Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 23
21
Sunnudag einn eftir messu gefur prófast-
ur sig á tal við bónda úr sókninni og segir:
„Ég á fyl í merinni yðar, Helgi“.
„J,æja, margt berið þér nú við, prófast-
ur minn“, svaraði bóndi.
24.
J AKOB gisti á bóndabæ og var hann lát-
inn sofa í svefnhúsi hjónanna, andspænis
rúmi þeirra. Húsfreyju leizt vel á gestinn
og gaf honum hýrt auga. Hún hafði gert
lummur um kvöldið, og lét hún diskinn, með
þeim á, í skáp, er stóð aftan við rúm þeirra
hjóna, og hafði Jakob veður af þessu.
Þegar allir voru háttaðir, segir konan
við bóndann:
„Heyrðu. Það er einhver gauragangur
frammi í fjósi. Blessaður farðu og gættu
að, hvort bolinn hefur ekki losnað“.
Bóndi skreyddist á fætur og fór út í fjós.
Þegar hann var kominn fram fyrir, sneri
konan sér að gestinum og hvíslaði:
„Notaðu nú tækifærið!“
Jakob fór á fætur, gekk að skápnum og
át lummurnar.