Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 8

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 8
6 héruðunum. Talið er, að um 20% sjúklinganna hafi fengið lungna- bólgu. Tafla I sýnir aldursdreifingu 6903 sjúklinga. Tafla 1 (Table 1) Aldursdreifing 6903 sjúklinga, sem fengu spánsku veikina (8). (Age distribution of 6903 "Spanish flu" patients in Iceland 1918) Aldur (Age) Fjöldi (Number) % 0 - 1 árs (years) 119 1,8 1-5 ára 659 9,5 5-15 - 1147 16,5 15-65 - 4816 69,8 >•65 162 2,4 Eins og sést á töflu 1 er mest tíðni hjá fólki á besta aldri. 1 Reykjavík dóu um 16 manns af hverju þúsundi íbúa. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir því, að skráning veikra var mjög ófullkomin, t.d. eru skráðir sjúklingar í Reykjavík um þrjú þúsund, en héraðslæknir taldi, að um tíu þúsund hefðu veikst. íbúax Reykjavíkur voru þá 15.328 (29). 1 skýrslum töldu tveir aðrir læknar, Gísli Pétursson og ólafur Finsen að 80 - 90% íbúa í sínum héruðum hefðu veikst . Þeir sem sýkst höfðu vorið 1918, sluppu flestir í annarri bylgjunni. Sú bylgja faraldursins, hin eigin- lega spánska veiki, gekk yfir á þremur mánuðum. í marsmánuði 1919 kom þriðja bylgjan. Var hún fyrst framan af talin vera önnur kvefsótt, bronchitis og bronchopneumonia og skráð þannig á farsóttaskýrslum. Þrennt var athyglisvert við þessa síðustu bylgju (7): 1. Mörg börn, sem nýlega höfðu fengið spánsku veikina sýktust. 2. Allmargir aðkomumenn úr inflúensulausum hér- uðum sýktust ekki. 3. Veikin lagðist framan af nær eingöngu á börn, flest á aldrinum 0-5 ára. Breiddist veikin um mest allt landið á tveimur mánuðum. Eftir því sem á leið, sýktust fleiri fullorðnir, sérstaklega í þeim héruðum, sem sluppu við hina upp- runalegu spánsku veiki. Skráðir voru 4182 sjúklingar, sem er sjálfsagt of lág tala og 91 dóu. Guðmundur Hannesson (Heilbrigð- isskýrslur) telur ekki nelnn vafa leika á því, að þessi veikindi hafi stafað af inflúensu, en upphaf faraldurs þessa er fremur óvenjulegt miðað við inflúensu og einnig ólíkt þv£, sem gerðist erlendis í þriðju bylgjunni. Vissulega bendir þó hin hraða út- breiðsla sjúkdómsins til inflúensu.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.