Fréttablaðið - 25.10.2022, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.10.2022, Blaðsíða 42
Ég byrjaði að skrifa tveimur vikum eftir að stríðið hófst og ég skil ekki ennþá hvernig allt þetta tókst af því ég var í áfalli og allt bara breyttist á einum degi og fór aldrei til baka. BÆKUR Usli – Gjálífi, þrætur og þras Höfundur: Úlfar Þormóðsson Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 221 Björn Þorláksson Bókin Usli ber undirtitilinn Gjálífi, þrætur og þras. Rammast í ritinu inn sú rifrildis-, of beldis- og drykkju- saga sem var við lýði ekki alls fyrir löngu, þar sem vínandi virðist hafa verið eini plásturinn á sár ráðandi karla sem oft með stælum og yfir- gangi völtuðu yfir börn og konur sem fengu engan plástur. En Usli er ekki saga um það. Höf- undur er ekki í MeToo-gírnum held- ur velur hann að dilla þessu furðu- samfélagi ráðandi karla dálítið, jafnvel með gáska á köflum, kannski ekki alveg í takti við ósagðar harm- sögur kvenna sem undir liggja. Honum til afsökunar skal þó sagt að líkt og í öllum góðum bókum þykir höfundi vænt um utangarðssögu- hetju sína, þótt um sé að ræða and- hetju fulla af brestum. Það vekur spurningar að lýsa bólförum prests við tvítuga konu sem ástarsögu þar sem nótt leið við „ljúfa leiki“. En fólk sem hefur áhuga á sögu landsins mun gleðjast yfir bókinni og hún gæti í jólabókaflóðinu orðið veisla fyrir afa og langafa, svokallaða stút- ungskarla. Saga sem verður að segja Hættir þeir sem lýst er í bókinni, umhverfið hér á landi síðustu áratugi 18. aldar og fram á miðja nítjándu öld, eru fullir af áhuga- verðum umfjöllunarefnum og sögu sem verður að segja. Við þekkjum örlög Agnesar og Natans á þessum tíma. Við þekkjum fæst til prestsins Ásmundar Gunnlaugssonar sem fæddist 1789 og þeirr- ar rimmu sem hann háði við réttlætið. Bók in byg g ir að hluta á opinberum gögnum, annálum og frásögnum. Hún er einnig innblásið skáldverk á köflum þar sem höfundur fyllir í eyður. Söguhetjan er drykkjusjúk og á í stríði við allt og alla án þess að fyrir liggi hvað skýrir rætur þess vesenlífs sem séra Ásmundur lifir. Ekki mun hans síður hafa verið sögulegt. „Stór- eygur var hann, varaþykkur og þótti afar munnljótur. En þegar fram í sótti þótti kvenmönnum hann þokkafullur í ófríðleik sínum, eink- um þeim sem urðu fyrir heitu og sy nd a nd i augnaráði sem hann beindi að v iðmælendum s í nu m þ e g a r hann vildi dekra við hégómagirnd þeirra,“ segir á einum stað. Þjóð sem hokrar Það búa 307 mann- verur í Reykjavík um það leyti sem Ásmundur lærir til prests. Þegar hann er sviptur brauð- inu á Siglufirði búa 57.000 ógæfumann- eskjur í öllu landinu. Við kynnumst þjóð sem hokrar í harðræði sínu, kynnumst sam- félagi þar sem förufólk fer milli bæja og gegnir hlutverki æsifréttafjöl- miðla. Því betra atlæti fá gestirnir sem sögurnar eru meira krassandi. Sumt breytist aldrei. Fleira er til marks um það. Sagan nær f lugi þegar lýst er uppgreftri stolinnar spýtu að viðstaddri hers- ingu embættismanna á kostnað matjurta. Álitaefnin, rifrildin, enda- laust karp um tittlingaskít án þess að komið sé nálægt kjarna mála voru ráðandi þá líkt og nú eins og Nóbelsskáldið greindi hæðnislega. Það var barist um spýtur, kvörn, búpening, fisk og réttlæti. Nú er barist um banka og stofnanir. n NIÐURSTAÐA: Áhugavert sögusvið, mjög spennandi um- fjöllunarefni. Efnistök kunna að orka tvímælis á köflum en skörp og vel ofin frásaga sem opnar sýn og skýrir veröld sem var – og er kannski enn. Stund fyrir stútungskarla Natasha S. er fyrsti höfundur- inn af erlendum uppruna sem hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Í verðlaunabókinni Máltaka á stríðstímum yrkir hún um stríðið í Úkraínu frá sjónar- horni Rússa sem er í andstöðu við stríðsreksturinn. Ljóðskáldið Natasha S. hlaut í síðustu viku Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bók sína Máltaka á stríðstímum. Natasha f luttist til Íslands frá Rúss- landi fyrir áratug, stundaði nám í íslensku við Háskóla Íslands og vann lengi í bókabúð áður en hún byrjaði að skrifa ljóð. „Ég er menntuð blaðakona þann- ig að ég var búin að skrifa greinar á rússnesku að mestu leyti. Í fyrra kom út bókin Pólífónía af erlend- um uppruna sem ég ritstýrði og þar birtust mín fyrstu ljóð sem ég skrifaði á íslensku. Ég er svolítið ungt ljóðskáld þannig séð,“ segir Natasha. Yfirþyrmandi upplifun Var eitthvað sérstakt sem kveikti ljóðaáhugann? „Ég var að vinna í bókabúð í nokkur ár og þar fékk ég tækifæri til að kynnast betur íslenskum bókmenntum. Ég las rosalega mikið og reyndi að lesa eins marg- ar bækur í jólabókaf lóðinu og ég gat. Ég var að lesa bara hundrað bækur á ári, það var svolítið klikk- að. Ég las líka mjög margar ljóða- bækur þannig að ég fékk svona til- finningu fyrir því hvernig ljóð eru á Íslandi.“ Í þakkarræðu sinni við verðlauna- afhendinguna í Höfða sagði Natasha að sér hefði þótt það nokkuð yfir- þyrmandi að fá verðlaunin, bæði vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir í heiminum en einnig vegna þess að hún er fyrst skálda af erlend- um uppruna til að fá þessi eftirsóttu bókmenntaverðlaun. „Maður hugsaði ekkert um að skrifa bók þegar stríðið hófst. En svo var ég boðin í ljóðaupp- lestur fyrir Úkraínu á alþjóðadegi ljóðsins, ég bara skrifaði ljóð fyrir þennan viðburð og Einar Kári frá Unu útgáfuhúsi hvatti mig til að halda áfram að skrifa og búa þetta í bók. Ég gerði það og notaði bara umsóknarfrestinn fyrir Tómasar- verðlaunin sem skilafrest fyrir bókina, því mig langaði ekki að vera endalaust að skrifa um þetta,“ segir hún. Vildi halda áfram með lífið Natasha byrjaði að skrifa bókina stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar síðast- liðinn. Hún segir allt í lífi sínu hafa snúist svolítið um stríðið á þessum fyrstu mánuðum. „Ég byrjaði að skrifa tveimur vikum eftir að stríðið hófst og ég skil ekki ennþá hvernig allt þetta tókst af því ég var í áfalli og allt bara breyttist á einum degi og fór aldrei til baka. Það er kannski líka út af þessu sem allt varð bara of mikið.“ Natasha bauð sig fram sem sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum þar sem hún aðstoðaði f lóttafólk frá Úkraínu við komuna til landsins en hún starfar nú þar sem verkefnafull- trúi í málefnum flóttafólks. „Þannig að ég var að skrifa um stríðið og var að vinna með flótta- fólki, ég var líka að skrifa pistla fyrir Víðsjá um stríðið og það var bara ekkert nema stríð. Mig langaði bara að vera búin með bókina og halda áfram með lífið en svo fékk ég verð- laun,“ segir Natasha og bætir því við að núna sé stríðið aftur orðið partur af lífi hennar með útgáfu bókarinnar. Hjálpar að hjálpa öðrum Í þakkarræðu sinni sagði Natasha að Máltaka á stríðstímum væri fyrst og fremst sjálfshjálparbók sem hefði hjálpað henni að komast yfir áfall. Hún kveðst hafa skrifað bókina að mestu leyti á símann sinn í göngu- túrum um Reykjavík. „Mér finnst göngutúrar hjálpa mjög mikið til að leyfa hugsunum mínum að fljúga frjálsum. Það er smá fyndið af því að síðasta bók sem ég las áður en stríðið hófst heitir Think Like a Monk, sem er sjálfshjálparbók þar sem rithöfundur segir frá reynslu sinni. Þar voru svona hreyfingar, öndunaræfingar og líka hjálp fyrir aðra sem er mjög stórt verkfæri í sjálfshjálpinni. Ég uppgötvaði það í vinnu með flóttafólki að það er erf- itt en líka gefandi að hjálpa öðrum. Mig langar bara að undirstrika að það hjálpar mjög mikið að hjálpa öðrum,“ segir Natasha Vill ekki missa fjölskylduna Fjölskylda Natöshu býr enn í Rúss- landi og segir hún það hafa verið erfitt fyrir sig að halda sambandi við þau fyrst eftir að stríðið byrjaði. „Ég les ekki fréttir, allavega reyni að gera það ekki. Það er bara nei- kvæðni í þeim og ekkert stórt fer fram hjá ef eitthvað gerist. En þetta stríð er líka stríð sem eyðileggur fjölskyldur. Það er það sem ég sé úti um allt í Rússlandi og Úkraínu af því það er mikið af fjölskyldum sem búa í báðum löndum sem bara tala ekki lengur saman,“ segir hún. Natasha segir foreldra sína til- heyra kynslóð sem var alin upp í Sovétríkjunum, þau hafi aldrei ferðast utan landsteinanna, tali ekki ensku og fái allar sínar fréttir úr ritskoðuðum fréttamiðlum ríkis- stjórnar Pútíns. „Fyrstu mánuðina vorum við bara að öskra á hvort annað en svo tók ég ákvörðun um að leyfa ekki Pútín og pólitík að eyðileggja fjöl- skylduna mína. Af því það var Covid fyrir og við sáumst ekki svo mikið og svo núna veit maður ekki hvernig það mun þróast. Mig langar ekki að tapa þessum bardaga og mig langar að ástin vinni en ekki hatrið. Það er kannski hægara sagt en gert en mig langar til að hvetja aðra líka til að sjá þetta eins og gera það sem þeir geta gert. Ekki leyfa neikvæðni, hatri og ótta að vinna.“ n Mig langar að ástin vinni en ekki hatrið Natasha S. byrjaði að skrifa bókina Máltaka á stríðstímum aðeins tveimur vikum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is 14 Menning 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 25. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.