Barnadagsblaðið - 24.04.1947, Blaðsíða 5
BARNADAGSBLAÐIÐ
3
Gunnar 3JoroJíLsen, horiparítjóri:
3>r. fíroJJi jtó
anneóion:
Uppeldisstarf heimilanna
og Sumargjafar
þarf að haldast í hendur
/
Æskilegt er. að móðir og faðir annist sjálf fyrsta upp-
eldi barna sinna. Ástríki góðra foreldra er bezt fallið til
að móta í farsælli mynd viðkvæma lund barnsins. Ekkert
fólk fjarskylt er betur til þess hæft, ef foreldrar eru verki
sínu vaxnir. Um leið er það einn þáttur lífshamingjunnar,
þegar móðir og faðir annast hörn á ungum aldri.
En oft þarf samt að fela börnin forsjá annara. Til þess
geta legið margar ástæður. Húslijálp kann að skorta, til að
sinna öllum heimilisstörfimi ásamt umsjá barnanna; annað-
hvort foreldra eða báðir eru fallnir frá; móðirin kann að
Wggja á sæng og fær ekki næga aðstoð; móðirin kann að
vinna úti mikinh hluta dags; sjúkdóma ber að höndum á
heimilinu, og margar fleiri orsakir geta þar komið til.
Þá verður að leita til barnahæla, dvalarheimila, dag-
heimila. leikskóla. Hér á landi hefir Barnavinafélagið
„Sumargjöf“ haft forgöngu mn þau mál. í þau 23 ár, sem
félagið hefir starfað, hefir það leyst af höndimi mikilsverð
störf fyrir uppeldismál þjóðarinnar. Það hefir reist og
rekið barnaheirnili og leikskóla með hinni mestu prýði.
Almenningur hefir verið fjárhagslegur máttarstólpi félag-
sins. Alþingi veitt til þess nokkurn styrk, og bæjarstjórn
Reykjavíkur hefir um margra ára skeið styrkt þessa starf-
seini, t. d- veitir hún nú í ár 300 þús. krónur í því skyni, auk
30 þús. króna til náinskeiða fyrir starfsstúlkur við þessar
stofnanir.
Þessi harnahæli ...Sumárgjafar'4 eru skólar, einhverjir
áhrifamestu skólar landsins, næst heimilunuin sjálfum.
..Sumargjöf” er til orðin fyrir framtak og samtÖk áhuga-
samra og víðsýnna borgara. Fyrir starf sitt verðskuldar
félagið vissulega þakklæti og stuðning hins opinbera.
Það er von mín. að .,Sumargjöf“ megi enn færa út
kvíarnar og auka sína lieillaríku starfsemi. Og ég er sann-
færður um. að ba'jarstjórn Revkjavíkur hefir fullan hug
á að leggja fram sinn skerf til starfsins.
En þótt við viðurkennum liina miklu nauðsyn á starf-
seini „Smnargjalar”. þá megum við aldrei gleyma því, að
heimilin sjálf og foreldrarnir hafa hinum mikilvægustu
uppeldisskyldum að gegna. Við eigmn ekki að stefna að því.
að taká uppeldi barnanna í senr ríkustmn nræli úr höndiun
foreldranna, heldur verður þetta hvorttveggja að haldast
í hendur svo að ve! megi fara.
unncir 5/, oroclclien
Fáein orð um ótta
Óttasamur maður verður hvorki hamingjusamur, sann-
dyggðugur né dugandi,
Fyrstu ár sérhvers einstaklings ráða mestu um það, hvort
hann verður óttasamur eða' ekki. Ekkert mannsbarn er
þeim eðliskostum búið, að ekki megi gera það óttasamt.
Enginn hlutur og ekkert fyrirbæri er svo meinlaust, að
ekki megi breyta því í ógnvald.
Hiklaust má fullyrða, að flestir fslendingar þjást eða hafa
þjáðst um lengri eða skemmri tíma — sumir alla ævi — af
áunnum ótta. Stundum hefur slysni ráðið að ótti þessi skap-
aðist, en langoftast er hann gjöf til bamanna frá vöxnum
forsjármönnum eða félögum þess.
Það er örfátt, sem barnið óttast á eðlislæga vísu, og telja
sumir fræðimenn, að það óttist aðeins jafnvægismissi og
hávaða, allur annar ótti þess sé áunninn. Þótt hér kunni að
vera fullfátt talið, eru öll börn hrædd við þetta tvennt, og
leiðir af því, að nauðsynlegt er að forða ungum börnum frá
því að detta eða verða fyrir snöggum hávaða. Fyrra atriðis-
ins er jafnan gætt eftir föngum, en fáir gæta hins síðara
sem skyldi. M. a. má minna á óhæfilegan hávaða í viðtækj-
unum, harkalega hurðaskelli, hávaðasamt rifrildi og annan
hávaða innanhúss. í öðru lagi skarkala frá vélknúnum far-
artækjum, t. d. vörubifreiðum ög flugvélum. Það er ekki
æskilegt, að börn sofi í herbergjum, þar sem gluggar vita
að götum, sem miklir þungaflutnin^ar fara um. Þá má minna
á, að fjölmörg börn hafa sótt óþarfan ótta til hávaðasamra
kvikmynda og skemmtana, þótt þær væru ætlaðar börnum.
Ung börn eiga ekkert erindi á þysmiklar skemmtanir.
Mörgum reynist torvelt að varðveita sæmilegan aga með
börnum sínum. Farsæll agi er nauðsynlegur, en það er að
flestu neikvætt að skapa aga með lygihugmyndum eins og
Grýlu, bola, ljóta karlinum og öðru slíku. Sömuleiðis getur
verið mjög varhugavert að loka börn inni. Fyrir þær sakir
hafa margir alið með sér ævilangan ótta við hvers konar
þrengsli. Þá er einnig fráleitt að hræða börn á læknunum
og lögreglunni, en það gera ótrúlega margir.
Mörgum hættir einnig við að hræða börn sín frá því að
snerta á eggjárnum og öðru, er barnið getur meitt sig á, með
því að segja því að fari að blæða. Þetta hefur oft þær af-
leiðingar, að ménn eru hræddir við smáskeinur alla ævi og
falla jafnvel í ómegin, ef þeir sjá blóð.
Hræðsla er ákaflega smitandi. Landlægur ótti við lygi-
hugmyndir er að öllum jafnaði fram kominn vegna smitunar,
þ. e. a. s. vegna þess að barnið ræður ótta fullorðins ein-
staklings af fasi hans og ósjálfráðri tjáningu óttans. Ótti
um aðra er t. d. mjög tíður. Að vísu er oft ástæða til að
óttast um aðra, en sumir eru svo hrjáðir í þessu efni, að
þeir eru aldrei óhræddir, ef einhver fer út fyrir dyr. Börn,
sem alast upp með slíku fólki, smitast af þessum ótta. Með
hliðsjón af þessu og hliðstæðum staðreyndum, er fullorðnu
fólki ráðlegast að fela, svo sem framast má, áunninn ótta sinn
fyrir börnum.
\
FRAMHALO A HLS. 11