Vísbending


Vísbending - 01.06.2017, Page 1

Vísbending - 01.06.2017, Page 1
ÍSBENDING yikurit um viðskipti og efnahagsmdl 1. júní2017 20. tölublað 35. árgangur ISSN 1021-8483 Hlutabréfamarkaðurinn - þróun og áhættuþættir Mynd 1 Þróun hlutabréfavísitölu GAMMA iu. . Jóhann Gísli Jóhannesson ^ - Sjóisstjóri hlutabréfasjóÓa hjá Él% . GAMMA V r Islenskur hlutabréfamarkaður hefur farið í gegnum miklar sveiflur í seinni tíð. Flestum er enn í fersku minni alþjóðlega fjármálahrunið og fall stóru viðskiptabankanna árið 2008. Islenski fjármálamarkaðurinn fór einna verst út úr þessum áföllum og þá sérstaklega íslenski hlutabréfamarkaðurinn. Markaðsvirði fyrirtækja í Kauphöllinni lækkaði um 90% árið 2008 en eftir því sem höfund- ur kemst næst er það einsdæmi í nútíma fjármálasögu. Fá félög voru eftir í Kaup- höllinni eftir hrun, þar af urðu mörg hver gjaldþrota, önnur afskráðu sig og þau fáu sem stóðu af sér veðrið lækkuðu töluvert í verði. Endurreisn hlutabréfamarkaðar Endurreisn íslenska hlutabréfamarkaðar- ins hefur gengið mjög vel. Segja má að upphaf endurreisnarinnar hafi verið fyrsta nýskráningin frá hruni en það var versl- unarrisinn Hagar sem riðu á vaðið í lok árs 2011. Síðan þá hefur hlutabréfamark- aðurinn stækkað jafnt og þétt og fjölmörg fyrirtæki bæst við, en alls hafa 13 fyrirtæki verið skráð á aðallista hlutabréfamark- aðarins frá hruni. Fyrir skráningu Haga á markað var markaðsvirði hlutabréfamark- aðarins, reiknað út frá hlutabréfavísitölu GAMMA, samtals rúmlega 200 milljarð- ar. Þetta hefur breyst hratt með nýskrán- ingum og hækkunum og er markaðsvirði skráðra hlutabréfa í hlutabréfavísitölu GAMMA í dag um 845 milljarðar sem þýðir að markaðurinn hefur meira en fjór- faldast að stærð á rúmum 5 árum. Mynd 1 sýnir þróun á markaðsvirði hlutabréfa- vísitölu GAMMA og hlaupandi 3 mánaða meðaltals dagsveltu. Áhrifaþættir á verðmyndun Það er hins vegar áhugavert að skoða betur hvernig hlutabréfamarkaðurinn hefur þróast síðustu misseri en miklar breytingar hafa átt sér stað í rekstrarum- hverfi fyrirtækja. Hér verður farið yfir nokkra þætti sem höfundur telur hafa haft mikil áhrif á þróun hlutabréfaverðs hér á landi síðustu misseri. Styrking krónu Islenskan krónan er líklega sá einstaki þáttur sem hefur haft hvað mest áhrif á íslenska hlutabréfamarkaðinn að undan- förnu. Eins og flestir vita hefur íslenska krónan styrkst mikið sem hefur haft töluverð áhrif bæði á gengi hlutabréfa og rekstur fyrirtækja. Áhrifin koma hins vegar mismunandi fram eftir því hvaða fyrirtæki eiga í hlut. Hægt er að skipta áhrifunum í tvennt, annars vegar bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hins vegar óbein áhrif á virði hlutabréfa í krónum. Byrjum á fyrrnefndum áhrifunum, þ.e. 2013 2014 2015 2016 2017 áhrif styrkingu krónu á rekstrarumhverfl fyrirtækja en þau geta bæði verið neikvæð eða jákvæð eftir því hvaða fyrirtæki á í hlut. Neikvæð áhrif koma fram hjá fyrir- tækjum sem hafa meiri kostnað í krón- um en tekjur. Þetta eru t.d. fyrirtæki sem eru með starfsemi hér á landi en meirihluti sölunnar fer fram erlendis. Við þær aðstæður myndast ójafnvægi á tekju- og kostnaðarhlið fyrirtækja sem hefur neikvæð áhrif á framlegð og arð- semi. Dæmi um þetta eru fyrirtækin Eim- skip og Icelandair en þau eru bæði með meiri kostnað í krónum en tekjur. Við styrkingu krónunnar eykst því kostnaður umfram tekjur sem hefur samsvarandi neikvæð áhrif á framlegð. Fyrirtækin geta reynt að verja þetta misræmi með því að kaupa krónur með framvirkum samning- um eða gera skiptasamninga þar sem fyr- irtækið fær afhent krónur fyrir aðra gjald- miðla. Með því er hægt að draga úr þessu framh. á bls. 2 IÞað er áhugavert að skoða hvernig hlutabréfamarkað- urinn hefur þróast síðustu misseri. Eftir efnahagshrun hefur verið talsverður áhugi er- lendra fjárfesta á innlend- um hlutabréfum. 3Mikill skortur á fasteign- um hefur á liðnum miss- erum einkennt fasteigna- markaðinn. 4Ljóst er að Costco-áhrifin munu ekki fjara út eins og ýmsir verslunareigendur em líklega að vonast til. VÍSBENDING • 20. TBL. 2017 1

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.