Skrá yfir vita og sjómerki á Íslandi - 01.11.1931, Blaðsíða 12
12
er talin góð, betri ura fló8 en um fjöru og bezl um hálffallinn
sjó. Grjót er í lendingnmii og er hún talin ófær í stórbrimi af
vestri.
e. ATLASTAÐIR í FLJÓTAVÍK
Lendingin er í Atlastaðhlið innan viS Kögur. í lendingunni
er grjótkambur frá flæðarmáli upp að grasi. Hún er góð um flóð,
slæm um fjöru, en ófær sem neyðarlending,
f. REKAVÍK VII) HORN
Lendingin er beint niður undan bænum. í lendingunni er
slórgert malargrjót, en hún getur orðið nokkuð sandborin eftir
stórbrim. Lendingin er miður góð, ef nokkur er i sjó, sérstak-
lega í norðanátt. Jafngott er að lenda um flóð og um fjöru.
g. HORN í HORNVÍK
Lendingin er beint niður undan Hornbænum. Grjót og klapp-
ír. llm fjöru eru grynningar á leiðinni, yfirlcitt er lendingin
miður góð.
h. HÖFN í HORNVÍK
Lendingin er norðanhalt við hvítt pakkhús á sjávarbakkan-
um. Stefna VNV. í flæðarmáli er sandur, en malargrjót fyrir of-
an. Á leiðinni eru klappir og sker, sem flýtur yfir um flóð, en
eru þurr um fjöru. Lendingin er talin heldur góð, betri um flóð.
Sem neyðarlending er notuð önnur lending nokkru innar,
undir kletti sem kallaður er Hamar. Þar er sléttur sandur og eng-
in sker á leiðinni.
92. BORGARFJARÖARHREFJPUR
a. NJARÐVlK
Lendingin er í suðurhorni Xjarðvíknr, beint út af Króks-
bakkabænum, sunnan Njarðvíkurár. Lendingin liggur i vestur.
Leiðarmerki eru engin. Lendingiii er talin miður góð, kvikan
venjulega minnst um fjöru. Sandfjara.
b. GEITAVÍK
Lendingin er suður af Geilaviknrbænum, syðst í sandfjör-
unni fyrir víkurbotninum. Liggur í suðvestur. Sandfjara. en
grunnt um fjöru. Leiðarmerki eru engin. Blindsker eru í leið-
inni, og inn um mjótt sund að fara, sem ekki er fært ókunnugum.
Lendingin er talin miður góð, en betri um hálffallinn sjó.