Heilbrigðisskýrslur - 11.12.1990, Page 9
5
að vera heimild um sjúkraflutninga á íslandi á þessum tíma.
Með hliðsjón af skýrslunni ætti einnig að vera auðveldara að gera sér
ljóst hvert skal stefna, hvað það er sem vantar og hvað þarf til að ná
nauðsynlegum umbótum.
Nokkur tími hefur liðið frá því að könnun þessi var gerð og til útgáfu á
þessari skýrslu. Vonast er til að í framtíðinni verði skýrslugerð sem þessi
auðveldari og fljótlegri í alla staði.
Niðurstöður
Samkvæmt reglugerð um sjúkraflutninga nr. 503, 18. nóvember 1986
skulu skipulagðir sjúkraflutningar vera á vegum heilsugæslustöðva og /
eða sjúkrahúsa. Sé um aðra aðila að ræða skal gerður sérstakur
samningur þeirra á milli. Samkvæmt þessu er augljóst að hafa verður
læknishéraðaskipan í landinu í huga þegar þessi mál em skoðuð (sjá mynd
1, bls. 6).
í þessari skýrslu er talað um 49 þjónustusvæði en sjúkrabifreiðar eru þó
aðeins staðsettar á 48 stöðum. Munar þar um Bolungarvík en
sjúkraflutningar þar em nú reknir frá ísafirði.
Samanlagður fjöldi sjúkraflutningamanna var 308.
Sjúkrabifreiðar voru 73 talsins og sjúkraflutningar rúmlega 18.000 á
ári, þar af 11.000 í Reykjavík. Fjöldi íbúa á hverja ferð er 14 á ári að
meðaltali.
Tölverð aukning hefur orðið á þessari starfsemi frá árinu 1982 en þá
er talið að skipulagðir sjúkraflutningar væru á 42 stöðum á landinu en
þjónustusvæði voru 44. Árið 1982 var fjöldi sjúkraflutningamanna 250
og fjöldi sjúkrabifreiða 59. Samanlagður fjöldi sjúkraflutninga á ári var
þá rúmlega 16.000, þar af rúmlega 10.000 í Reykjavík. Fjöldi íbúa á
hverja ferð var sá sami og nú.
Um niðurstöðumar er það helst að segja að það kom nefndarmönnum
á óvart hve ástandið í þessum efnum er í raun og vem gott víðast hvar á
landinu og hversu mikill áhugi er ríkjandi og góður vilji að hafa
fyrirkomulagið sem best. Leggja menn þar oft mikið á sig.
Það kom reyndar strax í ljós að skráningu ýmiss konar er mjög víða
ábótavant og því í þetta skiftið erfitt að fá alveg nákvæmar upplýsingar
um sum atriði. Á þetta sérstaklega við um atriði eins og íbúafjölda
þjónustusvæðis, tíðni sjúkraflutninga o.s.frv. Sjaldan utan þéttbýlustu
staða em notuð sérstök eyðublöð fyrir sjúkraflutninga. Oftast er notast