Skyggnir - 01.01.1980, Síða 11
stæðu hliðum móthverfunnar, athuga sérkenni þeirra á ýmsum þró-
unarstigum móthverfunnar. "í þróunarferli fjölþætts fyrirbæris,
koma fyrir margar móthverfur. I þeim hópi hlýtur jafnan að
vera ein höfuðmóthverfa, sem með tilvist sinni og þróun, ákveð-
ur og orkar á tilveru og framvindu hinna". Sú móthverfa, sem
mestu ræður um tilvist, þróun, eðli og einkenni einhvers fyrir-
bæris, er höfuðmóthverfa þess. Áhrif annara móthverfna, eru
léttvæg fundin, miðað við áhrif höfuðmóthverfunnar, enda eru
þær háðað ástandi og þróun hennar. því er nauðsynlegt að geta
greint milli höfuðmóthverfunnar og hinna sem minna láta til sín
taka, þegar verið er að athuga ástand og þróun einhvers fyrir-
bæris. Eins og áður er sagt geyma allir hlutir innri andstæður.
Allir hlutir og öll ferli eru í stöðugri framþróun vegna
þeirrar baráttu, sem á sér stað milli hinna andstæðu hliða. Hið
altæka í baráttu og einingu andstæðnanna felst í því að:
a) Allir hlutir og ferli hafa í sér fólgnar móthverfur, sem
samanstanda af tveimur andstæðum hliðum
b) Þessar andstæður geta ekki hver án annarar verið, eiga sér
enga sjálfstæða tilvist án hinnar, og mynda því einingu,
í þeirri merkingu, að þær eru tengdar og háðar hvör annari.
c) Hinar andstæðu hliðar móthverfunnar, eiga í stöðugri bar-
áttu, og útiloka hver aðra, milli þeirra eru stöðugar víxl-
verkanir, þar sem hver um sig verkar á hina.
d) Jafnvægið á milli andstæðnanna, er afstætt, tímabundið og
breytilegt. Án þess ætti engin þróun sér stað.
Hægt er að greina á milli tvennskonar andstæðna, ytri og
innri andstæðna. Þær andstæður er hluturinn hefur í sér fólg-
nar eru hinar innri andstæður, en ytri andstæður eru hin and-
stæðufullu tengsl hans við umhverf ið ■ Þó _að . báðar „k.omi . við..
sögu, þegar um þróun hlutar eða fyrirbæris er að ræða, eru það
innri andstæðurnar, sem ráða þar mestu um. Þróun hluta og
ferla, er þess vegna sjálfsþróun, ■ sem er sprottin af baráttu
og einingu innri andstæðna. Að vísu hafa ytri andstæðurnar
einnig nokkur áhrif, en afleiðingar þeirra fara eftir gerð
hinna innri.
Tvenns skonar breytingar eiga sér stað, samkvæmt hinni
díalektísku kenningu um þróun hluta og ferla. Þar er um að
ræða, í fyrsta lagi, smávægilegar breytingar megingar, er
leiða ekki til verulegra eigindabreytinga, og í öðru lagi,
að þegar megindabreytingarnar hafa náð ákveðnu marki breytist
fyrri einihg andstæðnanna, ei'ning þeirra raskast, og eiginda-
breytingar eiga sér stað. Einnig leiðir eigindabreyting að
sér megindabreytingu.