Austurglugginn - 09.10.2009, Blaðsíða 11
Föstudagur 9. október AUSTUR · GLUGGINN 11
Pétur Behrens og Marietta Maissen
á Höskuldsstöðum í Breiðdal hafa
gefið út nokkuð sérstakt kennslu-
efni og dægrastyttingu fyrir hesta-
menn. Um er að ræða raðþraut með
nýjum og glæsilegum teikningum
eftir Pétur. Hún ber nafnið ,,Tölt in
a Box.“ Teikningarnar sýna fimm
gangtegundir íslenska hestins og
er komið fyrir á átta teningum.
Myndirnar eru þrjátíu og átta alls
sem sýna jafnmörg hreyfistig.
Þjálfunartæki
og gestaþraut
Pétur segir að Marietta hafi fengið
hugmyndina að teningunum. „Tölt
in a Box“ megi nota á margvíslegan
hátt, til dæmis sem kennslu- og þjálf-
unartæki til að gera sér grein fyrir
hreyfingamynstri og fótaröðun. Líka
sem gestaþraut og dægrastyttingu og
eins til að sýna gangtegundir íslenska
hestsins. „Auk þess er „Tölt in a Box“
fallegt fyrir augað og þú getur raðað
teningunum upp á marga mismun-
andi vegu og látið hestana hlaupa á
gangtegundunum fimm eftir arin-
hillu eða eldhúsborði,“ segir Pétur.
,,Maður gæti haldið að það sé barna-
leikur að raða hreyfistigunum í rétta
röð, en svo er alls ekki. Maður er
ósköp feginn að hver gangtegund
hefur sér lit og greinargóðar útskýr-
ingar fylgja með á blaði. Bókleg
kunnátta er ekki alltaf beintengd
sjónminni og þess vegna er „Tölt
in a Box“ ágætt þjálfunartæki fyrir
hvern þann sem vill læra að þekkja
gangtegundir íslenska hestsins.“
Ekki ósjaldan höfum við heyrt landa
vora segja með nokkru stolti að við
Íslendingar séum afkomendur norænna
víkinga. Séum með víkingablóð í æðum.
Mér hefur hins vegar alltaf fundist
það fremur vafasamur heiður að vera
afkomandi sjóræningja.
Samt mun það ætíð hafa gengið svo
í sögu mannkynsins að velmegun
sem orsakaði fólksfjölgun á vissum
svæðum leiddi af sér einhvers konar
útrás, því offjölgun íbúa, leiddi af sér
að löndin gátu ekki brauðfætt aukinn
mannfjölda. Þá gerðu menn útrás eða
lögðust í víking. Stundum voru menn
svo ljónheppnir að finna ónumin lönd
eins og gerðist einmitt hér í Norður-
Atlantshafinu fyrir meira
en1100 árum. Þá var vík-
ingaöld hin fyrri.
Með þessar sögulegu stað-
reyndir í huga er það ekk-
ert undrunarefni þó fjöld-
inn allur af fólki trúi því að
hervarnir séu nauðsyn. Samt
hef ég ekki trú á því að meiri-
hluti Íslendinga hafi nokkurn tímann
trúað því að varnarliðið svonefnda gerði
tilveru okkar mikið tryggari heldur
en herleysi. Hitt vissum við flest að
vinnan hjá erlendu herliði kippti okkur
í einu vetfangi úr sárri fátækt til bjarg-
álna fyrir bráðum 70 árum og flest ár
síðan hafa gjaldeyristekjur okkar að
drjúgum hluta komið fyrir þjónustu
við erlendan her.
Fyrir mörgum okkar munu því hag-
kvæmnisjónarmið hafa vegið þungt,
þegar afstaða var tekin í þessum við-
kvæmu málum.
Það mun ekki vera óal-
gengt að 5-10 % ríkisút-
gjalda grannþjóða okkar
fari til varnarmála. Á
sama tíma hefur álíka hlutfall af gjald-
eyristekjum okkar komið frá þjónustu
við erlendan her sem þó átti að vera til
að vernda okkur.
Er ekki best að gera sér hispurslaust
grein fyrir því að þessi ,,svikagróði”
hefur nú allur sogast út úr höndunum
á okkur. Fyrst fór herinn og þá hófst
víkingaöld hin síðari þegar víkingar
hermangsins fóru að láta gróðann
margfalda sig í útlöndum. Þannig fauk
hernámsgróðinn og margt fleira, þar á
meðal orðstýr okkar.
Ég held við ættum samt ekkert að vera
að væla út af því. Reyna heldur að
halda haus og endurheimta sjálfsvirð-
inguna.
Það eru gömul sannindi að ,,illur fengur
illa forgengur.”
Nú eru komnir nýir tímar. Víkingaöld
hin síðari er líka liðin. Við stóðum
flest við bakið á þeim í lengstu lög og
verðum að súpa seyðið af því.
En það er í miklu víðara samhengi sem
ég segi að komnir séu nýir tímar. Það
sem gerir þessa nýju öld ólíka öllum
þeim sem fyrr hafa runnið, er að nú er
ekki nein líffræðileg nauðsyn að þjóð-
irnar útrými hver annarri til þess að
tryggja tilveru sína. Það hefur sem
sé sannað sig að um leið og afkoma
hverrar þjóðar batnar dregur úr við-
komunni þannig að fólksfjölgun hægir
á sér eða stöðvast. Þá er ekki lengur
lífsnauðsyn að vinna lönd af öðrum til
þess að lifa af. Auðvitað er mörgum
stórum spurningum ósvarað. Er það
úrkynjun? Látum aðra um að svara
því.
Þótt vígaferli forfeðra okkar, víking-
anna, væru grimmúðug og
miskunnarlaus þá voru þau
ekki með öllu ástæðulaus og
ekki heldur með öllu siðlaus.
Það var ekki hetjuskapur að
vega menn úr launsátri. Það
er ekki hetjulegt það tiltæki
þeirra, sem telja sig vera að
halda uppi vörnum fyrir frelsi
og lýðræði, að senda mann-
lausar flugvélar inn yfir fjarlæg lönd
og gera þar árásir undir því yfirskini að
þannig drepi þeir nákvæmlega bara þá
sem réttdræpir eru. Sjaldan er spurt um
dóma, og nú er aftur farið að úða eitri
yfir akra í Asíulöndum. Ekki lýsir það
miklum hetjuskap, en nóg um það.
Flestar þjóðir eru enn hraunfastar í
þeirri sjálfsblekkingu að hervarnir
og hernaðarmáttur gefi öryggi. Við
Íslendingar höfum hins vegar áþekka
afstöðu til stríðsmenningar og Góði
dátinn Svejk forðum. Eða eins og höf-
undur Gerplu. Við sjáum gjarnan það
grátbroslega við stríðsleikina. Þess
vegna trúi ég að við eigum heilmikla
möguleika svona um það bil sem við
komum fyrir okkur fótunum.
Allt mannkynið á tvo sameiginlega
óvini, þar sem er mengun umhverf-
isins og hernaðarhyggja og stríðsund-
irbúningur.
Þess vegna held ég, þrátt fyrir öll asna-
strik Íslendinga, að við eigum heilmikið
erindi við grannþjóðir okkar. Ekki til
þess að láta okkur hverfa í þjóðahafið,
heldur með því að undirstrika sérstöðu
okkar sem aðrir geti lært af. Við erum
ekki fastir í hefðum stríðsmenningar
og ættum að geta sýnt frumkvæði og
tekið á okkur nokkrar kvaðir í þágu
afeitrunar bæði andrúmsloftsins og
hugarfarsins.
Að leggja Varnarmálastofnun niður
er ánægjulegt fyrsta skref. Látum fleiri
fylgja á eftir.
Smávegis þenkingar
um víkingablóð
Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti skrifar:
,,Flestar þjóðir eru enn hraun-
fastar í þeirri sjálfsblekkingu
að hervarnir og hernaðar-
máttur gefi öryggi.“
Sævar
Sigbjarnarson
Fótbolti
Lokahóf KFF -
viðurkenningar
Í septemberlok valdi Knattspyrnu-
félag Fjarðabyggðar leikmenn
ársins í karla- og kvennaflokki
í lokahófi sínu. Bestur hjá körl-
unum var valinn Jóhann Ragnar
Benediktsson og Daníel Freyr
Guðmundsson var valinn efnileg-
astur. Best hjá konunum var valin
Ásta Kristín Guðmundsdóttir og
Guðrún Svanhvít Sigurðardóttir
var valin efnilegust. Sérstök heið-
ursverðlaun voru afhent Stefáni
Bjarnasyni fyrir góðan stuðn-
ing og gott starf fyrir KFF.
Stuðningsmannaklúbburinn
Elítan veitti einnig verðlaun fyrir
bestu fagnaðarlætin sl. sumar og
var það Grétar Örn Ómarsson sem
hlaut þau.
Kennsluefni og dægrastytting fyrir hestamenn
Gangtegundir í raðþraut
Hestar og menn / fylgiblað VG, sept.´09
Þróttarstúlkur tóku sl. laugardag á
móti Fylki í fyrsta blakleik vetrarins.
Þróttur byrjaði vel og vann fyrstu
tvær hrinurnar 25-21 og 25-16. Þá
fóru Fylkisstúlkur að taka á móti og
sigruðu næstu þrjár hrinur 21-25,
21-25 og 13-15. Þróttarstelpurnar
lentu m.a. undir 0 - 10 í fjórðu hrin-
unni en náðu að koma sér af stað en
það var einfaldlega of seint að byrja
að spila í þeirri stöðu og því lutu þær
í lægra haldi.
Lið Þróttar er aðeins breytt frá síð-
ustu leiktíð. Kristín Salín uppspil-
ari er farin í HK og því kom það
í hlut Miglenu og Sylvíu Kolbrár
að spila og var Sylvía að spila sinn
fyrsta leik sem uppspilari og stóð hún
sig ágætlega. Lið Þróttar er ungt og
efnilegt og gaman að fylgjast með
því spila. Stigahæst í liði Þróttar
var Helena Kristín en hún skoraði
13 stig úr sókn, 3 úr blokk og 2 úr
uppgjöf. Miglena kom næst með 7
stig úr sókn, 1 fyrir blokk og 4 fyrir
uppgjafir.
Á þingi BLÍ sl. vor var ákveðið að
hætta að gefa stig fyrir unna hrinu og
því fær Þróttur ekkert stig úr þessari
viðureign en Fylkir fær 3 stig.
Næsti leikur Þróttar er 17. október en
þá taka blakstúlkur á móti HK.
Blak
Þróttur laut í lægra
haldi fyrir Fylki
Fótbolti
Bestu leikmenn
Hugins
Meistaraflokkur Hugins á Seyðisfirði
valdi um miðjan september besta,
efnilegasta og markahæsta leikmann
tímabilsins. Friðjón Gunnlaugsson
var markahæstur og skoraði hann
sex mörk í sumar. Besti leikmað-
urinn var valinn Marjan Ratkovic
og efnilegasti leikmaðurinn Rúnar
Freyr Þórhallsson.