Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.11.2022, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.11.2022, Qupperneq 30
Nú eru margir á því að Tútankamon hafi ekki verið drepinn eins og áður var talið. Hann þjáðist þó vissulega á sinni stuttu ævi, sem taldi nítján ár, en hann fékk níu sinnum malaríu. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra Jóns Ingvars Jónssonar leiðsögumanns, Laugarnesvegi 114, Reykjavík. Brigitte M. Jónsson Jón Stefán Jónsson Eva Sólan Bríet Helga og Yrsa Röfn Olga Björg Jónsdóttir Nanna Ingibjörg Jónsdóttir Guðmundur Karl Jónsson Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristinn Tryggvason verkstjóri, Rjúpufelli 29, Reykjavík, lést á Sóltúni hjúkrunarheimili miðvikudaginn 2. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Margrét Pálsdóttir Ásta Hulda Kristinsdóttir Ögmundur Kristinsson Jónas Kristinsson Ásdís Eva Hannesdóttir Páll Kristinsson Guðlaug Halldórsdóttir Kristinn Kristinsson Guðný Ósk Ólafsdóttir Rúnar Kristinsson Erna María Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku pabbi, tengdapabbi, afi og langafi, Jón Einar Sigurðsson frá Marbæli í Skagafirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og ljúft viðmót. Berglind Jónsdóttir Brynja Jónsdóttir Jóhannes Eiríksson Kolbrún Lind Steingrímsdóttir afabörn og langafabörn Þennan dag árið 2008 fór Barack Hussein Obama með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkj- unum. Þann 20. janúar 2009 var hann svo settur í embætti sem 44. forseti Bandaríkjanna. Obama var fyrsti svarti maðurinn sem gegndi embætti Bandaríkjafor- seta og fimmti svarti maðurinn sem setið hafði í öldungadeildinni. Obama bauð sig fram sem fulltrúi Demókrata- flokksins og tilkynnti það í febrúar 2007. Aðalkeppinautur hans var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú, en hún þurfti að játa sig sigraða þegar forskot Obama jókst stöðugt. Sumarið 1992 hafði Obama tekið virkan þátt í kosn- ingabaráttu Bills Clinton fyrir forseta- kosningarnar það ár. Eftir sigur hans lýstu Clinton-hjónin stuðningi við Obama og hvöttu stuðningsmenn sína til að gera slíkt hið sama á landsfundi Demókrata 2008. Obama tilnefndi Joe Biden sem varaforsetaefni og meðframbjóð- anda sinn þann 23. ágúst 2008. Biden er núverandi forseti. Slagorð Obama var Yes We Can. John McCain öldungadeildarþing- maður bauð fram fyrir Repúblikana- flokkinn. Obama sigraði í kosning- unum með 52,93 prósentum af greiddum atkvæðum á landsvísu. Hann hlaut þá 365 af 538 atkvæðum kjörmannaráðs. McCain var í öðru sæti með 45,65 prósent atkvæða á landsvísu og 173 atkvæði kjörmanna- ráðs. n Þetta gerðist: 4. nóvember árið 2008 Obama sigrar í forsetakosningum Barack Obama og eiginkona hans Mich- elle Obama. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Merkisatburðir 1520 Stokkhólmsvígin hefjast eftir að Kristján 2. hafði verið krýndur konungur Svíþjóðar í Stokkhólmi. 1605 Upp kemst um Púðursamsærið þegar varðmenn finna Guy Fawkes í kjallara Westminsterhallar. 1677 Brúðkaup Maríu Englandsprinsessu og Vilhjálms 3. af Óraníu. 1897 Fjórir bátar farast á Ísafjarðardjúpi í ofsaveðri og einn á Skjálfanda og með þeim tuttugu og tveir menn. 1942 Áhöfn Brúarfoss bjargar 44 mönnum úr áhöfn enska skipsins Daleby, sem sökkt var á milli Íslands og Bandaríkjanna. 1950 Samningur um verndun mannréttinda og mann- frelsis er undirritaður á ráðherrafundi Evrópu- ráðsins. 1956 Rauði herinn gerir innrás í Ungverjaland til að berja niður uppreisn. 1969 Tveir strætisvagnar skella saman á Skúlagötu í Reykjavík og slasast sautján farþegar. 1979 Um 300 íranskir stúdentar hertaka bandaríska sendiráðið í Teheran og taka 52 gísla. 1980 Ronald Reagan sigrar Jimmy Carter í forseta- kosningum í Bandaríkj- unum. 1985 Okurmálið kemur upp þegar Hermann Björgvins- son hjá Verðbréfamark- aðnum er handtekinn vegna gruns um okurlána- starfsemi. 1992 Breska þingið samþykkir Maastricht-sáttmálann með naumum meirihluta. 1995 Yitzhak Rabin forsætisráð- herra Ísraels er skotinn til bana af öfgasinnuðum Ísraela. 2001 Fellibylurinn Michelle gengur yfir Kúbu og veldur miklu tjóni. 2016 Parísarsamkomulagið tekur gildi 30 dögum eftir að 55 lönd höfðu fullgilt samninginn. Á þessum degi fyrir eitt hundrað árum fannst gröf egypska faraós- ins Tútankamons. ragnarjon@frettabladid.is  Fjölmiðlakonan Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir hefur lengi haft áhuga á Egypta- landi hinu forna. Húnt telur að þeir starfshættir sem Howard Carter notaði við fund grafar faraósins Tútankamons fyrir sléttri öld hafi að vissu leyti verið mjög frumstæðir. „Howard Carter sem fann gröfina hafði verið lengi að grafa í Egyptalandi og á vissan hátt þá gerði hann suma hluti mjög vel. Hann til dæmis skráði allt og myndaði mjög nákvæmlega. En það sama verður ekki sagt um smyrling- inn sjálfan og umgengni við hann.“ Ragnheiður segir að tæknin hafi verið takmörkuð og því verið erfitt að eiga við líkið. „Tæknin var ekki komin á þann stað sem við erum á núna. En svo virðist vera að sumt af þeim meinum sem talið var að hefðu orðið faraónum að bana hafi verið tilkomin vegna þess að líkinu hafi verið raskað harkalega.“ Hún tekur þó fram að það beri að virða það framlag sem Carter lagði til vísindanna. „Hann var á vissan hátt frumkvöðull í fyrri tíma fornleifafræði þar sem hann skráði allt, ljósmyndaði og skipulagði,“ segir Ragnheiður. „En það er ekki þar með sagt að þessir menn hafi kunnað að fara með smyrlinga. Þar að auki er talið að Tút- ankamon hafi verið smurður í hasti og kannski hafi þau efni sem notuð voru til að varðveita líkama hans ekki verið nógu góð.“ Með tímanum hafi svo tækninni f leygt fram, þar á meðal í erfðavís- indum, svo að í dag séu menn ekki á eitt sáttir um það hvað dró hinn unga konung til dauða. „Nú eru margir á því að Tútanka- mon hafi ekki verið drepinn eins og áður var talið. Hann þjáðist þó vissu- lega á sinni stuttu ævi, sem taldi nítján ár, en hann fékk níu sinnum malaríu. Sú síðasta reyndist honum erfiðust því þá var hann með opið beinbrot. En á þessum tíma var auðvitað ekki til neitt pensilín.“ Hún tekur þó fram að auðvitað séu fræðimenn ekki sammála um þetta. „Menn vilja hafa þetta dramatískt. Til dæmis hefur því verið haldið fram að keyrt hafi verið á hann af stríðsvagni annars konungs. Það eru beinbrot á rifjum en það er ekki gott að sjá hvort það sé gert af Carter og hans mönnum eða hvort þetta hafi verið morð. Við verðum bara að geta í eyðurnar og velja hvað okkur þykir réttast.“ n Margar óleystar gátur í gröf Tútankamons TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.