Austurglugginn - 04.10.2013, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 4. október AUSTUR · GLUGGINN
Nýverið lauk endurnýjun á brúnni í
Seldal inn af Norðfjarðarsveit. Verkefnið
var unnið í samvinnu við Vegagerðina
og var fjármagnað með framlögum
úr styrkvegasjóði. Í haust verður
vegkaflinn frá brúnni og upp á þjóðveg
lagfærður og borið í hann. Þessi
vegkafli þjónustar sumarbústaðahverfið
í Skuggahlíð og eru framkvæmdirnar
kærkomnar fyrir allt útivistarfólk, þar
sem Seldalur er vinsælt göngusvæði
í Norðfjarðarsveit.
Senn mun rísa fyrsta íbúðarhúsið
sem byggt hefur verið á Vopnafirði
síðan 1995, en það er Mælifell ehf.
sem mun þar reisa parhús. Verkið
hófst formlega í síðustu viku með
greftri Steineyjarmanna.
Hönnuður húss er Bent Larsen
Fróðason og segir á heimasíðu
Vopnafjarðarkaupstaðar að sómi
verði að húsinu. Húsið er nyrst í
bænum og það fyrsta sem komið
er að á leið inn í bæinn. Þar segir
einnig að táknrætt sé að fyrsta hús er
ferðamaðurinn kemur að skuli vera
nýbygging – táknrænt fyrir þær sakir
að viðspyrna skuli vera orðin að sókn.
Magnús Már Þorvaldsson, upplýsinga-
og menningarmálafulltrúi á Vopna-
firði segir þennan atburð afar gleðilegan.
„Þetta er virkilega ánægjulegt. Það er
að fjölga hjá okkur og þörf fyrir nýju
húsnæði á markaðinn. Hér stefnir allt
hægt og bítandi í rétta átt.“
Suðurverk hf. byrjaði um helgina
að ýta með jarðýtu frá stafni nýrra
Norðfjarðaganga.
Guðmundur Björnsson, starfsmaður
hjá Hnit, segir verkið vera að síga hægt
en örugglega af stað. „Búið er að grafa
að mestu leyti ofan af fyrirhuguðum
gangamunna Eskifjarðarmegin. Því
næst förum við í að hreinsa svæðið
og sprengingar geta vonandi hafist
snemma í október. Einnig höfum við
verið að setja upp vinnubúðirnar sem
og skrifstofueiningar.“
Fyrsta íbúðarhúsið sem rís í 18 ár
Uppgangur á Vopnafirði
„Fyrstu sprengingar geta vonandi
hafist í byrjun október“
Endurnýjun brúar í Seldal
Sá merkilegi atburður átti sér stað í Njarðvíkurrétt um helgina, að Skúli
Andrésson bóndi á Framnesi í Borgarfirði mætti þar í áttugasta skiptið í
röð. Skúli er 86 ára gamall og hefur ekki misst úr ár í réttum síðan hann
fór í sína fyrstu, sex ára gamall. Af þessu tilefni setti Andrés Björnsson
saman þessa vísu:
Ekki misst úr réttum í 80 ár
Skúli Andrésson var heiðraður í Njarðvíkurrétt um helgina
Skúli Andrésson í Njarðvíkurrétt. Ljósm. Andrés Skúlason.
Nú skal hylla hraustan mann
sem hljóp um fyrir löngu.
Í áratugi átta hann
ekki misst úr göngu.
Satt við segjum þessu frá
svona er vert að frétta.
Oft menn segja eflaust jjjá
af minni ástæðu en þetta.
Kveðja frá réttarvinum
Það er kunnara en frá þurfi að segja að kommúnistar
eru nánast horfnir af jarðríki. Þessi göfuga hugsjón
eignaðist foringja, sem fóru sem logi um akur land úr
landi og drápu alla þá sem ekki voru kommúnistar.
Auðvitað átti þetta að fjölga kommúni- stum, en það
gagnstæða gerðist, þeir hurfu nánast alveg.
Sama leikinn lék þjóðernissinninn Hitler, þegar hann
ætlaði að bjarga heiminum. Útkoman var sú að engin
kenning er jafn illa ræmd og nasisminn
1. Fagrar trúarkenningar hafa líka fengið að kenna á
þessu, ekki síst kristindómurinn. Þar hafa alltaf verið til einstaklingar, sem
vilja útrýma fólki sem ekki játar sama sið. Einn þeirra heitir
Anders Behring Breivik. Förum ekki nánar út í það.
Múhammeðstrú er sjálfsagt ágætur siður, hef ekki kynnt mér hann til
hlítar. Það ofbeldi sem sumir af leiðtogum þeirrar trúar, hlýtur þó að draga
úr útbreiðslu hennar.
Margir hafa talað um „vorið í Austurlöndum nær“ og vænst aukins lýðræðis
í kjölfar byltinga í Túnis, Egyptalandi og Libýu. Fólk áttar sig ekki á því að
í öllum þessum löndum beittu uppreisnarmenn skefjalausu ofbeldi, sem nú
kemur í bakið á því. Þessi lönd eru að mínu viti ekki á leið til lýðræðis í dag,
öðru nær. Hvað við tekur í Sýrlandi að lokinni borgarastyrjöld veit enginn.
Það eitt er víst að vopnaður sigur er oftar en ekki siðferðilegur ósigur, og
„engin vopnaþjóð er að vísu frjáls
og að vanda sker hún sig fyrr á háls
en óvin sinn.“(Þ.Vald).
Sigurjón Bjarnason
Þungir þankar (69)
Byltingar éta börnin sín
Sláturfélag Austurlands hefur verið
tekið til gjaldþrotaskipta en það rak
bæði kjötvinnslu og kjöt- og fiskbúð á
Egilsstöðum undir vörumerkinu Snæ-
fell sem opnuð var í maí síðastliðnum.
Sláturfélagið var stofnað árið 2001
en það var samvinnufélag bænda á
Austurlandi.
Á fréttavef ruv.is segir að íbúar á
Egilsstöðum undrist lokun búðarinnar
en þar virtist vera mikil velta. Samkvæmt
heimildum fréttastofunnar munu
meðal annars óhagstæð innkaup
og léleg nýting hráefnis hafa orðið
fyrirtækinu að falli.
Þar segir einnig að stjórn slátur-
félagsins hafi látið gera óháða úttekt
á rekstrinum og samkvæmt henni
þurfti 10-15 milljónir króna til að
halda áfram rekstri. Þegar ljóst varð
að það fjármagn fengist ekki ákvað
stjórnin að setja félagið í þrot. Vonast
er til að eignir dugi langleiðina upp
í kröfur.
Sláturfélag Austurlands
gjaldþrota