Austurglugginn - 24.09.2010, Blaðsíða 3
KYNNING
Fréttir frá Fjarðaáli
Umsjón: Kristborg Bóel Steindórsdóttir ritstjóri Álpappírsins, fréttabréfs starfsmanna Alcoa Fjarðaáls.
Aflraunakeppnin Austfjarðatröllið fór fram
dagana 12.-14. ágúst og var háð víðs vegar
um Austurland. Ein keppnisgreinanna var ál-
kubbalyfta sem háð var við Sómastaðahúsið,
en hún var í boði Fjarðaáls. Keppninni lauk
á Breiðdalsvík þar sem keppendurnir átta
reyndu sig í steinatökum og steinagöngu.
Meðal keppenda var okkar maður, Georg
Ögmundsson, öryggissérfræðingur í ker-
skála - sem bar sigur úr býtum í keppninni
árið 2007. Georg hafnaði í öðru sæti að
þessu sinni, en Hafþór Júlíus Björnsson frá
Kópavogi kom, sá og sigraði.
Georg er ekki ókunnur aflraunakeppnum
en hann hefur keppt á fjölmörgum mótum,
hérlendis og erlendis frá því 2002. Blaða-
maður Álpappírsins náði tali af honum á
dögunum, óskaði honum til hamingju með
annað sætið og fékk hann til að segja okkur
nánar frá keppninni.
Stuðningsliðið hvatti hann í yfirlið
“Ég er bara nokkuð sáttur með annað
sætið,” segir Georg, en hann hefur
verið í fríi frá keppnum frá því hann
flutti austur fyrir þremur árum.
“Þetta er fyrsta sumarið mitt eft-
ir frí, en ég keppti í Kraftavíkingn-
um í Hafnarfirði í júní og vann þá
keppni og var svo í öðru sæti á
Selfossi helgina fyrir Austfjarða-
tröllið.” Georg segir
Austfjarðatröllið vera eina af
þremur sterkustu keppnum
landsins, auk Vestfjarðavíkings-
ins og keppninnar um sterk-
asta manns Íslands. “Ég er
bara mjög ánægður, en ég var
algerlega óviss um eigin getu í
sumar. Upphaflega planið var
bara að sjá hvort ég þyldi þetta
og markmiðið mitt var að vera í
topp þremur í Austfjarðatröllinu
- ég vissi að ég tæki ekki fyrsta,
var opinn fyrir öðru og þriðja en
hefði verið fúll að lenda neðar.”
Segja má að Georg hafi verið á
heimavelli, þrátt yfir að hafa að-
eins búið austanlands í þrjú ár.
“Þetta var í fyrsta skipti sem ég
fann greinilega fyrir því, en ég
heyrði hrópin og köllin allan tímann. Það er
svo skrítið, að þrátt fyrir að hópur fólks sé
að kalla nær maður að tína út og ein-
angra raddirnar sem maður þekk-
ir, eins og vina og vinnufélaga.”
Fyrir keppnina átti Georg Ís-
landsmetið í lokagrein móts-
ins, steinaburði. Í þeirri grein
eiga tröllin að ganga sem
lengt með tæplega 190 kílóa
steinhellu. Georg setti metið
árið 2006 þegar hann
gekk með stein-
inn 75 metra.
“Hvatning ríður
að sjálfsögðu
baggamun -
inn,” segir
Georg og
vísar til þess
þegar stuðn-
ingslið hans
hvatti hann
í yfirlið við
steinaburðinn.
“Ég vissi að sama
hvernig ég stæði
mig í greininni yrði
ég í öðru sæti, en
á móti var ég búinn
að lofa áhorfendum
að slá metið. Þó svo
að þrautin taki stutt-
an tíma virðist hún
margir klukkutímar
og maður nær að
hugsa alveg heilan
helling á leiðinni.
Áður en ég tók helluna upp hugsaði ég með
mér að ég ætlaði ekki langt. Þegar ég svo
lyfti henni fannst mér hún ekki svo þung.
Eftir eina ferð ákvað ég að fara fram og
til baka og skila steininum á sama stað og
ég tók hann. Þegar þangað komið var ég
enn svo hress að ég ákvað að jafna metið
mitt. Þegar ég var komin þær þrjár ferðir
mundi ég eftir loforði mínu við stuðnings-
liðið mitt, að fara þrjár og hálfa ferð, slá
metið og fagna á hliðarlínunni. Eftir að ég
sneri við eftir þriðju ferðina og var komin
langleiðina að miðju missti ég steininn. Ég
sleppti honum ekki, hann bara datt. Ég
man að ég komst á hliðarlínuna og “gaf
fimm” og svo steinleið yfir mig!” Til allrar
hamingju rankaði Georg fljótlega úr rotinu
eftir súrefnisgjöf og var ekki meint af, en
stuðningsliðið hugsar sig líklega um tvisv-
ar áður en það hvetur af slíku kappi næst.
Hafþór er ekki óyfirstíganlegur hóll
Eftir sumarið sér Georg að hann er fær í
flestan sjó og segir hann að við taki lega
undir feldi til þess að ákveða framhaldið,
hvernig haga skuli æfingum vetrarsins.
“Fram að jólum ætla ég að einbeita mér
að vaxtarrækt sem einkennist af léttari æf-
ingum og mörgum endurtekningum. Um jól
verð ég vonandi orðin nógu stór til þess að
fara að styrkja mig og frá febrúar keyri ég
líklega á harðan styrk og meiri tækniæfing-
ar,” segir Georg sem er harðákveðinn að
mæta af fullum þunga til leiks næsta sum-
ar. “Ég vissi að Hafþór væri miklu sterkari
en ég í sumar, en af þessum 12 greinum
vann ég þó fimm. Hann er vissulega mjög
góður en ég sé hann alls ekki sem óyfirstíg-
anlegan hól á næsta ári.”
Stefnir hátt að ári
Georg Ögmundsson varð í öðru sæti í Austfjarðatröllinu 2010