Austurglugginn - 24.09.2010, Blaðsíða 6
6 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 24. september
Heilbrigðisnefnd Austurlands
fundaði þann 17. september sl. Á
fundinum var fjallað um verkaskipt-
ingu Umhverfisstofnunar (UST)
og Heilbrigðiseftirlits Austurlands
(HAUST) og stöðu samningavið-
ræðna varðandi endurskoðun samn-
inga sem UST hefur sagt upp.
Málefnið hefur verið baráttumál
sveitarfélaganna á Austurlandi lengi
og snýr að því að ”Heilbrigðiseftirlit
Austurlands fari með eftirlit
með starfsemi á Austurlandi sem
Umhverf isstofnun vinnur starfs-
leyfi fyrir” eins og segir í samþykkt
Allsherjarnefndar SSA á aðalfundi
2009.
Árið 2008 tilkynnti UST að samn-
ingar milli UST og HAUST, um að
HAUST fari með eftirlit með sorp-
förgun og spilliefnamóttöku sem og
með fiskimjölsverksmiðjum, skyldu
endurskoðaðir á árinu 2009. Þeirri
endurskoðun lauk ekki árið 2009 og
endurskoðuninni er enn ekki lokið.
Á aðalfundi SSA árið 2009 segir í
samþykkt allsherjarnefndar að það
„sætir furðu að ríkisstofnun skuli árum
saman hundsa vel rökstuddar óskir þar
um þrátt fyrir að fyrir liggi stuðningur
alþingismanna Norðausturkjördæmis
og viljayfirlýsing umhverfisráðuneyt-
isins, svo og stefna ríkisstjórnar Íslands
um tilflutning verkefna út á land.“
Í desember 2009 sagði UST bréflega
upp gildandi samningum við HAUST
um framsal eftirlitsverkefna og til-
kynnti að stofnunin áformaði að gera
nýja samninga við þær heilbrigðis-
nefndir sem þess óski. HAUST ósk-
aði eftir nýjum samningum með bréfi
dagsettu 11. janúar 2010.
Í bréfi sem Umhverfisráðuneytið sendi
UST dagsettu 7. júlí 2010 er enn-
fremur tilkynnt að með lagabreyt-
ingu sé áformað að styrkja lagagrunn
þannig að heimilt verði að framselja
þvingunarúrræði auk eftirlitverkefna.
HAUST og fleiri heilbrigðiseftirlits-
svæði hafa eindregið óskað eftir að
fá framseld þvingunarúrræði ásamt
með eftirlitsverkefnum skv. lögum um
hollustuhætti og mengunarvarnir nr.
7/1998, en UST hefur ekki ljáð máls
á því.
HAUST segir stöðuna í dag vera
þessa:
Samningum um eftirlitsverkefni hefur
verið sagt upp. Verði þeir ekki endur-
skoðaðir falla þeir úr gildi 1. janúar
2011.
Ekki er búið að ganga frá ramma-
samningi og þau drög sem fyrir liggja
eru óaðlaðandi fyrir HAUST.
Ef ekki næst samningur um að áfram
verði farið með eftirlitsverkefni skv.
gildandi samningum verður HAUST
af tekjum að upphæð 1,2 millj. kr.
HAUST samþykkti svo eftirfarandi
harðorða bókun á fundinum þar sem
þau átelja vinnubrögð UST:
Heilbrigðisnefnd átelur vinnubrögð
UST harðlega, ekki síst hvað varðar
tregðu og seinagang við endur-
skoðun gildandi samninga en einnig
vegna tregðu til að fara að yfirlýstum
vilja ráðamanna þjóðarinnar og
Umhverfisráðuneytis í þá veruna að
eftirlit og þvingunarúrræði skuli færa
til heilbrigðisnefnda þar sem vilji og
fagþekking eru til staðar.
Með samningum frá árunum 1994
og 1998 hefur HAUST farið með
eftirlit f.h. stofnunarinnar með fiski-
mjölsverksmiðjum og sorpförgunar-
stöðum. Aldrei hefur stofnunin séð
ástæðu til að gera aths. við verklag og
skýrslur HAUST. Miklu frekar telur
HAUST hafa sýnt og sannað að því er
vel treystandi fyrir eftirlitsverkefnum
og einnig beitingu þvingunarúrræða
ef slíkt gerist nauðsynlegt.
Heilbrigðisnefnd óskar hér með ein-
dregið eftir að gildandi samningar
verði endurnýjaðir hið fyrsta og
þannig að þeir taki gildi 1.1.2011,
jafnvel þótt það þurfi að vera á grunni
draga að rammasamningi sem fyrir
liggur í nefnd þar um.
Þetta er gert í trausti þess að þótt síðar
verði sjái UST sér hag í að framselja
fleiri eftirlitsverkefni sem og þving-
unarúrræði þar sem það er/verður
heimilt skv. lögum.
Það verður fróðlegt að sjá hvort álíka
harðorða ályktun verður samþykkt á
komandi SSA þingi.
Heilbrigðisnefnd Austurlands átelur
vinnubrögð Umhverfisstofnunar
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði fluttur að Búðum
Nú er búið að flytja franska
spítalann á Fáskrúðsfirði. Í
undirbúningi er endurbygging
spítalans á Búðum á vegum
Minjaverndar hf. sem og ann-
arra húsa sem Frakkar reistu
á Fáskrúðsfirði . Upprunalegi
grunnur spítalans stendur þó
enn við Hafnargötu 5, rétt
utan við Consulhúsið.
Franski spítalinn var byggður
á árunum 1903 - 1904 en var
færður af byggingargrunn-
inum árið 1940 og fluttur í
Hafnarnes, sunnan fjarðarins.
Þar var hann notaður sem fjöl-
býlishús fram á 8. áratuginn.