Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Side 2

Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Side 2
FM Fréttamolinn Fréttamolinn FM FM Fréttamolinn Óháð fréttablað Útgefandi: Fréttamolinn Þorlákshöfn. Ritstjórn og ábyrgð: Hjörleifur Brynjólfsson og Einar Gísla- son. S99-3438 & 99-3617. Blaðið er prentað í 5000 eintökum og dreift ókeypis í: Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum, Hveragerði Selfossi, Stokks- eyri, Eyrarbakka, Hellu, Hvolsvelli, Vík, einnig er blaðinu dreift á öll heimih í dreifbýli Árnes- og Rangárvallarsýslu. Kemur út annan hvern miðvikudag. Tölvusetning, umbrot, filmugerð og prentun: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum ®98-1210. Stjörnuspá F.M. Völva F.M. tóksigtiltileittkvöldidoglasiirstjörnunumyfír Þorlákshöfn, eftirfarandi stjörnuspá, sem gildir fyrir íbúa staöarins og næsta nágrennis. Þér er óhætt að taka fullt mark á spánni því volva F.M. hefur komið sér upp góðum tækjabúnaði til þessara athugana. Mun hún birta spádóma sína framvegis í F.M. svo framarlega að ekki verði skýjað. HRÚTURINN 21. MARZ-19.APRÍL Þú ferð of geyst yfir þessa dagana. Hafðu hugfast að betra er að vera lengi og komast það en að vera fljótur og komast það ekki. NAUTIÐ 20. APRlL-20. MAl Þú ert of stór til að vera fjármálaráðherra, of gáfaður til að vera iðnaðarráðherra. Hættu við allt saman. WM TVÍBURARNIR LVÍóS 21. MAl-20. JÚNÍ Þú lendir”í smá vandræðum í næstu viku sem jafna sig þegar frá líður. Heillatala er 13. KRABBINN 21. JÍINl-22. JÚLÍ Hættu þessari tilraunaeldamennsku og keyptu tilbúna rétti í liðið, það er orðið grunsamlega fátt í fjölskyldunni. Iljónið . JtLl-22. ÁGÚST Þú munt á næstu dögum kynnast lífsförunaut þínum. Hann/hún er kafloðin(n) og gegnir nafninu Lúsi. Hmærin 23. ÁGÚST -22. SEPT. Þú ert að drepast úr geðvonsku, ef þessu fer ekki að linna þá mun þér vafalítið vera boðið starf hjá hinu opinbera. R?fl|vOGIN W/la SEPT.-22. OKT. Þú verður að fara að draga fyrir á nóttunni, þessar biðraðir við gluggann þinn eru þreytandi. DREKINN 23. OKT.-21. NÓV. Næsta helgi verður alveg frábær, sérstaklega fyrir þá sem ætla á ball. Gættu orða þinna er líða fer á nóttina. fiTfl BOGMAÐURINN kSNdS 22. NÓV.-21. DES 5 - Vertu vel vakandi næst þegar þú mætir í vinnuna, það er búið að færa stimpilklukkuna. STEINGEmN 22.DES.-19.JAN. Þú verður ástfangin af stúlku/pilti fyrir utan a. hyntu yfir og hún/hann mun aldrei gleyma þér. pj VATNSBEKINN 20.JAN.-18.Fm Láttu þér ekki bregða þótt þú sért orðin hreistruð/hreistrað- ur. Þetta þvæst af með vatni. 5Ö55 FISKARNIR IjMQ 19. FEB.-20. MARZ Þú hyggur á bílaviðskipti í næstu viku. Hætíu við, betri er krókur en kelda. þar sem völvan vinnur. Magnús Grímsson Jaðri: J aðarsfr éttir Magnús Grímsson Jaðri. Jæja, þá er ég kominn aftur með sögur úr sveitinni. linnst þó hálfvegis sem fátt sé í fréttum, allt hafi hér um slóðir gengið stórslysa- og átakalaust síðan ég síðast sendi ykkur línu, hvað um það, við skulum líta yfir vcg síðasta misseris, byrja að vori sem við bændur svo gjarnan tengjum sauðburði. Talsvert mun hafa verið um, að fé hafi verið fóðrað yfir veturinn á lélegum heyjum eftir óþurrka- sumarið í fyrra og því illa gengið fram hjá þeim sem ekki gáfu því meira af rándýrum fóðurbæti, en þar á móti kemur sú blíð- skapartíð þegar snjóa leysti og hefur svo haldist fram eftir hausti enda mun fallþungi í sláturhús- um vera tæpu kílói meiri að meðaltali en í fyrra og hljótum við að þakka það sumarblíðunni. Hún var þó ekki einróma lofuð því þegar Iíða tók á sumar þorn- uðu víða vatnsból svo að til vandræða horfði. Sumir leystu þann vanda með því að dæla heitu vatni í brunna sína hvar það kólnar og kemur síðan til bæjar sem kalt. Ekki höfðu allir tök á því og máttu þá aka vatni úr ám sem enn seitluðu. Hef ég það eftir Kristrúnu á Fossi að aldrei í þau 50 ár sem hún hefur þar búið hafi hún séð svo lítið vatn í henni Fossá enda sumarið einstakt vegna þurrviðra. Þar varð ekki breyting á fyrr en 11. október að byrjaði að rigna og þann 15. er hér á Jaðri 60 mm sólarhringsúrkoma og má til gamans geta þess, að þá mun um 15 milljón tonn af vatni hafa fallið á Hrunamannahrepp neð- an afréttargirðingar og það mun taka Þjórsá 11-12 klukkustundir að skila slíku vatnsmagni af sér miðað við meðal rennsli hennar. Fylltust nú allir brunnar og lofa menn blessaða vætuna. í Kjarn- holtum í Biskupstungum var rekið sumardvalarheimili við góða aðsókn og létu vel af sér jafnt dvalargestir sem starfsfólk. Börn fengu þar að kynnast nátt- úrunni á ýmsa lund, svo sem hcstum og sauðburði. Hvortsem skal þakka þeim eða sumarblíð- unni þá hef ég heyrt að lömbin á næstu bæjum hafi verið mun vænni í haust en áður. Ýmsir eru þeir og fer fjölgandi til sveita sem selja vilja cöa leigja land undir sumarbústaði en verður lítið ágengt, ef til vill er hringt og spurt hvort þar sé jarðhiti. ef svo er ekki er áhuginn þorrinn, aftur á móti hefur Hrunamannahreppur nú afgreitt yfir 20 lóðir á skipulögðu svæði í nágrenni Flúöa þar sem fylgir heitt og kalt vatn ásamt aðlögð- um vegi. Þykir mér þctta benda til þess að af sé það sem áður var er fólk sóttist eftir að byggja sér kofa í rjóðri á afskekktum stað án allrar þjónustu og munaðar. Samkomur: Skemmtilegasta samkoma sem ég man eftir í sumar, mun hafa verið áttræðisafmæli Þor- steins Loftssonar sem synir hans héldu upp á Haukholtum. Var þar margt fólk saman komið og glatt á hjalla, veitingar til sam- ræmis viö hina rómuðu gestrisni þar á bæ, sagðar sögur og kveðin Ijóð Þorsteini til dýrðar. Þá komu og fjölmargir sauðfjár- bændur saman að Minni-Borg í Grímsnesi í lok heyskapar, hvar haldinn var stofnfundur sauð- fjárbænda í Árnessýslu. Nú skyldi finna leiöir til úrbóta til aukins arðs af sauðfénu. Ýmsar leiðir bentu menn á, sauðfjár- bændum stafar ógn af hinu ljósa keti sem sífellt eykur marþaðs- hlutdeild sína á kostnað sauð- fjárbænda. Vænlegast sýndist mörgum að sækja á markaðinn vestan hafs, en töldu slíkt alltaf hafa mistekist vegna ýmisskonar klaufaskapar útflytjenda, en þeir Sigurgeir Þorgeirsson og Gunnar Páll Ingólfsson hafa kynnt sér Ameríkumarkaðinn á vegum landssamtaka sauðfjárbænda og töldu að í gegn um hann mættu íslenskir sauðfjárbændur bráð- um sjá sinn fífil fegri. Á heim- leiðinni bundust svo hugleiðing- ar eins fundarmanna lj óðstöfum: Margur kom að Mirmi-Borg mjög afsulti knúinn allir báru eina sorg auðurinn var búinn. Sauðamenn afseiglu og dug saman báru ráðin, vandanum þeirýttu á bug yfir böl og láðin. Svín og hæna seðja þjóð sauðurinn á flótta víkjum því á vesturslóð virkjum landið gnótta. Mun þá gilda meira tap markaðinn að fylla ef við látum asnaskap okkar vöru spilla. Sigurgeir með seið og tár síst má aukast gleðin göldróttan og Gunnar Pál gerum út á miðin. Horskir tóku hatt og staf herleg varsúförin auðmenn fyrir utan haf okkar bæta kjörin. Senn mun þjóðin sæl og heit sultarkjörum gleyma, auðnum skilar aurinn heim ....er mig kannski að dreyma. Framkvæmdir: Telja verður að framkvæmdir meðal bænda hér í sveit sem annarsstaðar hafa dregist saman að undanförnu. Tvö íbúðarhús eru í smíðum auk smávægilegra viöbygginga og endurbóta. Einn er þó ungur ofurhugi, Hjörleifur á Fossi, eða Fosssetinn eins og hann stundum er nefndur, sem hefur steypt upp tvo 12 m háa votheysturna við væntanlega stórfjósbyggingu og ferðast nú um meðal tæknivæddra þjóða í leit að hentugum losunarbúnaði í turnana, en turnar þessir hafa verið reistir ásamt 10 öðrum víðsvegar um Suðurland á veg- um Hrunafélagsins. Fram- kvæmdastjóri þess er Valur Lýðsson á Gýgjarhóli. hann tel- ur að rúmmetri af slíkum turni kosti u.þ.b. 50% af verði inn- fluttra stálturna. Aftur á móti er gróska í byggðakjörnum. Á Flúðum eru nú fjögur íbúð- arhús í smíðum svo og um 300 fm bifreiðaverkstæði, gróðurhús og ýmislegt fleira er á döfinni, auk fyrrgreindra sumarhúsa. Haust: Senn líður sumar að hausti, heyskapur var mönnum sem létt- ur leikur, hlöður fullar af úrvals- heyi og allir glaðir og kátir. Athygli vakti þegar stórbóndinn Magnús í Birtingarholti aflagði baggaheyskap og fjárfesti í full- komnum útbúnaði fyrir þurr- heysgirðingar og telur það taka nokkuð fram, þó meiri vinna sé að gefa að vetri. Úrvalsveður fengu fjallamenn til sinna starfa, enda smalaðist vel. Eftirleitar- menn fengu hinsvegar leiðinda- veður sem tafði þó lítt för þeirra, enda þakið harðsnúnasta liði. Laugardaginn þriðja nóv. s.l. skall á stórhríð nokkuð skyndi- lega, þustu menn þá til að setja inn geldneyti og fé. Bjössi í Hvítárdal kveðst ekki hafa oft lent í slíkum eltingarleik við fé á fjalli sem nú við kvígur nágranna sinna sem stukku upp um fjöll og firnindi. Að minnsta kosti fjórar kvígur létu lífið og hröktust í skurði, svo og eitthvað af fé, en nú eru menn í óða önn að ná saman ánum í hús og finnst mér sem þar með sé vetur í garð genginn. Bíll til sölu: Toyota Corona Mark II árg '77. upplýsingar í síma3873 og 3993. LEIKIR Ferðaleikir eru margir til og auka ánægju yngstu ferðalanganna. Orðaleikir, gátur, keppni I hver þekkir flest umferðarmerki og bíla- talningarleikir henta vel i þessu skyni.

x

Fréttamolinn : óháð fréttablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttamolinn : óháð fréttablað
https://timarit.is/publication/1719

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.