Fréttablaðið - 04.11.2022, Page 13

Fréttablaðið - 04.11.2022, Page 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 4. nóvember 2022 Gjafir sem stuðla að útivist og ánægju starfsfólks Nú styttist í þann tíma þegar fyrirtæki fara að huga að jólaglaðning fyrir starfsfólkið. Það getur oft flækst fyrir stjórnendum hvað skuli velja til að sýna starfsfólkinu þakklæti. Icewear hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki að finna hina fullkomnu starfsmannagjöf. 2 Bryndís R. Hákonardóttir, markaðsstjóri Icewear, í fallegri Icewear úlpu einangraðri með íslenskri ull. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK jme@frettabladid.is Hljómsveitin Umbra, sem skipuð er þeim Alexöndru Kjeld, Arngerði Maríu Árnadóttur, Guðbjörgu Hlín Guðmundsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, kemur fram á hádegistónleikum Iceland Air­ wav es í Hallgrímskirkju á morgun, laugardag 5. nóvember, klukkan 12.00. Miðaverð er 2.000 krónur. Umbra hefur reglulega haldið tónleika víðs vegar um heiminn á ýmsum tónlistarhátíðum. Sem dæmi má nefna í Svíþjóð, Kaup­ mannahöfn og Helsinki. Haustið 2021 fór hópurinn í tónleikaferð til Hollands. Hljómsveitin er svo á leið til Strassborgar á mánudag að spila hjá Evrópuráðinu. Tilnefndar til verðlauna Umbra hefur gefið út fimm plötur hjá Dimmu. Fyrstu þrjár hlutu allar tilnefningu til Íslensku tónlistar­ verðlaunanna sem plata ársins í flokki þjóðlagatónlistar. Úr myrkr­ inu kom út 2018 og inniheldur forn lög úr evrópskum handritum sem tengjast dekkri hliðum mannlegrar tilveru. Jólaplatan Sólhvörf kom út sama ár og bar sigur úr býtum á hátíðinni 2019. Þriðja platan Llibre vermell kom út í nóvember 2019. Á tónleikunum á laugardaginn flytja þær efni af nýrri plötu þeirra, Bjargrúnir sem kom út í maí síðast­ liðnum, þar sem íslensk þjóðlög og ballöður fá að njóta sín í einstakri útsetningu Umbru. Hægt er að nálgast miða á tix.is. n Íslensk þjóðlög í Umbrubúningi Umbra kemur fram í Hallgrímskirkju á laugardag. MYND/AÐSEND HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.