Austurglugginn


Austurglugginn - 07.08.2015, Blaðsíða 8

Austurglugginn - 07.08.2015, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 7. ágúst AUSTUR · GLUGGINN Samkvæmt venju fór fjölskylduhá- tíðin Neistaflug fram í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir allt hafa gengið vel og er ánægð með helgina. „Stemmingin var mjög góð. Það skemmtu sér allir vel, hvort sem það var á daginn eða á kvöldin. Það er erfitt að velja einn hápunkt, en fyrir mér er hátíðin einn stór hápunktur ferðalags sem unnið hefur verið að í marga mánuði. Viðburðirnir voru hver öðrum betri, en það verður þó að viðurkennast að það var ómetanlegt að fylgjast með fólkinu í brekkunni þegar Gunni (Gunnar Helgason) kom á sjúkrabílnum á varðeldinn á sunnudagskvöldinu, eftir að hafa boðað forföll um helgina vegna veikinda. Það er eiginlega ótrúlegt að hann skuli hafa lagt þetta ferðalag á sig til að koma og sjá okkur örlítið þessa helgi, það var virkilega gaman að sjá hann. Mig langar að nýta tækifærið og þakka öllum sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt, öllum styrkt- araðilum og bæjarbúum að leggja hátíðinni lið. Við í nefndinni erum virkilega þakklát.“ KBS Ljósm: Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir Neistaflug „Fyrir mér er hátíðin einn stór hápunktur“

x

Austurglugginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurglugginn
https://timarit.is/publication/1687

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.