu með fjölskylduna þar sem hann dvaldi í tæp tvö ár. Þegar hann kom aftur heim réði hann sig til starfa hjá Flugfélagi Norðurlands á Akureyri. „Mönnum fannst þetta einkennileg leið að fara frá Ástralíu til Akureyrar, þetta er jú smá krókur. En þar var ég í um tíu ár eða allt þar til félagið sameinaði flugið við innanlandsflug Flugleiða sem núna heitir Flugfélag Íslands. Ég er því búinn að vera hér síðan 1986, sem þýðir að það vantar aðeins örfáa mánuði upp á að ég hafi flogið fyrir félagið í þrjátíu ár,“ segir Kolbeinn. Það liggur þá beint við að spyrja næst hvort hann hafi aldrei orðið hræddur í háloftunum á þessum langa ferli sem flugmaður? „Nei, ekki beint, en auðvitað hefur það gerst. Ég segi alltaf að það sé nauðsynlegt að vera alltaf hræddur, það eina sem þú mátt ekki er að vera skelfdur. Það er gríðarlegur stigs- munur þarna á. En sem flugmaður þarf maður alltaf að vera á tánum yfir því hvað maður er að gera.“ En hefur það aldrei hrætt þig að fljúga með fulla vél af farþegum og vera ábyrgur fyrir að koma þeim heilum heim? „Nei, það hefur aldrei truflað mig. En ég er þakklátur á þessum tímamótum að hafa klárað einn svona starfsferil án þess að hafa valdið tjóni á sjálfum mér og öðrum. Maður getur ekki annað en verið hamingjusamur með það,“ segir hann og brosir. Sáttur við að hætta Þegar við hittum Kolbein var hann að fara í sitt síðasta flug til Egils- staða. Við spyrjum hann hvernig tilfinning það sé. „Það er bara fín tilfinning. Ég er búinn að gera það upp við mig fyrir svolitlu síðan að þetta er bara að klár- ast og ég klára þetta bara þannig að það verði ekkert kusk á því eins og maður segir. Það er engin eftirsjá.“ En ertu alveg hættur að fljúga? „Margir flugmenn sem hafa unnið við flug alla sína æfi halda áfram að fljúga sem einkaflugmenn svo lengi sem heilsan leyfir. Ég er samt ekki búinn að gera það upp við mig hvað ég geri. Ég þarf reyndar að ná mér aftur í réttindi á eins hreyfils flugvél til að geta flogið einkaflugvél eins og mér sýnist. En það er spurning hvort ég nenni að standa í því, ég er ekki búinn að setja mér neitt plan fyrir framtíðina en það getur meira en verið.“ Þakklátur En þegar þú lítur til baka yfir ferilinn, hvað stendur upp úr? „Þakklæti held ég bara, þakklæti fyrir þetta samfélag sem ég hef verið hluti af. Mér hefur alltaf líkað vel í starfinu mínu. Svo eru ógleymanlegir sumir dagarnir sem maður hefur flogið, sérstaklega hér á Íslandi, þegar við erum kannski að koma upp úr skýjunum og þar er sólin og allskonar samspil úr skýjum og birtu, það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu magnað það er. Mér hafa fundist það alger forréttindi að vera í þessu starfi.“ En hvað tekur nú við eftir síðasta flugið? „Ég er alltaf að gaufa eitthvað. En ég ætla að byrja á því að fara í gott og langt sumarfrí. Ég og frúin förum örugglega á einhvern þvæling. Svo á ég fullt af börnum og barnabörnum, það þarf að sinna þessu öllu saman. En ég kveð sáttur og nú taka bara nýir og spennandi tímar við,“ segir Kolbeinn að lokum. SL. Hér stendur Kolbeinn við Navajo-vélina, aðalsjúkraflugvél Flugfélags Austurlands eftir 1978. Mynd úr einkasafni. Kolbeinn við aðaláætlunarflugvél Flugfélags Austurlands en hún var keypt ný árið 1975. Myndin er tekin við Snæfell. Mynd úr einkasafni.

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.