Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 22

Heilbrigðisskýrslur - 05.12.1982, Blaðsíða 22
20 ónæmi gegn B-stofni (B/Hong Kong/5/72 (BXl-HP)) Ónæmi eftir aldri Niðurstöður eru skráðar í 5. töflu. Á 12. mynd sést meðalgildi Hl-títra í hverjum aldursflokki um sig. Ekki virðast vera þarna miklar sveiflur á mótefnamagninu milli aldursflokka. Heildar- meðaltal er 125,3 og sést af því, að mótefni fyrir B/Hong Kong/5/72 eru talsvert meiri en mótefni fyrir A/New Jersey- og A/Victoriu- stofni. Einkum á þetta við um eldra fólkið. Hverjir hafa verndandi mótefni? Á 13. mynd sést hve stór hluti hvers aldurshóps hefur meðalgildi stærri eða jafnt og 1/40 fyrir B/Hong Kong/5/72 stofni. ónæmi svína fyrir A/New Jersey- og A/Victoriustofni Nokkur svínablóðsýni voru athuguð til samanburðar við þær mót- efnamælingar, sem hér hefur verið lýst. Sýnin hreinsuðust illa og var mun verra að lesa úr Hl-prófunum. Niðurstöðurnar voru því óljósar og sýnin miklu færri, aðeins 40. Þrátt fyrir slæman aflestur þótti sýnt, að sýnin úr þessum fáu svínum hefðu hvorki mótefni fyrir A/New Jersey-stofni né A/Victoriustofni. Sýnin voru úr stærri svínabúum landsins.

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.