Austurglugginn


Austurglugginn - 24.09.2010, Blaðsíða 4

Austurglugginn - 24.09.2010, Blaðsíða 4
4 AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 24. september BÚÐAREYRI 7, 730 REYÐARFJÖRÐUR Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Ragnar Sigurðsson • frett@austurglugginn.is • Fréttasími: 477 1750 Auglýsingastjóri og þjónusta við áskrifendur: Erla Sigrún Einarsdóttir • 477 1571 & 891 6484 - auglysing@austurglugginn.is Fréttaritari í Neskaupstað: Áslaug Lárusdóttir s. 695 8498 - aslaugl@gmail.com • Fréttaritari á Vopnafirði: Bjarki Björgólfsson s. 854 9482 - kompan@vortex.is Útgefandi: Útgáfufélag Austurlands ehf. • Umbrot og prentun: Héraðsprent. NEFNDANEFND Hjalli Vísnahornið Nú standa göngur og réttir sem hæst og í tilefni af því var síðasti botn um smala. Eins og áður eru menn dug- legir að senda inn botna og hér koma þrír er bárust vísnahorninu: Peli, hundur, ponta, hross poki, kofi, glaumur. Sauðfé, réttir, söngur, koss sannur óskadraumur. Baldur Grétarsson, Kirkjubæ Peli, hundur, ponta, hross, poki, kofi, glaumur. Hvítra lagða fellur foss um fagra hlíð sem taumur. Sævar Sigurbjarnarson Egilsstöðum Peli, hundur, ponta, hross poki, kofi, glaumur. Sumir fá hjá konu koss, kannski einhver aumur. Bergljót Kjartansdóttir, Egilsstöðum Fyrir nokkrum dögum var ég á gangi um Reyðarfjörð og var litið á Hádegisfjallið speglast í hafflet- inum. Þá varð mér hugsað til orða Englendings er ég þekki og hefur verið búsettur hér í nokkur ár. Ég hafði hitt hann á förnum vegi og fór að velta fyrir mér hvenær hann ætlaði heim aftur. Hvort væri ekki erfitt fyrir stórborgarbúann að hírast hér í þessum smábæ. Svarið var á þá leið að hví ætti hann að yfirgefa þetta útsýni og benti um leið á áðurnefnt fjall. Ástæðan fyrir því að ég velti þessu fyrir mér núna er að nokkrum árum eftir að ég flutti á Reyðarfjörð var ég spurður hvernig mér fyndist. Þá svaraði ég á þessa leið en vona að skaparinn sé búinn að fyrirgefa mér: Reyðarfjörður ekki finnst mér fagur vera. Finnast hérna fjölmörg lýti fleiri tel ég varla í víti. Í síðustu viku voru bæjarstjóra- skipti í Fjarðabyggð. Bæjarstýra lét af störfum en bæjarstjóri tók við. Síðast þegar ég fór með Flugfélagi Íslands þá var flugstjóri sem flaug en var þrátt fyrir það kona. Gott að það þarf ekki alls staðar að breyta orðum. Kannski lifum við það að kvenkyns kennari verður kenn- ara og ritari verður ritara. En aftur að Fjarðabyggð. Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar hélt upp á stjóra- skiptin með því að falla í 2. deild og það með stæl en trúlega boðar þetta aðeins gott eitt því fall er faraheill: Fjarðabyggð var flengd með stæl er fögnuðu þeir Páli. Endilega botnið þennan fyrripart og sendið á netfangið frett@austur- glugginn.is. Vísnakveðja Glúmur Það er ógerlegt að halda sig fjarri þjóðmálaumræðunni þessa dag- ana og þá einna helst umræðum um þingið í tengslum við skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Eftir allar umræður vikunnar fór ég að leiða hugann að öllum þeim nefndum sem hefðu skilað af sér störfum síðastliðna mán- uði eða væru að störfum nú eða þá að taka til starfa. Mikið var rætt um rannsóknarnefnd Alþingis og nú stendur umræðan hvað hæst um skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar og þá hvort beri að vísa henni til þingmannanefndar aftur nú eða þá allsherjarnefndar. Þá má ekki gleyma umræðum um sáttanefndina í sjávarútvegsmálum, sannleiksnefnd- ina um biskupsmálið sem forsætisnefnd kirkjuþings hyggst setja á laggirnar og MAGMA nefndina. Eftir allar þessar nefndahugleiðingar gerði ég snögga athugun á umfjöllun netfréttamiðlanna og fleiri miðla og sá fljótlega að fréttaumfjöllun um nefndir, störf nefnda og skýrslur nefnda var óskaplega mikil. Í ljósi þess leiddi ég hugann að umræðum sem hafa skapast um þessar nefndir og komst fljótt að því að hún tengdist nokkuð oft því að ánægja var um starf nefndanna en ósætti um útkomu vinnu þeirra og að henni bæri að vísa í aðra nefnd til lagfæringar nú eða þá í sömu nefnd eða ráðherra. Svo fyrir nokkru síðan bættist við í flóru afgreiðslna nefnda þegar þingmannanefnd um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis lét gera greiningu á rannsóknarskýrslunni með kynjagleraugum. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki haft tíma til þess að kynna mér þau störf né skil á þeirri athugun en velti því fyrir mér hvort þar sé að bætast við nýr angi nefndastarfs, svokölluð hliðarnefnd sem rýnir í störf nefndarinnar með ákveðnum gleraugum. Kannski verður einhver- tímann nefndaþing sett á laggirnar þar sem nefndanefnd tekur fyrir störf hinna ýmsu nefnda. Svo verður tíminn að leiða í ljós hvernig umræðan um endanlegt uppgjör margra þessara nefnda verður. Austurglugginn fjallar einnig um nefndir eins og í þessu tölublaði og svo mun næsta tölublað eflaust bera nokkurn keim af nefndastarfi SSA aðal- fundarins. Það má því vel hugsa sér að árið 2010 verði eftirminnilegt sem ár hinna mörgu nefnda. Fall er fararheill ART-þjálfun! Í fyrra vetur fór af stað ART-þjálfun í Grunnskóla Reyðarfjarðar. ART- þjálfun er fastmótað, uppeldisfræði- legt þjálfunarmódel sem hefur það markmið að fyrirbyggja ofbeldi og kenna aðrar leiðir til að leysa samskipta-, tilfinninga- og hegð- unarvanda. Í vetur mun ART-þjálfun verða kennd í bekkjarkennslu þar sem kennt verður 3 sinnum í viku. Bandarískar og norrænar rannsóknir sýna fram á að ART-þjálfun dregur úr líkamlegu og andlegu ofbeldi. Þjálfun og kennsla styrkir einnig og eflir félagsfærni, sjálfstraust og siðferðisþroska. Reynslan sýnir að nemendur geta tekið á aðstæðum sem þeim áður leið illa í og kom þeim oft í vanda og/eða vanlíðan, þeir verða öruggari með sig og verða sjálfstæðari og ánægðari eftir mark- vissa ART-þjálfun.

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.