Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Qupperneq 7

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Qupperneq 7
5 SPÁNSKA VEIKIN Spánska veikin erlendis Spánska veikin skall yfir heiminn í þremur bylgjum. Fyrst bar á henni veturinn 1917 og vorið 1918 (32) . Smitið barst þá nán- ast um allan heim, aðeins örfáar eyjar sluppu. Talið er að um 50% mannkyns hafi sýkst í fyrstu bylgjunni, en tiltölulega fáir dóu. Margir hermenn á vígvöllum Evrópu í fyrri heimsstyrjöldinni tóku veikina og var hún þá kölluð ýmsum nöfnum eftir því hverjir áttu í hlut . Þannig nefndu breskir hermenn veikina "Flanders grippe", Kínverjar í her Frakka fengu "Chung-king fever" og þýskir hermenn þjáðust af "Blitzkatarrh". Önnur bylgja veikinnar hófst í september 1918 og var hún öllu verri en sú fyrsta. Máttu þeir teljast heppnir, sem sýkst höfðu í fyrstu bylgjunni, því þeir reyndust nú ónæmir. A þá sem veiktust x annarri bylgjunni lagðist veiran þungt. Veiran varð mjög mannskæð og ólík öðrum afbrigðum af inflúensuveiru að því leyti, að hún lagðist þungt á ungt og hraust fólk. Ef til vill hefur roskið fólk haft ein- hver mótefni fyrir. Athyglisvert er, að þannig hegðaði inflúens- an í Fort Dix sér einnig, þar eð hún lagðist á unga og hrausta hermenn. Or annarri bylgju spánsku veikinnar létust alls um 20 milljónir manna víða um heim (32). Þess ber að geta að margir létust úr bakteríulungnabólgu, sem kom í kjölfar inflúensuanar. Þriðja bylgjan kom svo vorið 1919, en var fremur væg. Spánska veikin á íslandi Spánska veikin kom yfir landið í þremur bylgjum eins og víðast hvar annars staðar (8, 28, 33). Fyrsta aldan kom í júní 1918 og barst með skipum frá Englandi og Danmörku. Kom hún fyrst til Reykjavíkur, en barst þaðan út um sveitir. 1 skýrslum er veik- innar getið á Eyrarbakka, í Mýrdal og á Síðu, einnig á Skipaskaga og í Stykkishólmi. Ef til vill hefur hún borist til Akureyrar, en það' er óvíst. Önnur bylgjan, hin eiginlega spánska veiki, barst til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar seinni hluta október 1918 frá Danmörku, Eng- landi og Bandaríkjunum. Barst hún síðan út um landið. Veikin barst til 16 eða 17 læknishéraða sunnan- og vestanlands. Strangri sóttvörn var komið á og voru m.a. hafðir verðir á Holtavörðuheiði og við Jökulsá á Sólheimasandi. Tókst á þennan hátt að verja Norður- og Austurland. Öll læknishéruð austan og norðan við svæð- ið frá Rangárhéraði til Hesteyrarlæknishéraðs sluppu við veikina og einnig nokkur héruð á Vesturlandi, þ.e. Ólafsvíkur-, Dala-, Reyk- hóla-, Flateyjar-, Patreksfjarðar- og Bíldudalslæknishérað. Veik- in stakk sér niður í Miðfjarðarlæknishérað, en fljótlega tókst að einangra sjúklingana. Veikin var mjög mannskæð, sérstaklega í þéttbýli. Skráðir sjúkling- ar voru 6914 og dánir 459 eða 10,1 o/oo af mannfjöldanum í sýktu

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.