Vísbending - 01.06.2017, Síða 3
10 '
ISBENDING
V
Fasteignamarkaður inn,
framboð mun aukast
Mynd 1 Þróun vísitölu íbúðaverðs 2010-2017
Grétar Jónasson
Framkvæmdastjóri Félags
Bfl fasteignasala
Mikill skortur á fasteignum hef-
ur á liðnum misserum ein-
kennt fasteignamarkaðinn á
höfuðborgarsvæðinu, en eftirpurn hefur
verið mjög mikil eins og kunnugt er.
Þannig má fullyrða að seljendamark-
aður hafi ríkt. Mjög margt hefur spil-
að inn í eftirspurnina. Atvinnuástand
hefur verið gott og fyrstu kaupendur
sem höfðu haldið að sér höndum fóru
að koma inn á markaðinn. Aðgengi að
lánsfjármagni hefur einnig verið nokk-
uð gott og vextir lágir miðað við það
sem við höfum þekkt. Mikil fjöldi fólks
hefur komið til fslands til að starfa hér
á landi, straumur ferðamanna hefur far-
ið sívaxandi o.fl.
Sögulega lítiö framboö
Öllu þessu hefur mætt sögulega lítið
framboð fasteigna enda hefur á undan-
förnum árum mjög lítið verið byggt og
er markaðurinn því algerlega óviðbú-
inn eftirspurninni. Þetta hefur skapað
mikið ójafnræði á markaði og leitt til
þess að fasteignaverð hefur hækkað allt
of mikið á of skömmum tíma eða um
20% undanfarna 12 mánuði. í opnum
húsum hefur margoft myndast mikil
spenna og fjöldi áhugasamra kaupenda
mætt. Borið hefur á því á að eignir hafi
jafnvel farið á yfirverði. Svo miklar hafa
hækkanir verið að stjórnvöld vöruðu
fólk fyrir skemmstu við að fara of geyst
inn á markaðinn.
Fleiri eignir bætast á
markaðinn
Sem betur fer er í kortunum að um-
talsverður fjöldi nýrra eigna komi inn
Heimild: Hagstofa íslands.
á markaðinn þegar líða fer á árið og á
næsta ári enda er knýjandi þörf fyrir
að styrkja framboðshliðina. Það leiðir
vonandi til þess að unga fólkið og þeir
sem leita sér að ódýrara húsnæði geti
keypt sér fasteign á sanngjörnu verði
enda ríkir ekki jafnvægi milli kaup-
enda og seljenda. Um þessar mundir
er seljendamarkaður. Mikilvægt er að
þær eignir sem koma inn á markaðinn
á árinu skili sér til almennings sem er
að leita eftir eignum til eigin nota, en
á undanförnum misserum hefur mikið
borið á stórum félögum eða fjársterkum
aðilum sem kaupa mikið magn húsnæð-
is. Mjög erfitt er fyrir almenning að
bjóða í eignir undir slíkum kringum-
stæðum.
Skortur á skýrri húsnæðis-
stefnu
Mjög brýnt er stjórnvöld horfi með
skýrari og markvissari hætti fram á veg-
inn þegar kemur að fasteignamarkaðin-
um enda eru þær sveiflur sem við þekkj-
/ J- ./ / / / / / / / /
um á húsnæðismarkaði ekki til góðs og
skapa óöryggi meðal fólks. Fasteigna-
markaður er ekki í jafnvægi þegar slegist
er um flestar eignir sem koma inn á
markaðinn og mikill hraði ræður ríkjum
við að koma sér þaki yfir höfuðið. Skýr
húsnæðsistefna verður að vera til staðar,
en hana skortir áþreifanlega.
Oti á landi má einnig sjá víða að
mikil eftirspurn hefur verið eftir íbúðar-
húsnæði og verð hækkað skarpt á liðn-
um mánuðum. Má nefna fjölda staða í
því sambandi, en almennt er þróunin sú
að sé gott atvinnuástand á svæðinu eða
nærri því hafi orðið umtalsverðar hækk-
anir á húsnæðisverði.
Aulciö framboð mun slá á
verðhækkanir
Vandasamt er að segja hver þróun fast-
eignaverðs verði næstu misseri, en vafa-
laust mun verulega aukið framboð eigna
inn á markaðinn hafa mikil áhrif að slá
á þær bröttu hækkanir sem að hafa verið
undanfarin misseri. Ö
VÍSBENDING 20. T BI . 2017 3