Vísbending - 01.06.2017, Qupperneq 4
JíSBENDING
Aörir sálmar
framh. afbls. 2
króna frá miðju ári 2015 og hafa rúmlega
20 milljarðar fallið til það sem af er þessu
ári.
I upphafi beindist áhugi erlendra aðila
að blöndu af fyrirtækjum á markaði, bæði
hreinum innlendum félögum sem og al-
þjóðlegum. Þannig virtist aðal viðmiðið í
upphafi vera að fjárfesta í þeim félögum
sem voru með ákveðið hátt markaðsvirði
og völdu þeir til að mynda að kaupa Reiti
umfram EIK eða Reginn og Símann um-
fram Vodafone. A síðasta ári breyttust
áherslur fjárfestanna og fóru þeir að draga
úr kaupum á alþjóðlegu félögunum en
leggja meiri áherslu á innlendu félögin.
Þannig hafa nöfn erlendra fjárfesta ver-
ið ofarlega á hluthafalistum í fasteigna-
félögum, tryggingafélögum, Símanum,
Nl, Högum o.fl. Líklegasta ástæðan fyrir
þessum breyttu áherslum liggur væntan-
lega í styrkingu krónunnar og vænting-
um þeirra um áframhaldandi styrkingu.
Með breyttum áherslum njóta þeir betur
styrkingar krónu enda gera þeir sínar fjár-
festingar upp í erlendum gjaldmiðlum.
Innkoma erlendra aðila
haft jákvæð áhrif
Innkoma erlendra fjárfesta hefur haft já-
kvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn. Eftir-
spurn hefur aukist samhliða áhuga þeirra
sem er sérstaklega jákvætt í ljósi þess að
íslensku Iífeyrissjóðirnir hafa verið fyrir-
ferðaminni á innlendum fjármálamörk-
uðum en áður. Er það meðal annars
vegna aukinna erlendra fjárfestinga í kjöl-
far afnáms hafta og mikils vaxtar í sjóðs-
félagalánum sem hafa dregið til sín stóran
hluta af fjármagni þeirra.
Viðsnúningur hagkerfisins
Að lokum verður að nefna þann mikla
viðsnúning íslensks hagkerfis sem átt
hefur sér stað síðastliðin ár. Hraði efna-
hagsbata Islands hefur verið undraverð-
ur og spilar margt þar inn í. Ljóst er að
gríðarleg aukning í komum erlendra
ferðamanna til landsins hefur haft mikið
að segja en samhliða hefur verið vel að
verki staði í ýmsum málum. Þetta hef-
ur skilað sér með jákvæðum hætti inn í
rekstrarumhverfi fyrirtækja með margvís-
legum hætti. Verðbólga hefur haldist lág
í langan tíma og verið undir markmiði
Seðlabanka fslands í yfir 3 ár sem hefur
skilað sér í meiri stöðugleika og þannig
betra rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki. Það
að verðbólgan hafi verið lengi undir verð-
bólgumarkmiði Seðlabankans hefur gert
það að verkum að rými hefur skapast fyr-
ir lækkun vaxta sem hefur á móti lækkað
innlendan fjármagnskostnað og ýtt undir
hærra eignaverð þar á meðal hlutabréfa-
verð. Þá hefur rekstur flestra fyrirtækja
vænkast á þessum tíma og þannig leitt til
hækkana á hlutabréfaverði þeirra.
Áhugi erlendra fjárfesta
Áhugi erlendra fjárfesta hefur sjaldan
eða aldrei verið meiri og því töluverð-
ar líkur á að kaup þeirra á hlutabréfum
haldi áfram. Verðbólguhorfur eru enn-
þá undir verðbólgumarkmiði og líkur á
því að Seðlabankinn sé enn og aftur að
yfirskjóta verðbólguhorfur með nýjustu
spá sinni. Sterkari króna þýðir, að öðru
óbreyttu, lægri verðbólgu sem ætti þá að
skapa áframhaldandi rými fyrir lækkun
vaxta. Það verður þó að hafa í huga að
raungengi krónunnar er orðið verulega
hátt í sögulegu samhengi en ljóst er að
með tilkomu nýrrar gjaldeyrisskapandi
undirstöðuatvinnugreinar liggur jafn-
vægisraungengið hærra en áður. Hvar
það liggur er erfitt að segja og hvort við
erum undir eða yfir því mun tíminn leiða
í ljós en þetta er vissulega atriði sem verð-
ur að fylgjast vel með og mun hafa tölu-
verð áhrif á hlutabréfamarkaðinn í náinni
framtíð.
Hvað er framundan?
En hvað er þá framundan? Þessari spurn-
ingu er auðvitað ekki hægt að svara með
neinni vissu en eins og staða mála er nú
er ekki annað hægt en að vera bjartsýn á
framtíðina á hlutabréfamarkaðinum. En
hafa verður í huga að hlutirnir geta breyst
hratt og því þarf að fylgjast vel með til að
reyna að koma auga á hættumerki. Q
Costco-áhrifin
I efnahagshruninu lenti stór hluti af at-
vinnulífinu í fanginu á bankakerfinu, Seðla-
bankanum og lífeyrissjóðakerfinu. Tveir fyrst-
nefndu eignuðust m.a. gríðarstór fasteignasöfn
sem þeir hafa mjadað út hægt og bítandi eftir
því sem fasteignamarkaður heftir lifnað við.
Lífeyrissjóðimir eru enn umsvifamiklir fjárfest-
ar í skráðum félögum í Kauphöllinni og eiga
mikla hagsmuni m.a. á smásölumarkaðinum.
Eftir hrunið var keppikeflið hjá þessum aðilum
að hámarka virði eigna. Allir þurftu að fá sitt:
háa arðsemi, háa húsaleigu og háa vexti.
Þetta hefur m.a. leitt til þess að smásölu-
verslunin í landinu hefúr verið ósamkeppnis-
fær um langa hríð vegna kosmaðar, þótt fleira
komi reyndar til. Framan af höfðu íslenskir
neytendur ekkert val þegar kom að kaupum á
ýmsum vöm- og þjónustuþáttum innanlands
vegna einangmnar og fákeppni. Sem dæmi má
nefna eldsneytismarkaðinn þar sem olíufélögin
hafa fúndið álagningargrundvöll sem dugar til
að reka öll félögin með góðum hagnaði.
Neytendur hafa hins vegar kosið með fót-
unum þegar kemur að ýmsum varningi sem
hægt er að nálgast ódýrar annars staðar. fslensk
verslun kvartaði á tímabili sáran yfir verslun-
arferðum íslendinga til údanda. Þær leiddu
m.a. til þess að verð á fömm og skóm lækkaði
mikið hér á landi. Þá opnaði Netverslun fyrir
mörg tækifæri til að sniðganga háa álagningu
íslenskra sérverslana sem leitt hefúr til mikilla
verðlækkana t.d. á raftækjum.
Með innreið Costco á markaðinn standa
fjölmörg smásölufyrirtæki og heildsölur
skyndilega á miklum tímamótum. Rekstur
Costo byggir á lágri álagningu, lágum kosmaði
og stærðarhagkvæmni bæði í rekstri og inn-
kaupum. Félagið er yfir 40 ára gamalt með net
verslana sem telja á áttunda hundrað. Félags-
gjaldið sem viðskiptavinir fyrirtækisins greiða
er skilgreint sem gjald fyrir veitta þjónusm við
að ná fram besm verðunum fyrir þeirra hönd.
Matvörukeðjumar hér á landi bjóða vissulega
einnig upp á góða þjónustu en hvað felur hún
í sér? Mikla yfirbyggingu, fjölda verslana, háan
kostnaðarstrúktúr og langan opnunartíma?
Ljóst er að Costco-áhrifin munu ekki fjara
út eins og ýmsir verslunareigendur eru líklega
að vonast til. Reynslan síðusm ár sýnir að ís-
lenskir neytendur em miklu meira á varðbergi
en áður í verðlagsmálum. Við blasir mikil hag-
ræðing í verslunar- og þjónustugeiranum á
næstu misserum, fækkun verslana og samein-
ingar. sg
Ritstjóri: Sverrir H. Geirmundsson
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Benediktsson
Utgefandi: Heimur hf., Borgamíni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Netfang: joiben@)heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
4 VÍSBENDING • 20.TBL. 2017