Austurglugginn - 04.10.2013, Page 15
AUSTUR · GLUGGINN Föstudagur 4. október 15
Fljótsdalshérað, Höttur og UÍA
taka saman þátt í Hreyfiviku (Move
week) annað árið í röð, vikuna 7.-
13. október. Hreyfivikan er árleg
Evrópsk herferð sem hefur það að
markmiði að kynna kosti þess að taka
virkan þátt í hreyfingu og íþróttum
reglulega. Vikan var fyrst haldin í
fyrra og einstaklingar, stofnanir og
borgir um alla Evrópu tóku þá þátt. Á
Íslandi voru haldnir um 30 viðburðir
um allt land og þátttakendur skiptu
hundruðum.
ISCA (International Sport and
Culture Association) stendur fyrir
vikunni og meginmarkmiðið er að
efla samstarf ólíkra hópa með það að
markmiði að auka þátttöku almennings
í hreyfingu og íþróttum. Á Íslandi
er það Ungmennafélag Íslands sem
heldur utan um viðburðinn.
Framtíðarsýnin er sú að 100 milljónir
fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í
hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020.
Snýst um að fá sem flesta til þess
að hreyfa sig
Í fyrra tók Fljótsdalshérað þátt í
Hreyfiviku í fyrsta sinn, í samvinnu við
Hött. Það sama er upp á teningnum
í ár, nú með stuðningi UÍA og enn
fleiri samtaka og hópa. Sandra María
Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri UÍA
hefur í nægu að snúast í tengslum
við verkefnið en UÍA hefur stutt
verkefnið í gegnum vinnu er varðar
upplýsingagjöf til hreyfingarinnar
erlendis.
„Með vikunni viljum við vekja
athygli á kostum þess að taka virkan
þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega
og óskum eftir þátttöku sem flestra.
Viðburðirnir þurfa ekki að vera nýir,
stórir eða flóknir – alveg eins er hægt
að draga fram í dagsljósið sem er í
gangi hjá hverjum og einum meðan
á vikunni stendur. Í fyrra var Höttur
með opna viku og bauð öllum sem
vildu kynna sér starf deilda félagsins.
Íþróttamiðstöðin bauð frítt í sund
einn daginn og árlegt Péturshlaup
fór fram svo eitthvað sé nefnt. Málið
snýst um að gera það sem er í boði á
sviði hreyfingar- og íþrótta aðgengilegt
til þess að fá fólk af stað til þess að
hreyfa sig og hvetja til virkar þátttöku
í hreyfingu og íþróttum reglulega.“
Samfélagið vinnur saman
Þeir Davíð Þór Sigurðarson, for-
maður Hattar, og Óðinn Gunnar
Óðinsson, atvinnu-, menningar- og
íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs, hafa
stýrt verkefninu. Verkefnið á
Fljótsdalshéraði hefur verið tilnefnt sem
eitt af níu áhugaverðustu verkefnum
í Evrópu.
„Það sem þykir svo sérstakt og
áhugavert við okkar verkefni er að heilt
samfélag vinnur að hreyfivikunni í
sameiningu, þ.e. sveitarfélagið, skólar,
íþróttafélög og jafnvel verslanir. Verkefnið
okkar verður því nýtt sem gott fordæmi
fyrir aðrar þjóðir.
ISCA hefur boðið okkur að senda
eina manneskju út til Barcelona til
að taka þátt í ráðstefnu ISCA sem
verður haldin 16. – 19. október og
kynna verkefnið. Eftir þá kynningu
mun afhending verðlauna eiga sér stað
af hálfu ISCA og verður spennandi að
sjá hvort að útfærsla hreyfivikunnar á
Fljótsdalshéraði verði fyrir valinu. Þetta
er bara mikill heiður fyrir sveitarfélagið
og þau samtök sem starfa og stuðla
að skipulögðu starfi á svæðinu að
fá svona eftirtekt.“ segir Davíð Þór
Sigurðarson, formaður Hattar.
Dagskráin í ár verður mjög góð að
sögn Davíðs, en fleiri aðilar og samtök
taka þátt í viðburðum sem munu standa
yfir í vikunni. Íþróttaálfurinn heimsækir
Fljótsdalshérað á laugardeginum og
tekur nokkrar æfingar með börnum
og fullorðnum. Dagskráin mun verða
send inn á öll heimili á Fljótsdalshéraði
síðar í vikunni og hægt er að fylgjast
nánar með á heimasíðu Fljótsdalshéraðs
og Hattar.
Verkefnið tilnefnt til verðlauna
Fljótsdalshérað, Höttur og UÍA taka þátt í Hreyfiviku
Sandra María Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÚÍA býr sig undir Hreyfivikuna.
Lonneke van Gastel opnaði sjúkraþjálfunarstöðina Heilsuleiðir ehf. í Níunni
á Egilsstöðum í síðustu viku.
Til að byrja með verður boðið upp á almenna sjúkraþjálfun, barnasjúkraþjálfun
og ungbarnanudd en stefnt er á að fá fleiri greinar heilbrigðisþjónustu til
samstarfs í framtíðinni.
Lonneke, sem er eigandi og framkvæmdastjóri Heilsuleiða, er sjúkraþjálfari
og sérfræðingur í barnasjúkraþjálfun. Hún hefur unnið hjá Heilbrigðisstofnun
Austurlands frá árinu 2007 við almenna sjúkraþjálfun og barnasjúkraþjálfun
en í þeirri grein er hún eini sérfræðingurinn á Austurlandi. Þá hefur hún unnið
með sjúklinga með gigtar- og taugasjúkdóma og unnið við endurhæfingu
hjartasjúklinga og hreyfihamlaðra.
Langar að stofna bakskóla
Lonneke hefur mikla reynslu í meðferð á bak-, háls- og stoðkerfisvandamálum
og hefur í hyggju að stofna bakskóla.
,,Hópurinn er stór sem á við bakvandamál að stríða. Bakvandamálin eru
komin til vegna þess að fólk vinnur ekki rétt, til dæmis lyftir of þungu eða
situr ekki rétt,“ segir Lonneke.
Lonneke segir að fólk viti almennt ekki nóg um afleiðingar þess á bak og
brjósk ef það beitir sér vitlaust. ,,Fólk þarf fræðslu og leiðbeiningar um hvað
getur gerst og hvað það getur gert sjálft til þess að forðast bakvandamál.
Alltaf yrði kennt í hópum í bakskólanum, það er gott að fólk hafi stuðning
hvert frá öðru. Um er að ræða þrjá til fimm tíma. Fyrsti tíminn færi í fræðslu
um bakið, annar í kennslu á réttum vinnustellingum, sá þriðji í æfingar og
ráðleggingar varðandi íþróttir og tveir síðustu tímarnir í eftirfylgni.“
Tímapantanir eða nánari upplýsingar er hægt að fá gegnum netfangið
lonneke@heilsuleidir.is, í síma 5711917 eða á heimasíðunni heilsuleidir.is
Sjúkraþjálfunin Heilsuleiðir opnar á Egilsstöðum
Lonneke van Gastel á opnun Heilsuleiða. Ljósm. Austurfrétt/Gunnar.