Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Side 9
BARNADAGSBLAÐIÐ
7
ÞóRUNN MAGNÚSDÓTTIR, skáldkona:
Mömmurahb
Mér eru í minni hinir hlýju, heiðu vordagar fyrir nær-
fellt tíu árum, þegar ég gekk á milli barnaheimila Osló-
borgar og fékk að sjá, hvernig búið væri í haginn fyrir
yngstu borgarana, en það þótti á skorta þar í borg, sem
víðar að sómasamlega væri séð fyrir þörfum þeirra. Ég hafði
fengið leyfi til að sjá nokkur tilgreind barnaheimili og for-
stöðukonurnar verið beðnar að sýna mér þau og fræða mig
um það, er ég vildi vita viðvíkjandi starfi þeirra. Verði ég
aftur stödd á þessum slóðum, er mér hugleikið að sjá þessi
barnaheimili á ný og bæta öðrum við, því að nú hef ég betri
skilyrði til að sjá og skilja, hvað barninu er gert til verndar,
en ég hafði þá.
Dagheimilum þessum og leikskólum var að ýmsu áfátt,
það var mér ljóst bæði af sjón og samtali við forstöðukon-
urnar. Þær fundu sárt til þess, hve þröng og óhentug húsa-
kynni hömluðu starfi þeirra. En þær voru áhugasamar og
skilningsríkar, og starf þeirra varð áreiðanlega mörgu barni
til bjargar, sem án þess athvarfs, er barnaheimilið veitti
því, hefði hrakist um rykug stræti og skúmaskot þéttbyggðra
borgarhverfa, berskjaldað fyrir mannspillandi áhrifum úti-
gangsins.
10 mánaða drengur, frískur og fjörugur eftir 30 ljósböð.
Að koma frá bai’naheimilunum í hinum skuggalegu boi’g-
arhverfum til smábarnaheimilisins á Ákebergveien 28 var
því líkt sem að koma úr kvasandi rykmollu sólsteiktra
stræta inn í í’egnferskan, angandi urtagarð. Svo var það líka.
Hann var fallegur gai’ðurinn, sem litlu böx-nin léku sér í
undir eftirliti ljósklæddi'a fóstra. Húsið var svo bjart, að
ljóma stafaði af. Um hvíta veggi þess iðuðu léttir skuggar
af limi fagurgrænna ti’jánna. Þetta var í í'auninni höll og
hafði upphaflega vei’ið auðmannabústaður, enda kenndi
íbui'ðar í stílnum, gnæfandi turn, möi'g útskot og svalii',
víða gegnt út á svalirnar og út í garðinn. Á þeim svölunum,
sem mestar voru um sig og tengdar garðinum með breiðum
þx-epum, voru margir hvítir setbekkir. Þaðan var auðvelt
fyi'ir fóstrui'nar að fylgjast með leik bai'nanna bæði úti í
garðinum og inni í húsinu.
Þetta heimili var ætlað veikluðum börnum, einnig börn-
um berklaveikra foreldra, sem ætla mátti, að dulin veiklun
byggi í.
Forstöðukonan, systir Kaia Scultz, tók á móti mér í and-
dyri hússins. Hún lét mig klæðast síðum, hvítum sloppi,
sem huldi föt mín alveg, síðan gengum við í gegnum eitt
bai’nahei’bergið eftir annað, rúmgóð, björt og vistleg, hagan-
lega útbúin hei'bergi. Fallega umbúin rúm, hlý náttföt, sam-
festingar heilir að neðan, svo að kuldaboli næði ekki að
gusta inn á litlu kroppana. Við héldum hringferðinni áfram
um leikstofur og boi'ðstofur. Allt var það með sama brag,
hreinlegt til hins ýtrasta, stílað við þarfir barnsins, störf
þess og fróðleikslöngun, vaknandi, leitandi vit þess. Meðan
systir Kaia Schulz sagði mér frá litlu börnunum og daglegu
lífi þeirra gengum við hægt, með töfum, gegnum húsið og
að lokum út í garðinn, þar sem börnin hvíldust frá leik sín-
um. Svo var hið í'eglubundna líf orðið þeim samgróið, að
þau lögðu góðfúslega frá sér skóflur sínar og spaða, leir
og knetti og hvað annað, sem þau höfðu verið að leika sér
að, og lögðust prúð til hvíldar, þegar fósti'an sagði þeim til.
Hún hjálpaði og hagi'æddi þeim minnstu.
Vissi ég það áður, eða varð mér það fyrst ljóst, þegar ég
horfði á þessi börn, að ekkert barn, sem líður vel, er Ijótt?
Þau voru að vísu ólík, sum ljós, önnur dökk á hár og yfii'-
bragð, andlitsfall og vöxtur með ýmsu móti. En sameigin-
legt fyrir þau öll var hið sæla öryggi, sem ljómaði af svip
þeirra. Daglegt líf þeirra var svo traust og óbrotið og gagn-
auðugt af gleði og fullnægingu. Hárbi'agð þeiri'a, andlits-
blær og augnaljómi bar þess ótvíræðan vott, hve vel hirt
og nærð þau voru.
Þegar ég kvaddi, var mér sú ósk ríkust í huga, að við
eignuðumst hér heima sem allra, allra fyrst þvílíka staði
fyrir börn, bæði sem vistarheimili og til að dvelja á nokkurn
hluta dagsins, og það getum við, óg það mun takast, ef sleitu-
laust er að því unnið.
Það grípur mig stundum líkt og hálf óljós sektartilfinn-
ing, þegar ég sé lítið barn standa aðgerðarlaust í skuggan-
um við lágan, rykugan kjallaraglugga, sjúga puttann, sem
er orðinn óhreinn af því að krafsa í göturæsinu, og hoi'fa
stórum augum á umferðina, langa ef til vill í leikinn með
hinum djarfari börnum, en voga sér ekki frá glugganum,
þar sem það veit af mömmu fyrir innan. Ég vona að sú sekt
brenni sárar, að hún læsi sig um eins og logi yfir akur, svo
að við megum öll skilja og finna tii þeirra ábyrgðar, sem
á okkur hvílir gagnvart börnunum. Það getur ekki vei'ið,
og á ekki að vei'a einkamál foreldranna, hvernig böi'nunum
vegnar. Foreldrunum er það ofurefli að annast börn sín að
öllu leyti einir, eins og opinberlega er viðui'kennt, meðal ann-
ai's með því að létta fræðsluskyldunni að mestu leyti af
heimilunum.
Bærinn byggir skóla, en jafnframt á hann að byggja barna-
heimili og leikvelli, um þörf þess er ekki lengur deilt. Litlu,
kúldurslegu böi'nin, sem nú leika sér í göturæsunum, skjót-
ast á milli bíla, eða standa aðgjörðalaus í skugganum og
sjúga á sér óhreina puttana, eiga að hverfa af þeim slóðum.
Við eigum að sjá þau börn við þroskandi leiki í fallegu um-
hverfi. Til þess að svo megi verða er öllum skylt að láta
nokkuð af mörkum.
Bæx'inn á að byggja barnaheimilin, en ekki að kaupa göm-
ui, óhentug hús, sem þrátt fyi'ir ærinn viðgerða- og breyt-
ingakostnað verða aldrei fullkomin. Og þegar barnaheimilin
verða byggð, verður væntanlega séð svo um, að ekki skorti
nauðsynlegt landrými, svo að böi'nin séu að minnsta kosti
(Framh. á 11. síðu).