Austurglugginn


Austurglugginn - 11.11.2021, Blaðsíða 9

Austurglugginn - 11.11.2021, Blaðsíða 9
 AUSTUR · GLUGGINN Fimmtudagur 11. nóvember 9 Jól 2021 Rauði krossinn, Þjóðkirkjan, AFL starfsgreinafélag, Lionsklúbburinn Múli og Lionsklúbburinn á Seyðisfirði hafa síðustu ár látið fé af hendi rakna í jólasjóð sem starfræktur er í samvinnu við Félagsþjónustu Múlaþings. Markmið Jólasjóðsins er að styrkja fjölskyldur og einstaklinga á Fljótsdalshéraði, Borgarfirði, Seyðisfirði, Vopnafirði og Djúpavogi sem búa við þröngan kost og létta þannig undir fyrir jólahátíðina. Hægt er að sækja um í sjóðinn með því að hafa samband við Aðalheiði Árnadóttur, adalheidur.arnadottir@mulathing.is. Ef einhverjir vilja koma áleiðis ábendingum varðandi þá sem gætu þurft á aðstoðinni að halda má hafa samband á sama netfang eða leita til þeirra sem að sjóðnum standa. Einnig hefur styrkjum í sjóðinn verið safnað frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikning 0175-15-380606 kt. 530505-0570 en söfnunarreikningurinn er í nafni Safnaðarsamlags Egilsstaðaprestakalls (ekki er tekið við gjöfum eða mat). Þeim sem styrkt hafa sjóðinn síðustu ár, þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Nánari upplýsingar veita Guðný Anna hjá Múlasýsludeild Rauða krossins, í síma 863 3692 eða á gudnyanna@redcross.is og Aðalheiður hjá Félagsþjónustu Múlaþings, í síma 4700 700 eða adalheidur.arnadottir@mulathing.is Seyðisfjarðar Atvinnulífið á Austurlandi byggir á drífandi og öflugu starfsfólki. AFL Starfsgreina félag er verkalýðsfélagið á Austurlandi. www.asa.is AFL til góðra verka!

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.