Fréttablaðið - 04.11.2022, Síða 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654
Eftir dauða T’Challa konungs þurfa
Ramonda drottning, Shuri, M’Baku,
Okoye og Dora Milaje að berjast til
að verja Wakanda konungdæmið
fyrir ágangi heimsvelda.
Hetjurnar verða að snúa bökum
saman til að marka þjóð sinni nýja
framtíð.
Marvel Studios hóf undirbúning
strax eftir frumsýningu Black
Panther í febrúar 2018. Fljótlega
tókust samningar við leikstjórann,
Ryan Coogler, um að hann leik-
stýrði einnig framhaldsmyndinni,
Black Panther: Wakanda Forever,
og um mitt ár 2019 staðfesti Marvel
Studios að vinna væri hafin.
Í ágúst 2020 lést Chadwick
Boseman, sem lék T’Challa konung,
af völdum ristilkrabba og setti það
strik í reikninginn varðandi undir-
búning framhaldsmyndarinnar.
Marvel ákvað að fá ekki nýjan
leikara í hlutverkið. Aðrir leikarar
úr fyrri myndinni snúa hins vegar
aftur og titill nýju myndarinnar var
tilkynntur í maí 2021.
Tökur hófust svo seint í júní það
ár og stóðu yfir fram í nóvember.
Tekið var upp í Atlanta og Bruns-
wick í Georgíu-fylki og einnig í
Boston í Massachusetts, en gera
þurfti hlé á tökum vegna þess að
Letitia Wright slasaði sig við tökur.
Tökur hófust svo á ný í janúar á
þessu ári og lauk þeim seint í mars í
Púertó Ríkó.
Upphaflega ætlaði Ryan Coogler
að láta Black Panther: Wakanda
Forever og fleiri framhaldsmyndir
snúast að einhverju leyti um það
hvernig T’Challa í meðförum Chad-
wicks Bosman myndi vaxa sem
konungur þar sem ríki hans var
nýtt af nálinni í kvikmyndaheimi
Marvel þrátt fyrir að í mynda-
sögum Marvels hefði hann ríkt frá
því að hann var barn að aldri.
Allt breyttist þetta samt, eins og
oft gerist með bestu áætlanir músa
og manna. Chadwick Boseman
lést úr ristilkrabba 28. ágúst 2020.
Coogler leikstjóri sagðist ekki hafa
vitað af veikindum Bosemans,
síðasta árið hefði hann verið að
ímynda sér og semja texta fyrir
hann sem aðdáendur myndu nú
aldrei njóta.
Niðurstaðan í Black Panther:
Wakanda Forever svíkur hins vegar
engan Marvel-aðdáanda. n
Sambíóin, Smárabíó Háskólabíó og
Laugarásbíó
Missir, sorg og hefnd
Fróðleikur
n Ryan Coogler hefur sagt að það erfiðasta sem hann hafi gert sé að
gera þessa mynd án Chadwicks Boseman.
n Derrick Boseman, bróðir Chadwicks, var á móti því að skrifa
T’Challa, persónuna sem bróðir hans lék í Black Panther, út úr
myndaflokknum eftir dauða Chadwicks. Hann telur að ráða hefði
átt nýjan leikara og að bróðir hans hefði ekki viljað láta persónuna
deyja með sér.
n Tenoch Huerta lærði tungumál Maya fyrir hlutverk sitt sem Namur.
Hann var ósyndur en lærði einnig að synda fyrir hlutverkið.
n Þrítugasta myndin í kvikmyndaheimi Marvel.
Frumsýnd
11. nóvember 2022
Aðalhlutverk:
Tenoch Huerta, Angela Bas-
sett, Danai Gurira, Letitia
Wright og Lupita Nyong’o
Handrit:
Ryan Coogler og Joe Robert
Cole
Leikstjórn:
Ryan Coogler
Skrýtinn heimur snýst dálítið um
hinn réttnefnda Finn Klængs, sem
er úr Klængs-fjölskyldunni sem á
sér glæsta sögu sem heimsþekktir
landkönnuðir, þeir bestu í öllum
heiminum.
Finnur hefur bara alls engan
áhuga á að feta í fótspor fjölskyldu
sinnar.
Í stað þess að lifa ævintýralegu,
ófyrirsjáanlegu, háværu og hættu-
legu lífi landkönnuðarins þráir
hann það eitt að vera bóndi, rækta
landið og búa við kyrrð og hæglæti
í sínu lífi.
Nú virðast þessi áform Finns
vera í fullkomnu uppnámi vegna
þess að á vegi hans og fjölskyldu
hans verður heimur sem erfitt er að
átta sig á og útskýra, heimur sem
hreinlega býður náttúrulögmál-
unum byrginn.
Viðbrögð Finns annars vegar
og annarra í fjölskyldu hans hins
vegar við átökum og hættu eru
mjög ólík en nú þurfa þau öll að
láta fjölskyldudeilur lönd og leið
ætli þau raunverulega að komast
að því hvað þessi nýi og ókunni
heimur hefur upp á að bjóða.
Klængs-fjölskyldan gengur á vit
hins óþekkta í fylgd með saman-
safni ólíkindatóla, stríðinni klessu,
þrífættum hundi og fjölda glor-
hungraðra kvikinda.
Leikstjórinn, Don Hall, segir
innblásturinn að Skrítnum heimi
koma frá sígildum ævintýrum.
Myndin sé ævintýragrínmynd um
þrjár kynslóðir Klængs-fjölskyld-
unnar sem nái að sýna samstöðu
þrátt fyrir skiptar skoðanir þegar
þær þurfa í sameiningu að kanna
undarlegan, stórfenglegan og
gjarnan fjandsamlegan heim.
Hall segir söguþráðinn í Skrítn-
um heimi sækja margt í mynda-
sögur frá því snemma á síðustu
öld, sem hann hreifst mjög af sem
barn. Í þeim fundu landkönnuðir
gjarnan horfna heima eða fornar
verur. „Þarna fékk ég innblásturinn
að Skrítnum heimi,“ segir hann.
Sumir segja að myndin minni á
aðra Disney-mynd, Atlantis: The
Lost Empire, sem einnig fjallar
könnuði sem fara um svæði sem
umheimurinn hefur að mestu látið
ósnortin.
Afbragðsgóð íslensk talsetning
gerir Skrítinn heim að tilvalinni
kvikmynd fyrir alla fjölskylduna. n
Sambíóin, Smárabíó, Háskólabíó
og Laugarásbíó
Fyndið og þroskandi ævintýri
Fróðleikur
n Upphaflega átti myndin að heita Finnur Klængs
n Nafn myndarinnar má rekja til tveggja myndasagna frá sjötta
áratug síðustu aldar. Önnur þeirra var gefin út af Atlas Comics
(forvera Marvel Comics sem er í eigu Disney)
n Sextugasta og fjórða teiknimyndin frá Disney.
Frumsýnd
25. nóvember 2022
Aðalhlutverk:
Ævar Þór Benediktsson,
Steinn Ármann Magnússon,
Benedikt Gylfason, Sólveig
Guðmundsdóttir og Þórunn
Erna Clausen
Handrit:
Í íslenskri þýðingu Haralds G.
Haralds, söngtextar þýddir af
Birni Thorarensen.
Leikstjórn:
Rósa Guðný Þórsdóttir
Talsett á íslensku
2 kynningarblað 4. nóvember 2022 FÖSTUDAGURKVIKMYNDIR MÁNAÐARINS