Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 20
18
sérstaklega kunnum við illa við, að hann
drekki sig svínfullan í veizlum“.
Biskup sneri sér þá að presti og spurði,
hverju hann svaraði þessari ákæru.
„Hvernig á maður að sitja heilar nætur
með svona dónum, herra biskup, án þess að
drekka?“ svaraði prestur.
20.
IVJlEKTARBÓNDI einn í Grímsey fór
einhverju sinni kaupstaðarferð til Akur-
eyrar. Þegar heim kom, varð honum harla
tíðrætt um dýrðina og tildrið á Akureyri,
og lýsti því fyrir nágrönnum sínum.
Meðal annars sagði hann svo frá:
„Kaupmaðurinn bauð mér til stofu, og
hún var svo rúmgóð og skrautið svo mikið
þar inni, að ég gat hvergi hrækt, nema
beint upp í loftið. Síðan fór hann með mig
í búðina og bauð mér þar nærskyrtu, sem
ég keypti. Og hún er svo fín, lasm, að lýsn-
ar geta ekki fótað sig á henni“.