Fréttablaðið - 25.10.2022, Blaðsíða 35
Í ELKO má skipta um skoðun og því bjóðum við upp á 30 daga skilarétt á vörum, segir Hjálmtýr Grétarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
eins og til dæmis að skipa ryk-
suguvélmenninu þínu að byrja að
ryksuga gólfin.“
Þetta eru þó ekki venjulegir
hátalarar, segir Hjálmtýr. „Þeir
eru með innbyggða hljóðnema
sem greina röddina þína og þó að
þeir spili háa tónlist þá greina þeir
raddskipunina í gegnum það,“
bætir hann við.
Snjallöryggiskerfin vinsæl
Snjalldyrabjöllurnar eru einn-
ig vinsælar, segir Hjálmtýr. Þær
eru að jafnaði búnar myndavél
sem myndar gesti þegar þá ber
að garði þar sem hægt er að eiga
í beinum samskiptum við þann
sem er fyrir utan dyrnar. „Ef vélin
greinir hreyfingu byrjar mynd-
bandsupptaka og tilkynning berst
í síma eigandans svo hægt sé að
fylgjast með.“
Auk snjalldyrabjöllunnar eru
snjallöryggiskerfi orðin mjög
vinsæl, en samkvæmt Hjálmtý
er lítið mál í dag að sérsníða sitt
eigið snjallöryggiskerfi. „Kerfin
geta samanstaðið af myndavélum,
hreyfiskynjurum, hurðaskynj-
urum, reykskynjurum, raka- og
hitaskynjurum og mörgu f leiru.
Ef tækin nema eitthvað óeðlilegt
heima fyrir, þá færðu tilkynn-
ingu.“
Öryggiskerfið má svo tengja
við til dæmis snjalllýsinguna
eða jafnvel snjallhátalara. „Ef
svo hurðarskynjarinn nemur að
útidyrnar eru opnaðar, þá gætu
ljósin blikkað rauðu og hátalarar
heimilisins spilað sírenuhljóð eða
bara uppáhaldslagið þitt. Mögu-
leikarnir eru endalausir.“
Fjölbreyttir greiðslu- og
afhendingarmátar
ELKO býður upp á fjölbreytta
greiðslumáta sem henta vel fyrir
þá sem eru að kaupa stór raf-
tæki inn á heimilið en um er að
ræða raðgreiðslur, Netgíró og
Síminn Pay. „Allir geta því valið
þann greiðslumáta sem hentar
en hægt er að ganga frá kaupum
og greiðslumáta í öllum versl-
unum ELKO og í vefverslun,“ segir
Hjálmtýr.
En ELKO býður ekki einungis
upp á fjölbreyttan greiðslumáta
heldur eru afhendingarmögu-
leikarnir einnig margir. „Fyrir
til dæmis þessi stærri heimilis-
tæki þá erum við að bjóða upp
á heimsendingu innan höfuð-
borgarsvæðisins og á Akureyri og
því auðvelt að koma vörum heim
sem passa ekki í bílinn. Einnig er
hægt að fá förgun á eldri heimilis-
tækjum gegn vægri greiðslu. Vilji
viðskiptavinir svo fá uppsetningu
á heimilistækjum þá er það þjón-
usta sem ELKO býður einnig upp á
í gegnum trausta samstarfsaðila,“
segir Hjálmtýr.
30 daga skilaréttur
„Í ELKO má skipta um skoðun
og því bjóðum við upp á 30 daga
skilarétt á vörum,“ segir Hjálmtýr
og útskýrir frekar. „Það þýðir að
þú getur keypt vöruna, tekið hana
með þér heim. Ef hún hentar þér
ekki getur þú skilað henni innan
þessara 30 daga, valið þér nýja
eða fengið hana endurgreidda að
fullu. Allt er þetta gert til þess að
stuðla að ánægju viðskiptavina
með þær vörur sem þeir kaupa
í ELKO en okkur er annt um að
viðskiptavinir fái réttu heildar-
lausnina sem þeir sækjast eftir.“
Nánast allar vörur sem ELKO
selur mega viðskiptavinir opna
umbúðirnar á og prófa vöruna.
„Við viljum vekja athygli á því að
það eru örfáir vöruflokkar sem
bera takmarkaðan skilarétt, til
dæmis farsímar, leikjatölvur líkt
og til dæmis PlayStation tölvur
og einnig vörur sem hægt er að
afrita eða fullnýta á innan við 30
dögum,“ segir Hjálmtýr. n
Nánari á elko.is.
Samsung 55“ snjall
sjónvarp.
Ljósaperurnar frá Phillips
Hue tengjast með annað
hvort WiFi eða Bluetooth.
Hisense vegg
ofn 77 lítra.
Snjallhátalari getur virkað sem
miðstöð fyrir öll snjallkerfi
heimilisins.
Snjalldyra
bjöllur og
öryggiskerfi
fást í ELKO.
Með því að bæta
við hljóðstöng
við sjónvarpið
ertu að auka
hljómgæðin.
Skaftryksugur
er mjög vin
sælar. Beldray
Turbo Plus 2í
1 meðfærileg
skaftryksuga. Kaffivélar í úr
vali fyrir ljúfan
kaffibolla í
morgunsárið.
kynningarblað 15ÞRIÐJUDAGUR 25. október 2022 FYRSTA HEIMILIÐSNJALLHEIMILI