Alþýðublaðið - 20.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.01.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ang'lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. einir sem ættu 2000 drökmur (1500 krónur) eða meira skyldu hafa pólitisk réttindi, að 12000 borgarar mistu réttindin, en að- eins 9000 héldu þeim. Svo íór um Aþenumenn. í Spörtu fór á líkan hátt. Ly* kurg setti hörð lög gegn auðsöfn- un á einstakra manna hendur. Allir mötuðust saman í sameigin- legum matarskálum þar sem hver lagði á borð með sér, og þeir sem ekki vildu það, mistu pólitisk réttindi. Gull og silfur, peningar og skraut var bannað innan vébanda ríkisins. Og járn var notað sem peningar til þess að hindra að verzlun og þar með auðsöfnun blómgaðist. Járnið var ekki mynt- að en í stöngum þannig að lítil fjárhæð var þyngsta byrði. En smátt og smátt var það að víkja frá þessum lögum, og eftir Pelopseyjarófriðinn voru þau af- numin að mestu. Einstakir menn eignuðust allar fasteignir, en fföld- inn átti málungi matar. Plutark segir frá þvf að í Spörtu hafi verið aðeins hundrað vellauð- ugir auðmenn en hinn hluti þjóð- arinnar ætti ekkert. Og svo mikil var fátæktin að margir gátu ekki einu sinni goldið fyrir matinn við sameiginlegu máltfðarnar og mistu þeir því réttindi sín og afleiðingin varð sú að aðeins örfáir auðmenn héldu þeim. Síðar ætluðu tveir konungar að koma aftur á iögum Lykurgs, en öðrum var varpað í fangelsi og kyrktur þar eftir úrskurði „efar- anna*. En hinn lét drepa 4 af ef- urunum fimm og reka nokkra rfk- ismenn úr iandi, en að lokum varð hann undir og varð að flýja Iand- ið og dó í útlegð. Gömul goðspá sagði að ekkert gæti eyðilagt Spörtu nema fégirnd borgaranna. Og hnignun Spörtu og alls Grikklands var einnig þjóð- félagsfyrirkomulaginu að kenna, sem lagði auðinn í fárra manna hendur, en Iét mestan hluta fólks- ins lifa í fátækt. Mestur hluti borgaranna var útilokaður frá þátttöku f lífinu. Fáir fengu að njóta krafta sinna til fuils og lffið varð fáskrúðugra og óánægja og sundurlyndi var árangurinn. Útlenðar ftéttir. Allsherjarþing hrezka rerka- mannasambandsins var haldið í nóvember 1 haust, og verður haldið aftur í febrúar. (Hefst 20. febr.). Belgía. Eins og kunnugt er varð Belgía hart úti í stríðinu. Síðan óvin- irnir viku úr landi hafa Belgar unnið að því af öllum kröftum að koma samgöngunum í gott horf og bæta fyrir ýms skemdarverk stríðsins. — í vetur fóru fram kosningar þar eftir nýju kosn- ingalögunum (allir hafa jafnan kosningarétt). Fengu íhaldsmenn og jafnaðarmenn jafn mörg sæti, en „liberalir", sem áður höfðu haft 5 sætum fleira en jafnaðar- menn, fengu að eins helming sæta á við það sem þeir höfðu áður. Samsteypuráðuneyti var myndað með meðlimum af öllum flokk- um. Heitir forsætisráðherrann Delacroix. Jafnaðarmaðurinn Vand- erwelde er í stjórninni og hefir hann það starf á hendi að sjá um að kjör belgisku verkamann- anna verði bætt. En þeir hafa staðið að baki verkamanna ýmsra annara þjóða. Lenin rer sig. Lenin reit í fyrrasumar opið bréf til amerískra verkamanna, þar sem hann hrekur ýmsar fjar- stæður, sem haldið hafði verið fram gegn stefnu hans. Þar segir meðal annars: „Hiiðum eigi um það þótt borgaralegu blöðin „bás- úneri“ hvert mistak sem vér ger- um út um heim allan. Yér hræð- umst eigi mistök vor. Mennirnir verða eigi heilagir þótt þeir geri byltingu. Bylting verður ekki gerð gallalaust af verkamönnunum, sem hafa verið kúgaðir og fótum troðnir öldum saman, verið kúg- í aðir undir oki fátæktar, mentun- ar- og menningarleysis.--------- Hver hundrað mistök er vér gerum eru hrópuð út um allan heim af blöðum auðvaldsins og oddborgaranna. En fyrir hver hundrað mistök framkvæmum vér tiu þúsund hetjuverk, sem eru enn göfugri, þar sem þau eru framkvæmd í hversdagslífinu í verksmiðjum og borgum, fram- kvæmd af mönnum sem eru hvorki vanir né hafa haft tækifæri til að „básúnera" hvert handtak sitt út um allan heim*. Pað virðist ekki liggja mjög fjarri sanni að orð Lenins séu sönn, því nóg heyrist um glappa- skot Bolsivika, en minna um af- reksverk. En eitthvað hljóta þeir þó að hafa gert að gagni, úr því þeim hefir tekist að halda mest- öllu Rússlandi í 2 ár á valdi sínu og koma t. d. á fót her er telur yfir 3 miljónir manns. Starf pnaðarfélagsins á þessn ári. Viðtal við hinn nýja formann fé- lagsins, Sigurð Sigurðsson frá Drafiastöðum. (Niðurl.). íslenzkir búfræðingar erlendis. Félagið hefir styrkt ýmsa unga menn og efnilega til þess að afla sér búnaðarfræðslu erlendis. Þórir Guðmundsson (frá Gufudal) er t. d. að kynna sér nýjustu tilraunir með fóðrun búpenings í Svíþjóð og Danmörku. Theódór Arnbjarn- arson frá Stóra-Ósi í Miðfirði er að kynna sér hestarækt í Noregí og Danmörku, sérstaklega alt er viðvíkur tamningu hesta og notk- un þeirra í þágu landbúnaðarins. Eggert Briem (Vilhjálmsson) er í Englandi að kynna sér notkun nýjustu landbúnaðarverkfæra þar í landi. Nokkrir aðrir ungir menn eru og styrktir af félaginu til þess að kynna sér búnaðarháttu erlendra þjóða, því það er mjög mikilsvert að geta vitað hvað af þeim bún- aðarháttum er hægt að notfæra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.