Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 39
37
buðu okkur, en við þáðum það auðvitað ekki
En er við sáum, að þeir hresstust eftir því,
sem af okkur dró, þá varð okkur ljóst, að
eitthvað yrði til bragðs að taka. En af því
að við máttum ekki drekka koníak, þá hnoð-
uðum við snjókúlur, gegnbleyttum þær í kon-
íaki og borðuðum þær“.
52.
JóNAS prestur var að jarðsyngja ung-
an merkisbónda, er Helgi hét.
Helgi var að nokkru alinn upp hjá bónda
þar í sókninni, sem var vildarvinur prests,
en af almenningi talinn misindismaður.
Prestur hælir Helga mjög í líkræðunni og
segir meðal annars:
„Hinn framliðni vinur vor hlaut enga
skólamenntun. En naut þess, sem skóla-
menntun var betri, umsjár og leiðbeiningar
uppeldisföður síns, sem hann lærði svo
margt gagnlegt og gott af“.
Þá gellur við maður fram í kór og segir:
„Annað sagði nú Helgi sjálfur um það“.