Fréttamolinn : óháð fréttablað - 13.11.1985, Side 5
Fréttamolinn
Bjarni Baldursson.
Útgerðarfélagið Auðbjörg í
Þorlákshöfn gerir út nótabátinn
Arnar ÁR 55 og rekur fisk og
síldarverkun, auk þess að vera
matstöð fyrir ailan bátaflotann.
„Þetta tvöfalda verð á síldinni
uppúr sjó tel ég vera stórhættu-
Guðmundur Friðriksson í
Hafnarnesi hefur verið að salta
síld í fyrsta sinn nú í ár. Hann
hefur lagt út í miklar fjárfesting-
ar í nýjum og mjög vönduðum
tækjabúnaði fyrir síldarverkun.
„Ég fékk ekki síld fyrr en
undir það síðasta vegna veðurs
og annarra aðstæðna. Menn eru
náttúrulega fyrst og fremst að
gera út þessa báta til að skapa
sér aðstöðu og vinna aflann hér.
Á meðan að þessi heildarkvóti á
söltun er við líði yfir alla línuna
þá verður þetta eilíft kapphlaup
að ná sem mestu áður en kvótinn
er fylltur. Það þarf að breyta
þessari tilhögun þannig að menn
fái allavega hlutdeild í söltun
kvóta sinna eigin skipa og þá
væri líka hægt að hafa meiri
Fréttamolinn FM
legan leik. Þar sem ekki gildir
sama verð fyrir síld uppúr sjó
hvort hún eigi að fára í frystingu
eða í salt,“ sagði Bjarni Baldurs-
son í Auðbjörgu.
„Rússarnir eru eðlilega þyngri
í samningum og furða sig á því
að síldin skuli vera verðmeiri í
sjónum ef það á að salta hana
fyrir þá, en mun ódýrari ef það á
að frysta hana fyrir Þjóðverja.
Þetta gerir það líka að verkum
að öll síld er söltuð framan af og
þegar mikið berst að þá er hætta
á því að hráefnið geti legið undir
skemmdum því ertginn vill landa
í frystingu á meðan möguleiki er
á því að salt^. Eins endurtekur
sig sami leikur þegar söltun er
lokið, þá hrúgast upp síld í
frystingu. Ef það væri sama verð
á allri síld væri minni hætta á
skemmdum þótt mikið bærist
að. Þá yrði síldin unnin jöfnum
höndum bæði í salt og frost.“
Guðmundur Friðriksson.
hagræðingu við vinnsluna. En á
meðan þetta kerfi er við líði
verður þetta eilífur blóðspreng-
ur.“
Magnús Brynjólfsson.
Þótt Suðurvör sé ungt fyrir-
tæki að árum er það nú að ljúka
sinni þriðju síldarvertíð, en á
Næsta
blað
Næsti Fréttamoli kemur
ekki út fyrr en um miðjan
desember og verður þá vænt-
anlega stærri og viöameirf en
gengur og gerist, í tilefni jól-
anna.
Þeir sem áhuga hafa á að
auglýsa í því blaði eru vin-
samlega beðnir um að hafa í
huga auglýsingasíma blaðsins
sem eru 99-3438 og 99-3617.
Efni og auglýsingar verða
að hafa borist blaðinu fyrir 7.
desember í síðasta lagi. Þetta
vegna þess, að allar prent-
smiðjur eru yfirhlaðnar verk-
efnum um þennan tíma og
þurfa því að geta gengið að
efnu vísu, svo engin bið verði
í vinnslunni._-Ritstjórn
Eyrarbakka hefur fyrirtækið að-
stöðu til síldarflökunnar og hafa
þar bæði verið verkuð salt og
súrflök. Eftir að þeirri verkun
lýkur verður þar síldarfrysting.
Magnús Brynjólfsson verk-
stjóri og einn af eigendum fyrir-
tækisins sagði: „Við erum mjög
ánægðir með útkomuna á okkar
bát Hafnarvík ÁR 113 og þá
sérstaklega mannskapinn sem
hefur greinilega lagst allur á eitt
með góðan frágang hráefnisins,
ásamt því að koma með hverja
einustu pöddu sem þeir geta
veitt, hingað til okkar í stað þess
að landa henni fyrir austan. Ég
er aftur á móti ákaflega svart-
sýnnh á framhald síldarsöltunar
á næstu árum vegna fastrar geng-
isstefnu stjórnvalda og verð-
bólgu í landinu ásamt áfram-
haldandi sókn Rússa í lækkun
síldarverðs. Ef svo fersem horfir
þá gæti þetta orðið síðasta ver-
tíðin sem augljóslega verður afar
slæmt bæði fyrir fyrirtækin hér
og fólkið sem við þetta starfar.“
RAFVÖR SF.
ÞORLÁKSHOFN
Raflagna- og raftœkjaverkstœði
Sími: 99 - 3993 - Box 33
Heimasímar: 3999 og 3873
Er tregða í rafmagninu? Við kippum því
strax í liðinn.
Bendum einnig á okkar víðfræga vöru-
úrval á öllum hæðum. ..
Gróft og fínt líka.
Rafvör sf.
• • Selvoghsbraut 4
sími 3993
Verslun - raflagna og raftækjaverkstæði
0 3545
VÖNDUÐ VINNA-VANIR MENN
SHARP örbylgjuofnar:
R 4060 kr. 9.990 stgr.
R 5200 kr. 14440 stgr. (Hvítur eða brúnn)
R 6200 kr. 18.670 stgr. (Hvítur eða brúnn)
R 5150 kr. 14.080 stgr.
Leiðarvísir á íslensku. Námskeið fylgir.
Selvogsbraut 4 s:3545
Munið 3 myndir og
frítt tæki.
Killing Fields
Hvers vegna ég?
Odds and Evens
Blame it on Rio
Lords of Disipline
Skammdegi
Bustin loose
Top-secret
Mad Max
Uncommon valour
The key to Rebekka 1 -2
Jamaica 1-2
Löggan með lurkinn 1 -3
og fjöldi annarra
góðra mynda.