Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 13

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 13
11 RANNSÓKN A MÓTEFNUM GEGN INFLÖENSUVEIRUM 1976 Tilhögun Rannsóknin, sem lýst verður hér á eftir, var gerð á tímabilinu frá júníbyrjun til desemberloka 1976. Var aðaltilgangur hennar að athuga ónaanisástand gegn svínainflúensu. Auk þess var ákveð- ið að athuga jafnframt ónæmisástand fyrir nýjasta afbrigði A- stofnsins, svonefndum Viktoriustofni og nýjasta B-stofninum, B/Hong-Kong/5/72. Rannsóknin var framkvamnd undir umsjá Margrétar Guðnadóttur prófessors. Reynt var að safna blóðsýnum úr sem flestum gamalmennum. Einnig var safnað sýnum úr yngra fólki til samanburðar. Hópnum var skipt í tvennt eftir aldri. 1 eldri hluta hópsins var fólk fætt fyrir faraldurinn 1918 eða í honum, en í yngri hlutanum fólk fætt eftir 1918. Reynt var að hafa hlutfallið milli eldri og yngri sem næst 3:2. Þegar kannaðar voru niðurstöður mótefnamælinganna gegn svínainflú- ensu var fólki fæddu fyrir 1930 einnig skipt eftir búsetu. Nú orðið er fremur sjaldgæft að fólk búi á sama stað alla sína tíð . Þurfti því að ákveða til hvaða svæðis það fólk skyldi teljast, sem flust hafði búferlum. Reglurnar, sem farið var eftir við ákvörðun búsetusvæða voru þessar: a) Fólk, fætt 1918 eða fyrr, var talið búsett þar, sem það bjó þegar spánska veikin gekk í landinu. b) Fólk, fætt 1919 - 1930, var talið til þess svæðis, þar sem það hafði búið lengst á því tímabili. c) Yngra fólk var ekki flokkað eftir búsetu. Það var flest úr Reykjavík. Ef yngra fólkið hefði verið talið með, þegar flokkað var eftir búsetu, hefði meðalgildi svínainflúensumótefna í Reykjavík orðið óeðlilega lágt miðað við hin landsvæðin. Tafla 2 (Table 2) Sýnafjöldi frá hverjum stað, þar sem athuguð voru inflúensumótefni 1976 Staður (Location, see Fig 2) Fjöldi sýna (Number of specimens) Reykjavík 634 Patreksfj örður 50 ísafjörður 81 Strandir 38 Akureyri 210 Húsavík 57 Egilsstaðir 54 Seyðisfjörður 47 Neskaupstaður 36 Hveragerði 132 Þorlákshöfn 20 Hafnarfjörður 46 Samtals (Total) 1405

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.