Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 66
64
handa þeim i nánd við sig, því mikill skort-
ur var á heyjum þar um slóðir.
„Nú sé ég ráð“, sagði embættismaðurinn
við bónda einn, er hann ræddi um þetta við,
„ég kaupi kú og gef hestunum mjólkina úr
henni".
r 95.
AkNI skýrir svo
„Einu sinni var ég að rannsaka landa,
sem grunur var um, að væri eitraður. Ég
var búinn að gjöra nokkrar rannsóknir, en
eins og kunnugt er, þá er það ekki fljót>
gert, því að um margar eiturtegundir getur
verið að ræða. Meðan á rannsókninni stóð
kom kunningi minn, Áslákur bóksali, og
spyr mig, hvort ég ætti ekkert, til að hressa
sig á.
„Drekktu þetta“, sagði ég, og benti hon-
um á landaflöskuna.
Aldrei hef ég séð rösklegar drukkið út úr
þriggja pela flösku, en Áslákur gerði þá,
enda var hann vel kendur, þegar hann fór.
Morguninn eftir sagði ég konunni minni frá