Austurglugginn


Austurglugginn - 07.08.2015, Page 8

Austurglugginn - 07.08.2015, Page 8
8 Föstudagur 7. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Samkvæmt venju fór fjölskylduhá- tíðin Neistaflug fram í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir allt hafa gengið vel og er ánægð með helgina. „Stemmingin var mjög góð. Það skemmtu sér allir vel, hvort sem það var á daginn eða á kvöldin. Það er erfitt að velja einn hápunkt, en fyrir mér er hátíðin einn stór hápunktur ferðalags sem unnið hefur verið að í marga mánuði. Viðburðirnir voru hver öðrum betri, en það verður þó að viðurkennast að það var ómetanlegt að fylgjast með fólkinu í brekkunni þegar Gunni (Gunnar Helgason) kom á sjúkrabílnum á varðeldinn á sunnudagskvöldinu, eftir að hafa boðað forföll um helgina vegna veikinda. Það er eiginlega ótrúlegt að hann skuli hafa lagt þetta ferðalag á sig til að koma og sjá okkur örlítið þessa helgi, það var virkilega gaman að sjá hann. Mig langar að nýta tækifærið og þakka öllum sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt, öllum styrkt- araðilum og bæjarbúum að leggja hátíðinni lið. Við í nefndinni erum virkilega þakklát.“ KBS Ljósm: Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir Neistaflug „Fyrir mér er hátíðin einn stór hápunktur“

x

Austurglugginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.