Íslenzk fyndni - 01.06.1933, Page 86
84
ur, eins og títt er um sterka menn. Hann
er afsíðis með kunningja sínum. Þá bar þar
að mann, sem Ingjaldur hét. Hann var lítill
vexti, kraftalaus og hið mesta vesal-
menni, en þó montinn og orðhákur mikill.
Drukkinn var hann nokkuð. Hann veður upp
á Tómas með óbótaskömmum og fáryrðum.
Tómas sinnir honum ekkert og lætur sem
hann sjái hann ekki. Ingjaldur rífur þá í
handlegg Tómasar. Tómas tekur þá Ingjald,
færir hann upp fyrir höfuð sér, hendir
honum síðan frá sér, svo Ingjaldur tók
margar veltur niður brekku, sem þeir stóðu
í. Þegar Ingjaldur komst á fætur, varð hon-
um að orði:
„Alltaf stóð Ingjaldur!“
127.
HjARNI heimspekingur og málfræðing-
ur var eitt sinn spurður að því af bekkjar-
bróður sínum í menntaskólanum, hvort
hann hefði nokkuð kynnst konum.
„Ó-nei“, svaraði hann, „ekki hef ég nú
gert það, en ég veit það er hollt“.