Austurglugginn


Austurglugginn - 11.11.2021, Blaðsíða 3

Austurglugginn - 11.11.2021, Blaðsíða 3
Fréttir frá Fjarðaáli Ábyrgðarmaður: Dagmar Ýr Stefánsdóttir Þann 3. nóvember var því fagnað hjá Fjarðaáli að fimm ár eru síðan móðurfélagið, Alcoa Inc., skiptist upp í tvö fyrirtæki og til urðu annars vegar Arconic og hins vegar Alcoa Corporation. Nú starfa um 14.000 manns hjá Alcoa Corporation í tíu löndum. Tímamótunum var fagnað á alþjóðlegum fjarfundi með forstjóra fyrirtækisins, Roy Harvey og öðrum stjórnendum þess þar sem kynnt var vinna sem hefur verið í gangi hjá fyrirtækinu til að skilgreina tilgang þess og framtíðarsýn. Þá var einnig bætt við einu gildi við þau þrjú sem fyrirtækið hefur starfað samkvæmt síðastliðin fimm ár. Skilgreining á tilgangi Alcoa hverfist um að horfa til framtíðar en um leið fagna þeim stoðum sem fyrirtækið byggir á og minnast þess frumkvöðlastarfs sem átt hefur sér stað hjá fyrirtækinu. Alcoa var eitt fyrsta álfyrirtækið í heiminum þar sem stofnandi þess, Charles Hall, ásamt systur sinni, Juliu fann upp rafgreiningarferlið sem enn er notað í dag til þess að framleiða ál. Á íslensku hljómar hinn nýi tilgangur Alcoa svo: Nýtum tækifærin til að ná árangri. Í myndbandi sem gefið var út í tilefni af þessari tilkynningu og má finna á Youtube er nánar skýrt hvað býr að baki þessum nýja tilgangi en í því segir: „Saga okkar hófst á hugmynd um möguleika. Með nýsköpun og atorkusemi komum við á fót nýjum iðnaði og breyttum um leið því hvernig við lifum, byggjum og ferðumst. Nú þurfum við að feta ótroðnar slóðir og fullkomna framleiðsluferlin. Við erum þó enn drifin áfram af sama kraftinum. Við stöndum fast á þeim grunni sem skilgreinir okkur; heilindi, umhyggja, árangur og hugrekki eru okkar aðalsmerki. Ásetningur okkar er hafinn yfir allan vafa. Þegar við beislum sköpunarkraftinn sem við búum yfir getum við í sameiningu breytt heiminum. Af því að við breytum hugmyndum í nýsköpun. Hinu ómögulega í raunveruleika. „Hvað ef“ verður „þetta hér“. Við erum Alcoa. Við nýtum tækifærin til að ná árangri.“ Þá snýst framtíðarsýn fyrir- tækisins um það að Alcoa láti til sín taka í þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir og leggi sitt á vogarskálarnar til að stuðla að breyttri heimsmynd og vinna gegn hlýnun jarðar. Framtíðarsýn Alcoa er: Leitum nýrra leiða í áliðnaði með sjálfbæra framtíð að leiðarljósi. Nú þegar hefur fyrirtækið gefið út að það ætlar að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og kynnt hafa verið til sögunnar verkefni sem munu eiga stærstan þátt í að ná því markmiði. Þar á meðal er ný tækni sem verið er að þróa í samstarfi við Rio Tinto og kallast ElysisTM en með henni verður framleiðsluferli áls breytt þannig að í því felst engin losun koltvísýrings. Í þessu felast stórkostleg tækifæri. Í þriðja lagi var á þessum afmælisfundi kynnt til sögunnar nýtt gildi fyrirtækisins. Fyrir störfuðum við eftir gildunum heilindi, árangur og umhyggja og nú bætist hugrekki í hópinn. Í því felst m.a. að fyrirtækið fagni tækifærum til að enduruppgötva eitthvað sem áður hefur verið gert og ögra óbreyttu ástandi. Mikið var um dýrðir í matsal Fjarðaáls þennan dag, þar sem boðið var upp á veislumat og afmælisköku til að fagna afmælinu. Þá tóku starfsmenn vel í skilaboðin sem komu frá móðurfélaginu og smellt var myndum af nokkrum einstaklingum með nýju einkunnarorðin í forgrunni Afmælisfögnuður hjá Alcoa

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.