Austurglugginn - 09.10.2009, Side 9
Föstudagur 9. október AUSTUR · GLUGGINN 9
Hart hefur verið deilt í meira en tvo
áratugi um samgöngubætur í formi
jarðganga á landsbyggðinni til að stytta
vegalengdirnar á milli litlu sjávarþorp-
anna og auðvelda heimamönnum að
sækja vinnu í næsta kauptún á sem
stystum tíma. Hvort sem búið er úti
á landi eða á höfuðborgarsvæðinu
koma samgöngubætur öllum lands-
mönnum við. Í umræðu um byggða-
mál og leiðir til að sporna við stöðugri
fólksfækkun á landsbyggðinni hefur
áhersla á byggðakjarna utan höfuð-
borgarsvæðisins farið vaxandi.
Samþykkt var á Alþingi í mars 2007
samgönguáætlun sem átti að gilda til
2010. Á þessum fjórum árum
átti að verja um 109 millj-
örðum króna til verkefna á
sviði samgöngumála. Stærsti
hluti fjármagnsins, um 98
milljarðar króna átti að fara
til vegaframkvæmda án þess
að þáverandi samgönguráð-
herra, Sturla Böðvarsson,
hefði lofað Djúpavogsbúum
að heilsársvegur um Öxi væri á dag-
skrá. Eftir kosningarnar 2007 tóku
þeir gleði sína þegar þingmaður
Siglfirðinga í samgönguráðuneytinu
lofaði því að þessi vegur yrði lagður
upp úr Berufirði yfir þetta svæði í 530
m hæð sem verður alltaf snjóþungt og
illviðrasamt á veturna. Margir flutn-
ingabílstjórar sem telja slysahættuna
á þessari leið alltof mikla vilja frekar
skoða möguleika á neðansjávargöngum
undir Berufjörð. Vegna slysahættunnar
sem vonlaust er að losna við í Hvalnes-
og Þvottárskriðum hníga nú öll rök
að því að Lónsheiðargöng verði efst á
blaði. Þá verða heilsárssamgöngur milli
Hornafjarðar og Djúpavogs örugg-
ari. Með tilkomu neðansjávarganga
undir Berufjörð, auk styttri vegganga
sem leysa af hólmi hættulegan veg
í Kambaskriðum, yrðu Djúpivogur,
Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður eitt
atvinnusvæði. Milli Hornafjarðar og
Suðurfjarðanna hverfa þá tvær slysa-
gildrur sem eru Hvalnes- Þvottár- og
Kambaskriður þegar vetrarsamgöngur
verða öruggari.
Með gerð jarðganga undir Lónsheiði,
sem brýnt er að ráðast í eftir fimm til
sex ár, verður stigið fyrsta skrefið til
að losna við hætturnar á grjóthruni,
aurskriðum og snjóflóðum. Reynslan
af gerð jarðganga sannar að hér er
um að ræða varanlega lausn í vega-
gerð sem leysir af hólmi hættulegar
brekkur í meira en 14% halla og vegi
í 500 til 600 m hæð á snjóþungum
svæðum. Sjálfgefið verður það ekki
að Vegagerðin geti tryggt að vel upp-
byggður vegur um Öxi sem er alltof
illviðrasöm verði öruggur fyrir 6 til
10 metra háum snjóþyngslum í þess-
ari hæð yfir sjávarmáli. Útilokað er að
Vegagerðin geti tryggt að þessi vegur
standist stórhertar nútímaöryggis-
kröfur ESB. Á Djúpavogi og víðar á
Suðurfjörðunum týna stuðningsmenn
Axarvegar tölunni í hörðum deilum
við andstæðinga sína sem spurt hafa
hvort þessi vegur verði nú afskrifaður
næstu áratugina. Á illviðrasömum
svæðum þar sem hæð snjóþyngsla
getur farið yfir 8 metra eiga
heilsársvegir ekki heima.
Nærri 800 milljóna króna
tap sem varð á vetrarþjón-
ustu Vegagerðarinnar á síð-
asta ári vakti litla hrifningu
fjárveitingavaldsins þegar
ákveðið var að hætta snjó-
mokstrum á svonefndum
G vegum á Vestfjörðum,
Norður- og Austurlandi.
Hægt er að stíga fyrsta skrefið til að rjúfa
einangrun Fjórðungssjúkrahússins
við Suðurfirðina með því að grafa
neðansjávargöng undir Berufjörð
að loknum framkvæmdum við fyr-
irhuguð Norðfjarðargöng þótt meira
vanti upp á. Þarna myndu neðansjáv-
argöngin stytta vegalengdina um 30
km. Án vegganga inn í Stöðvarfjörð
sem ein og sér stytta vegalengdina
frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar
um 15 km rofnar einangrun
Fjarðarbyggðar við Suðurfirðina
aldrei að fullu. Samgöngubætur í
formi jarðganga og uppbyggðir vegir
í lítilli hæð yfir sjávarmáli sem stytta
vegalengdirnar milli sjávarþorpanna
eru ein forsendan fyrir því að heima-
menn á Austurlandi búsettir utan
Norðfjarðar fái greiðan aðgang að stóra
Fjórðungssjúkrahúsinu. Til að heima-
menn á öllu svæðinu milli Fagradals
og Hellisheiðar fái líka aðgang að heil-
brigðisþjónustunni í Neskaupsstað
þarf að skoða möguleika á jarðganga-
gerð undir Eskifjarðarheiði. Eðlilegt
er að Vopnfirðingar, Seyðfirðingar
og Borgfirðingar vilji líka réttláta
umfjöllun. Ákveðum Lónsheiðargöng
strax.
Höfundur er farandverkamaður og
áhugamaður um raunhæfar sam-
göngubætur.
Verður Axarvegur
afskrifaður?
Guðmundur Karl Jónsson skrifar
Verði ykkur að góðu.
Ég skora á Þuríði Jónsdóttur vinkonu mína og nágranna
að vera matgæðingur næsta Austurglugga
Humar í forrétt
Sósa
Ferskir ávextir í eftirrétt
Fyllt grágæs í aðalrétt
500 g humar
3 msk smjör
½ tsk karrý
½ tsk paprikuduft
½ tsk salt
½ tsk ný malaður svartur pipar
Cayenne pipar á hnífsoddi
1 g saffran
1 ½ dl hvítvín
2 ½ dl rjómi
5 dl gæsasoð
smjör og hveiti
gráðostur eftir smekk
hrútaberjasulta eftir smekk
2 ½ dl rjómi
salt og svartur pipar
púrtvín eftir smekk
S.s. jarðarber, bláber, vínber,
kiwi, melónur og fleiri ávextir
skornir niður og skipt niður í
eftirréttaskálar.
Grágæs heil
Salt og svartur pipar
6-7 sneiðar beikon
smjör
100 g sveppir
100 g sellerí
100 g laukur
6-8 skorpulausar brauðsneiðar
100 g salthnetur muldar smátt
50-100 g gráðostur
salt og svartur pipar
púrtvín
,,Á Djúpavogi og víðar á Suðurfjörðunum týna
stuðningsmenn Axarvegar tölunni í hörðum deilum
við andstæðinga sína sem spurt hafa hvort þessi
vegur verði nú afskrifaður næstu áratugina.“
Guðmundur Karl
Jónsson
Dressing:
1 eggjahvíta
½ dós sýrður rjómi.
1-2 tsk agavesýróp
1-2 tsk vanilludropar
Hákon Viðarsson
Hákon er starfsmannastjóri Síldarvinnslunnar hf. og búsettur í
Neskaupstað. Á myndinni með Hákoni er sonur hans, Hákon Huldar.
Haustlegur veislumatur fyrir fjóra
Hreinsið humarinn og klippið skel-
ina að neðanverðu. Hitið smjörið
á pönnu og steikið humarinn við
mikinn hita í 3-4 mínútur ásamt
kryddinu. Hellið hvítvíninu og
rjómanum yfir og látið suðuna
koma upp. Ef vill má þykkja sósuna
með sósuþykki. Berið fram með
hvítlauksbrauði.
Sósan bökuð upp með smjöri,
hveiti og gæsasoði. Gráðosti, hrúta-
berjasultu og rjóma bætt út í ásamt
púrtvíni. Saltað og piprað í restina.
Eggjahvítan er stífþeytt og hinu
hrært út í. Sett yfir ávextina og
geymt í kæli í smástund.
Beikon steikt á pönnu þar til það
er orðið stökkt. Sveppir, sellerí og
laukur steikt upp úr smjöri, brauðið
rifið niður og blandað saman við
á pönnunni ásamt gráðostinum.
Beikon mulið út í og salthnetum
blandað saman við. Fyllingin söltuð
og pipruð eftir smekk. Púrtvínið er
síðan notað til að bleyta aðeins í
fyllingunni áður en hún er sett inn
í gæsina og saumað fyrir. Gæsin
er síðan söltuð og pipruð og elduð
við 150°C í 75 mín. Borið fram
með gamaldags meðlæti s.s. rauð-
káli, brúnuðum kartöflum, gulum
baunum o.s.frv.