Austurglugginn - 24.06.2016, Side 6
6 Föstudagur 24. júní AUSTUR · GLUGGINN
Blaðamaður Austurgluggans hitti
Kolbein á dögunum og fékk að
fylgja honum í sitt síðasta flug til
Egilsstaða og spjalla við hann um
flugferilinn og framtíðina á þess-
um miklu tímamótum.
Kolbeinn er fæddur og uppalinn á
Norðfirði. Hann er kominn af sjó-
mönnum og bændum, og varði hann
mörgum af sínum uppvaxtarárum í
sveitinni hjá ömmu sinni og afa á
Vaðbrekku á Jökuldal. Hann segist
þó vera meiri Héraðsmaður en Norð-
firðingur þar sem hann bjó á Egils-
stöðum í 10 ár þegar hann meðal
annars rak flugfélag Austurlands.
Langaði snemma að verða
flugmaður
Hvenær kviknaði áhugi þinn á flug-
inu? „Ég og Pelli vinur minn vorum
einmitt að rifja það upp um daginn
að við vorum ekki meira en sex eða
sjö ára þegar við vorum að fylgjast
með flugvélunum í sjúkrafluginu
sem kom á Norðfjörð á þeim tíma.
Við vorum alveg sammála um það,
þegar við störðum á flugvélar fara í
loftið, að þetta væri örugglega sjúkra-
flugvélar því það var rautt blikkandi
ljós á þeim eins og á sjúkrabílunum
í þá daga. Okkur finnst þetta svo-
lítið sniðugt í dag því það eru rauð
blikkandi ljós á öllum flugvélum,
alltaf. En við vorum bara litlir strákar
og glaðir, og miklir spekúlantar. Ég
vissi það strax þarna að mig langaði
til að verða flugmaður.“
Ekki aftur snúið
Kolbeinn sinnti almennum sveita-
störfum á Jökuldalnum fram undir
tvítugt og hann var sautján ára þegar
hann fór fyrst á sjó. Alltaf blundaði
samt í honum draumurinn um flugið.
„Ég hef alltaf haft áhuga fyrir flug-
inu en ég var einfaldur Austfirðingur
og vissi ekki hvernig lífið gekk fyrir
sig annars staðar. Ég var meira að
segja byrjaður að safna siglingatímum
til að fara í Stýrimannaskólann.
Pabbi var skipstjóri og afi var for-
maður (skipstjóri án réttinda) og þá
var ekkert eðlilegra en maður færi að
læra það sama. Og þrátt fyrir að ég
kynni ágætlega við mig á sjó lang-
aði mig ekkert sérstaklega að leggja
sjómennskuna fyrir mig en þetta
var örugg tekjulind. Svo gerist það
á föstudaginn langa, þann 31. mars
1972, og ég man það eins og það
hefði gerst í gær. Ég var þá sjómaður
á netavertíð í Grindavík þegar Einar,
sem er kunningi minn og jafnaldri,
fer með mig út á flugvöll og leiðir
mig í allan sannleikann um hvern-
ig maður lærir að fljúga. Þar með
var teningnum kastað og ekki aftur
snúið. Svo eftir fyrsta flugið sett-
ist þetta á sálina á mér og ég varð
gagntekinn af fluginu og í tvö ár á
eftir var ég gjörsamlega óviðræðu-
og ósamkvæmishæfur því ég talaði
ekki um neitt annað en flugvélar,“
segir Kolbeinn og hlær.
Lét drauminn rætast
Það er ekki hægt að segja annað en
að líf Kolbeins hafi tekið óvænta
stefnu þennan ógleymanlega föstu-
dag árið 1972. Hann lét drauminn
rætast og fór í höfuðborgina í flug-
nám sem var stórt stökk fyrir ungan
mann á þessum tíma, fyrir utan það
að flugnám kostaði sitt.
„Ég var ekki nema 21 árs og jú,
þetta var fokdýrt nám og hefur alltaf
verið fokdýrt nám. Ég var bara svo
heppinn að ég gat farið á Norðfjörð
og unnið eins og vitfirringur í bræðsl-
unni í tvær loðnuvertíðir, þannig að
þegar ég var búinn að læra skuldaði
ég ekki nokkrum manni krónu. Ég
held meira að segja að ég hafi aldrei
átt eins mikið af peningum í hand-
raðanum eins og akkúrat þá,“ segir
hann og hlær enn meir.
Kolbeinn Ingi Arason flugstjóri flaug sína síðustu ferð fyrir Flugfélag Íslands fyrir skemmstu, eftir tæplega 30 ára starf.
Hann er nýorðinn 65 ára en samkvæmt reglugerðum er flugmönnum þá skylt að hætta að fljúga farþegavélum. En þrátt fyrir
að Kolbeinn hafi farið sína síðustu flugferð fyrir félagið er ekki þar með sagt að hann sé hættur að fljúga. Hann hefur svifið
um háloftin í 42 ár og mun án efa sjást til hans þar aftur í nánustu framtíð.
Ég er þakklátur á þessum tímamótum
Mynd: Magnús Sigurjónsson
Hér er Kolbeinn við Twinn Bonanza-vélina, sjúkraflugvélina sem var notuð þegar hann hóf
störf hjá Flugfélagi Austurlands. Mynd úr einkasafni.