Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 67
65
þessu, en hún varð hin æfasta yfir léttúð
minni og taldi eins líklegt, að landinn hefði
orðið Ásláki að bana. Ég fékk samvizkubit,
fór snemma á fætur og ætlaði að vita um
líðan Ásláks, en þegar ég fór fram hjá efna-
rannsóknarstofu minni, var hann þar við
dyrnar og segir:
„Áttu ekki meira af því sama sem í gær-
kvöldi?“
Þá fór ég inn og gaf vottorð um, að land-
inn væri óskaðlegur.
96.
ORGEIR á Þröm var fátækur barna-
maður. Faðir hans var háaldraður efnamað-
ur og stóð Ólafur sonur hans fyrir búi föð-
ur síns og græddi sjálfur á tá og fingri.
Aumingja Þorgeir sá ofsjónum yfir þessu.
Nágranni Þorgeirs sagði eitt sinn við
hann, að faðir hans hlyti að fara að deyja,
svo gamall maður.
„Og það er engin hætta á því“, segir Þor-
geir, „hann Óli bróðir er alltaf að „pipola“
við hann með nýmjólk og brama, meinholl-
um andskota“.