Barnadagsblaðið - 18.04.1946, Síða 14
12
BARNADAGSBLAÐIÐ
ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, forstöðukona:
DAGUR Á DAGHEIMILI
Við köllum dagheimili skóla, af því að það er skóli í orðsins
fyllstu merkingu, þótt börnin læri ekki að lesa, skrifa eða
reikna. Við þurfum að læra fleira til að ná alhliða þroska og
geta kallast vel uppalin og menntuð. Bóknámið er auðvitað
nauðsynlegt og sjálfsagt, en miklu máli skiptir heilbrigt líf-
erni, félagslyndi, sjálfsvirðing, sjálfstraust og margt fleira.
Slík menntun hvers einstaklings hlýtur að byrja áður en
hann er 5 eða 4ra ára, jafnvel áður en hann verður 3ja ára.
Það er og reynsla kennara í barnaskólum, að þau börn,
sem dvalið hafa á dagheimilum eða leikskólum, séu betur
undirbúin til náms, og hvað hóp og félagslyndi snertir.
Margir spyrja, hver sé munur á dagheimili og leikskóla. Eini
munurinn er sá, að leikskólinn stendur yfir færri stundir á
degi. hverjum, eða frá kl. 1—5 en dagheimilið frá kl. 9—6.
Hvað kennslu viðkemur, eða öðru sem fram fer, er allt hið
sama í báðum deildum.
SMÁIR „BDKMENNTAMENN” í SUÐURBDRG.
Þegar böi’nin koma á dagheimilið um 9 leytið á morgnana,
borða þau morgunverð — hafragraut og mjólk, lýsi og slátur,
meðan það endist. Að því loknu er þeim skipt niður í hópa,
eftir aldri og þroska. Sum leika sér inni, hnoða leir, lita,
mála, klippa út o. s. frv. Önnur fara út á leikvöll og leika
sér þar eins og þeim bezt þykir. Frjálsir og óþvingaðir leikir
eru mjög mikils virði fyrir börnin, því þá fær ímyndunar-
afl þeirra útrás á eðlilegan hátt. Stúlkur hafa mest gaman
af að vera í ,,mömmuleik“, en diængir aftur á móti kjósa
sér bíla- og flugvélaleiki. Samt leika bæði stúlkur og drengir
sér mjög oft saman. Drengjum þykir gaman að vera„pabbar“
eða „afar“ í mömmuleiknum, og stúlkurnar fá oft að vera
farþegar í bílum drengjanna.
Þegar klukkan fer að ganga tólf, leggja börnin frá sér
leikföng sín, snyrta sig til og koma saman til að syngja eða
hlusta á skemmtilega sögu við þeirra hæfi.
Hádegismaturinn er ávallt kjarngóður og vel framreiddur,
svo börnin geti sem bezt hjálpað sér sjálf. Elztu börnin
hjálpa til að ganga um beina, og eru þau heldur en ekki
hreykin af að fá slíkt embætti.
Eftir hádegi ættu öll börn, yngri en 5 ára, að leggja sig
dálitla stund til hvíldar. Slík hvíld er mjög nauðsynleg
hverju barni. En vegna þess hve þröngt er á dagheimilunum
hér í bæ, eru það aðeins yngstu börnin, sem fá að njóta þess-
„VER-ÐI YKKUR AÐ GDÐU"
arar hvíldar. Hvíldartíminn stendur yfir fram til kl. að
verða 3. — Þau börn, sem ekki leggja sig, leika úti, ef veður
leyfir, í hringleikjum eða öðrum ákveðnum leikjum, undir
stjórn fóstrunnar.
Um miðjan dag fá börnin mjólk eða kakó og smurt brauð.
Síðari hluti dagsins líður svo svipað og fyrri hlutinn, við leiki
og ýmisleg störf úti og inni.
Þegar líður að heimfarartíma, eru öll börnin orðin þreytt
eftir erfiði og þunga dagsins og hlakka til að koma heim
til pabba og mömmu. Þau hafa líka heilmikið að segja þeim
í fréttum, því margt hefur skeð, síðan þau fóru að heiman
um morguninn.
Hátíðahöld
Sumargjafar 1. sumardag verða mjög fjölbreytt að vanda,
svo sem sjá má á skemmtiskránni, bls. 8—9. Skrúðgöngur
barna undir lúðraslætti, verða frá Austurbæjar- og Miðbæj-
arskólanum. Stjórn Sumargjafar væntir þess, að börnin fjöl-
menni í skrúðgöngurnar á tilsettum tíma, með íslenzkan
fána í hönd. Staðnæmst verður við Austurvöll, og þar flytur
Bjarni Benediktsson borgarstj óri ræðu af svölum Alþingis-
hússins.
Þegar þessu er lokið, byrja inniskemmtanirnar í flestum
samkomuhúsum borgarinnar. Leggja þar margar þekktar
„stjörnur“ og óþekktar hönd að verki. Og mun, ef að vanda
lætur vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tíma.
BÖRN í VESTURBGRG HJÁ „MÖMMU”