Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1927, Blaðsíða 6

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.01.1927, Blaðsíða 6
4 Ljósmagnið og Ijósmálið er talið í sjómilum (1 sm. = 1852 m). Ljósmagnið er miðað við þá fjarlægð, sem ljósið mun sjást, í meðalgóðu skygni, að því tilskildu, að það standi nægilega hátt, en reiknað er með, að augað sje 5 m. yfir sjó. Ljósmálið telur hve langt ljósið muni sjást í meðalgóðu skygni, þegar augað er 5 m. yfir sjó, en reiknað með að hásjávað sje. — Þegar lágt er í sjó mun ljósmálið verða meira, alt að því sem svarar ljósmagninu, í hlutfalli við sjávarhæðarmismuninn. Sbr. töfluna hjer á eftir. Hæð logans yfir sjó er talin í metrum og miðuð við meðalflóð. Allar áttirnar eru gefnar rjettvisandi frá skipinu og taldar frá norðri til austurs í kring, þannig að 0° er norður, 90° austur o. s. frv. (360° = 0°). Auglýsingar um allar breytingar á vitum og sjómerkjum koma í Lögbirtingablaðinu, ef eitthvað sjerstakt markvert ber að, er það jafnframt tilkynt frá loftskeytastöð Reykjavikur kvölds og morguns, strax á eftir veðurskeytatilkynningunni, og eru slíkar tilkvnningar gefnar með fyrirsögn: „vitatilkynning“, fyrst á is- lensku, svo á ensku. UM POKULÚÐRA Um þokulúðra ber þess að gæta, sem hjer segir: að aldrei er hægt að vita hve langt hljóðið berst, það er algjör- lega undir ásigkomulagi loftsins komið. Stundum getur hljóðið heyrst yfir 10 sjóm., en stundum ekki einu sinni 2 sjóm. Einnig getur komið fyrir, að það heyrist betur í mikilli en lítilli fjarlægð. að þoka getur verið á sjó, einkum á nóttum, án þess að vart verði við það á þokulúðurstöðinni. að mjög örðugt er að gjöra sjer grein fyrir, í hvaða stefnu eða hve langt maður er frá þokulúðrunum. að bergmálið frá þokulúðrunum er oft öðruvísi en hljóðið sjálft, vanalega lengra og veikara og heyrist stundum úr öfugri átt. að samkvæmt framanskráðu ber að skoða þokulúðurinn aðallega sem varúðarmerki og til áminningar fyrir sjófarendur um að sigla hægt og gætilega og nota sökkuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi
https://timarit.is/publication/1730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.