Skyggnir - 01.01.1980, Qupperneq 9
Marx og Engels aðhylltust kenningar Hegels, en felldu sig
ekki við hughyggjuna, og hnigu því brátt að efnishyggju Feuer-
bachs. Efnishyggj an var öflugasta vopn borgaranna gegn trúar-
kreddum miðalda. í henni fólst skýlaus neitun alls yfirnátt-
úrulegs, sem var lifibrauð kreddukenninga kirkjunnar. Þó af-
'neituðu þeir félagar ekki öllum kenningum Hegels. Þeir hirtu
aðeins úr hinn raunnýta kjarna, þ.e. hið díalektíska þróunar-
hugtak, en skildu eftir hismi hughyggjunnar. Þeir fullkomnuðu
díalektíkina og færðu í form nútímavísinda. Þeir höfðu eigin-
lega endaskipti á henni, efnið var hið upprunalega, andinn hið
afleidda. Díalektíkin hafði nú með efnishyggjunni, fengið
traustan grundvöll og varanlegt gildi.
Fyrir daga Marx hafði efnishyggjan verið vélræn, hún hafði
litið á hlutina einangraða og í kyrrstöðu, en ekki í þróun
þeirra og samhengi. Vélræna efnishyggjan var sneidd öllum
þjóðfélagslegum, og sögulegum skilningi. Hún hafði litið á
manninn sem óvirka veru, sem væri hlutlaus gagnvart umhverfinu,
án þess að skilja að það er starfið, hin virka afstaða mannsins
gegnt náttúrunni, sem er grundvöllurinn að lífi hans og kenning-
um. Þarna lágu annmarkar válrænu efnishyggjunnar. Og þeim
var öllum kollvarpað með hinu díalektíska þróunarhugtaki Marx.
Með díalektíkinni fékk efnishyggjan þróunarhugtak sitt, og
þarmeð náði hún ekki lengur yfir hina ytri náttúru, heldur
einnig yfir þróun mannlegrar hupsunar, og þjóðfélagsins.
Eins og áður var getið er begar talað er um heimsspeki
hér aðallepa átt viðbekkingarfræðina, b.e. manninn og afstöðu
hans til umhverfisins. Það sem greinir hér á milli hinna vmsu
heimsspekistefna, er hvort sé upprunalepra efnið eða andinn,
hvort hinn vtri heimur sé raunverulegur, eða aðeins skvnianir,
09 ef hann er raunverulepur, hvort hann sé bekkjanlegur. í
raun og veru er aðeins um tvær meginstefnur í heimsspekinni,
er leitast við að svaara þessu, þ.e. hughyggjan og efnishyggjan.
Eikenni hughyggjunnar eru, að hún telur andann hið upprdna-
lega, efnið er ýmist blekking, skynjanir eða form sem andinn
hefur skapað. Hughyggjan skiptist einkum í tvennt, sjálfs-
veruhughyggju og hlutveruhughyggju. Sjálfsveruhughyggjumenn
segja, að ekkert efni sé til, hin ytri veröld sé aðeins
skynjanir, árangur af starfi"sjálfsinsV Hlutveruhughyggju-
menn viðurkenna hins vegar tilvist efnisins, en aðeins sem
dauð form, sem andinn birtist í. Efnishyggjan telur hinsvegar
að efnið sé hið upprunalega, en hugsunin kvikni með þróun þess
°g só þvi háð. Hinn ytri heimur er raunveruleiki sem vér getum
kynnstgegnum skynjanir vorar og hugsun. Innan efnishyggjunnar