Sambandstíðindi - 20.07.1983, Side 3

Sambandstíðindi - 20.07.1983, Side 3
SAMRÁÐ - Framhald af bls. 2 - Hinn 4. júlí héldu ráðherrarnir Stein- grlmur Hermannsson og Geir Hallgrlms- son fund meó fulltrúum launþega og at- vinnurekenda, þar sem m.a. var birt skýrsla um þjóóhagshorfur og rætt um fyrirkomulag samráós á næstunni. Eftir fundinn sendi SlB svohljðóandi bréf til ráóherranna, ásamt afriti til ASI og BSRB: "A fundum mióstjðrnar ASI og stjórnar BSRB hinn 10. mal 1983, voru samþykkt- ar samhljóóa ályktanir um efnahags- og kjaramál. 1 ályktununum setja stjórn- irnar m.a. fram markmió I átta lióum, sem stuóla eigi aó virkri atvinnuupp- byggingu sem kjarna nýrrar efnahags- stefnu. A fundi samráósaóila um efnahags- og kjaramál, sem haldinn var I ráöherra- bústaðnum hinn 4. júlí slöastliöinn bar umræddar ályktanir á góma. Samband Islenskra bankamanna vill taka undir meginatriöi ályktananna og vill sérstaklega vekja athygli á tveimur þáttum þeirra ábendinga, sem þar koma fram. I hinni fyrri segir: "Ahersla verói lögö á hagræóingu I bankastarfsemi, verslun og annarri þjónustu". Samband Islenskra bankamanna tekur undir þessa tillögu. Sambandiö vill ennfremur undirstrika þá grundvallarafstöóu slna, aó þegar unnió er aó áformum um hagræó- ingu I stofnunum og fyrirtækjum, ber aö hafa fullt samráö og samvinnu vió starfsmenn og samtök þeirra. A grund- velli þessa mun Samband Islenskra bankamanna ekki skorast undan aó taka fullan þátt I sllku hagræóingarstarfi. 1 þessu sambandi vill SlB sérstaklega koma á framfæri þeirri kröfu, aó vió endurskoðun bankakerfisins, sem nú er unnió aó af sérstakri stjórnskipaðn nefnd, bankamálanefnd, verói tekið fullt tillit til sjónarmióa bankastarfs- manna. 1 seinni ábendmgu ASl og BSRB, sem SlB vill vekja athygli á, segir: "Skipuleg úttekt fari fram á atvinnumálum meö sérstakri hliósjón af áhrifum nýrrar tækni á mannafla". Samband Islenskra bankamanna er þeirrar skoóunar, aö þarna sé hreyft mjög þýó- ingarmiklu máli, sem ekki sé seinna vænna aö taka til gaumgæfilegrar athug- unar, eins og skýrt kom fram af hálfu fulltrúa SlB I vióræðum vió forsætis- ráöherra hinn 20. júnl síóastliðinn. Ljóst er aö nú vofir yfir tæknibylting, sem valda mun mikilli röskun I atvinnu- llfinu og breytingum á hefóbundnum störfum og starfsaóferóum. Ef tækm- bylting þessi á aó veróa landsmönnum öllum til framdráttar, en ekki ein- göngu einstökum fyrirtækjum, veróa stjórnvöld aó setjast nióur meó fulltrú- um launþega og atvinnurekenda og reyna aö átta sig á þvl, hvers konar þjóófél- ag viö viljum aö tæknin færi okkur. Nú standa fyrir dyrum I bankakerfinu tæknibreytingar, sem jafna má vió byltingu I bankastarfsemi. Sambandiö hefur lagt ríka áherslu á aó öólast rétt til áhrifa I þessum efnum og meóal annars vióaö aó sér miklum upplýsingum þar aó lútandi. SlB telur sig geta miólað af nokkurri þekkingu I tæknimálum, m.a.annars á grundvelli samstarfs norrænna bankamanna á þessum sviöum. A 33. þingi SlB fyrr á þessu ári, var geró sérstök ályktun um tæknimál. Þar er stjórn SlB m.a. falió aó beita sér fyrir samstarfi milli samtaka launamanna I þeim tilgangi aó stýra tæniþróuninni I atvinnullfinu og bæta úr þeim ágöllum sem henni kunna aó fylgja. Loks vi11 SlB taka undir áskorun ASl og BSRB til stjórnvalda og stjórnmála- flokka, aó nú verói brotió blaö I efna- hagsstjórn, og aö sem víðtækastri sam- stöóu verói náö um stefnu, sem taki til- lit til sjónarmióa verkalýóshreyfingar- innar. SlB hefur fullan hug á, aö taka virkan þátt I þessu starfi, ef úr veró- ur. Enda þðtt sambandió eigi ekki hlut aö umræddri ályktun ASl og BSRB, vill það koma á framfæri áhuga slnum á þess- um málum."

x

Sambandstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1703

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.