Austurglugginn


Austurglugginn - 09.10.2009, Side 7

Austurglugginn - 09.10.2009, Side 7
 Föstudagur 9. október AUSTUR · GLUGGINN 7 Hver urðu viðbrögðin við fréttinni um Ávaxtasultuverksmiðjuna? Hvað heldur Konni maríubjalla um dularfulla hlutinn í horninu? Hvers vegna varð húð Möttu hvít? Hvað finnst þér að skordýrin ættu að gera núna? Værir þú á fréttastofunni, hvernig hefðir þú komið í veg fyrir rifrildið milli Möttu og Magga margfætlu? Endurskrifaðu þann part sögunnar og bættu þér inn sem sögupersónu. Finnst þér Matta vera frekjudós og yfirgangsseggur? Haltu fund í bekknum þínum um hvernig á að bregðast við fólki sem hagar sér þannig. Búðu til plakat til að hengja upp í skólastofunni með ,,Frekjudósir bannaðar.“ Skordýraveröldin: Í sögunni finnum við út að Kata könguló er ekki skordýr. Hvaða aðrar sögupersónur eru ekki heldur skordýr? Hver eru fjögur megineinkenni skordýra? Fréttablað: Finnst þér að fréttablað ætti bæði að fjalla um slæmar og góðar fréttir? Hvort eru fleiri slæmar eða góðar fréttir og greinar í Austurglugganum í dag? nc. Í tilefni af átaki Sameinuðu þjóðanna um læsi birtir Austurglugginn framhaldssögu fyrir börn um Jónsa fréttaritara í átta hlutum. Kaflarnir birtast einu sinni í viku. Sagan er gefin út af alþjóðasamtökum blaðaútgefenda (WAN). Sagan fjallar um ævintýri Jónsa fréttaritara í heimi skordýranna. Hópur skordýra kemst á snoðir um að heimkynni þeirra í lystigarði í borg nokkurri eru í hættu og ákveða að hefja útgáfu fréttablaðs, ,,Flugunnar á veggnum,“ til að upplýsa aðra um þá vá sem vofir yfir. Spurningar og verkefni: Birna Pétursdóttir er að verða tuttugu og eins árs og hóf í september nám við Rose Bruford leiklist- arskólann í Sidcup í Lundúnum. Skólinn er einn af fremstu leiklistarskólum Evrópu og býður upp á nám í öllum greinum leiklistar. Birna hóf eins og fleiri leikferil sinn hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, en þar í gegn hafa komið afar góð leikaraefni seinni árin. Má þar nefna Halldóru Malen Pétursdóttur, Pétur Ármannsson, Unnar Geir Unnarsson, Stefán Benediktsson og Sigríði Eir Zophoníasardóttur. Fleira hæfileikafólk hefur stigið sín fyrstu skref í listinni með leikfélaginu, svo sem Sigríður Lára Sigurjónsdóttir tónskáld og Vígþór Sjafnar Zophoníasson og Erla Dóra Vogler sem eru í söngnámi. Fleiri af Fljótsdalshéraði stefna á leiklistina. Birna segist eins og fleira ungt fólk á Héraði eiga Leikfélagi Fljótsdalshéraðs mikið að launa. Börnum og ungmennum hafi alltaf verið leyft að taka þátt í uppfærslum og félagið hafi komið fram við ungviðið eins og hlý fjölskylda. Leikhúsið minn staður ,,Ég man að ég fór á Galdrakarlinn í Oz hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Margrét Stefánsdóttir, sem var þá alltaf að passa mig og er vinkona mín í dag lék Dorotheu,“ segir Birna yfir kaffibolla á fallegum haustmorgni. ,,Eitthvað gerðist innra með mér og upp frá því var leik- húsið minn staður. Ég fór á margar uppsetningar leikfélagsins með foreldrum mínum og fékk eitt sinn að fara á bak við með Höllu Eiríksdóttur. Ég fékk að tala við leikarana, man að ég sá einn kall á tippinu og mér fannst allt svo frjálslegt og æðislegt. Svo suðaði ég í pabba mínum þangað til hann kom mér inn í leikfélagið og þá var ég svona 10 eða 11 ára. Ég fékk að hjálpa til við að sauma leiktjöld, gera ,,propsið“ og aðstoða. Ég fór á samlestra og fékk smáhlutverk og eftir því sem árin liðu urðu þau veigameiri. Leikhúsið varð smám saman mín mesta ástríða. Ég hef aldrei ætlað að gera annað en vera í leikhúsi og á ekki von á að það breytist.“ Birna varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri sl. vor. Hún valdi skólann gagngert vegna öflugs leiklistarlífs og vatt sér í það og félagsstarfið af fullum krafti. Hún komst þó fljótlega að því að námið var full vinna og þurfti að skipuleggja sig vandlega til að geta sinnt öllum hugðarefnum sínum. Meðal annars tók hún þátt í Draumi á Jónsmessunótt og Wake me up-söngleiknum sem var settur upp fyrir norðan en þar fékk Birna aðalhlutverkið. ,,Eitthvað gerðist innra með mér og upp frá því var leikhúsið minn staður“ Þar sem allt í menningu okkar bland- ast saman ,,Leikhúsið varð smám saman mín mesta ástríða.“ Mynd/SÁ

x

Austurglugginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.