Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Page 14
12
Sýnataka
Tafla 2 sýnir staðina þar sem athugun fór fram og sýnafjöldann
frá hverjum stað. Alls var safnað 1405 blóðsýnum. Ferðast var
um landið, farið á elliheimili og sjúkrahús til að ná til gamla
fólksins og einnig var fólk beðið að koma til blóðtöku skv.
úrtaki úr íbúaskrá á hverjum stað. í Reykjavík var sýnum safn-
að úr blóðgjöfum Blóðbankans til að ná £ umtalsverðan hóp yngra
fólks. Auk blóðsýnis var tekin af hverjum og einum skýrsla um
búsetu, inflúensusýkingar og aðra veirusjúkdóma. Einnig var
spurt um bólusetningar og farið í bólusetningarskýrslur, þar sem
þær voru til.
Blóðsýni voru fengin úr 40 svínum til að fá einhverja hugmynd um
tíðni inflúensumótefna hjá þeim.
Mynd 2 (Fig. 2)
íslandskort, er sýnir staðina þar sem sýnunum var safnað.
Svæðin, sem sluppu við spánsku veikina, eru skástrikuð.
(A map of Iceland showing where sera were collected in this study
and how many specimens were obtained from each location. The
lined part of the map shows the area free of the "Spanish flu"
in 1918.)