Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 11
4.
Í-TnGUR menntamaður sendi doktorsrit-
gjörð til háskólans, og var einn af prófessor-
unum fenginn til að lesa hana yfir. Skömmu
síðar var prófessorinn spurður um álit hans
á ritgjörðinni.
»Mestur hluti hennar er stolinn«, svaraði
prófessorinn, »en það, sem er eftir höfund-
inn sjálfan, er auöþekkt á því, hvað það
er heimskulegt«.
5.
YRR á tímum, þegar tækifærisveizlur voru
tíðari og sjálfsagðari en nú, var það tízka
að afla mikilla fanga af mat og áfengi í
slík gildi. Oft bar það þá við, að örir menn
urðu helzt til gírugir í veizluföngin, sér-
staklega þó í drykkinn, og þeir oft er sízt
skyldi.
Sem dæmi um þetta má nefna, að í
brúðkaupsveizlu einni, sem haldin var á
Suðurlandi skömmu fyrir síðustu aldamót,,