Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 5
FORMÁLI.
Það er hvotki rúm né ástæða til að hafa lang-
an formála fy'rir bók þessari. Ætlun mín með þessu
safni íslenzkra kimnisagna, er að leggja grund-
völlinn að því, að bæta úr þeirri vöntun í íslenzk-
um bókmenntum. að eiga slíkar sagnir í sérstök-
um ritum. Meðal erlendra menningarþjóða tíðkast
þetta allsstaðar, og eru slík rit jafnan vinsæl hjá
almenningi.
Ógrynnin öll af ritverkum hafa verið skrifuð um
fyndni, og þau hugtök, sem henni eru skyldust,
frá heimspekilegu sjónarmiði, en hér skal ekki far-
ið út í þá sálma, en það er almennt viðurkennt,
að mikið megi meta andlegan þroska hverrar þjóð-
ar eftir því, á hverju stigi hún stendur á þessu
sviði. Flestar munu og viðurkenna gildi slíkra sagna,
að þvi leyti sem þær miða að því, að gleðja menn
og sjá lífið i bjartara ljósi. Á það meðal annars
bendir þessi vísa eftir Hallgrim Pétursson.
»Margt er sér til gamans gert
geði þungu að kasta.
Það er ekki einkis vert
að eyða tið án lasta*.
Sérstök ástæða er til þess að safna fyndnisögn-