Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Page 13

Barnadagsblaðið - 24.04.1952, Page 13
BARNADAGSBLAÐIÐ II nú er ein telpan látin fara með lítið, grænt pappablað, klippt eins og jólatré. Hún bregður lími á aðra hlið blaðsins og límir það í reit þessa dags (29. nóv.), og þá þarf enginn að efast um, að börnun- um er ljóst, að þau eiga nýjan dag fram undan! Að þessu búnu byrjar starfsdagur barnanna. Þau dreifa sér nú um stofuna. Einstaka barn vinnur eitt sér, en flest starfa þau saman í hópum. Nokkur ganga að málningartrönunum og fara að vatns- lita önnur taka til að móta leir. Einn 9 drengur byrjar að saga spýtu og negla og hefur hátt. Allmörg böm velja sér myndabækur til að skoða. En nokkur setjast með þær við borð, taka sér blað og blýant og fara að prenta upp úr bók- um, sem hafa ýmist eitt orð við mynd, eða stuttar setningar. Flestar telpurnar eru þó annað hvort í brúðu- eða eldhús- króknum. Þar er nú mikið um að vera og gaman að sjá, af hve mikilli nærfærni brúðan er handleikin. En ég staðnæmist hjá þeim, sem eru að að bjástra í eldhúskróknum. Þær eru að ,malla“. Hvað er þetta, þær eru að elda súpu. Og uppskriftin er á veggnum yfir eldavélinni. Hún er gerð með stóru letri, svo að öruggt sé, að ekki verði mislesið, — og er svohljóðandi: „Pottinn upp á plötu. Hellum vatni úr fötu. Snúum takka á straum. Gefum súpu gaum. Mínúturnar tíu. Súpan fyrir níu.“ Og brátt er súpan soðin. Mér sýndist hún hafa súkkulaðilit. Og nú gæða telp- urnar sér á súpu, sem þær hafa gert sjálf- ar. Á meðan þessu hefur farið fram í eld- húskróknum, hafa mörg „málverk" orðið til fjöldi „listaverka" úr leir. heilar síð- ur prentaðar, kassagarmur klambraður saman o. s. frv. Nokkur ys hefur fylgt þessum athöfnum en enginn verulegur hávaði. Kennararnir hafa látið börnin að mestu leyti sjálfráð en verið til taks, ef á þurfti að halda, hvort sem það nú var til hjálpar eða til að afstýra árekstrum og truflandi athöfnum. En nú er svolítið hlé og morgunhress- ing. Það er appelsínusafi, framreiddur í pappaglösum, og kexkaka með. Börnin hjálpa til að útbúa þetta. Það er beðin bæn, áður en drykkja er hafin. Ég nýt góðs af öllu þessu. En á eftir taka börnin sjálf til, kasta notuðum pappa- glösum og bréfþurrkum í körfuna og þurrka af borðunum. Að því búnu tekur hvert barn litla ábreiðu, breiðir hana undir sig á gólfið og leggst til hvíldar rúmar tíu mínútur. Um þetta leyti fara börnin líka um stund út á leikvöllinn. En þar bjuggu þau við svipuð skilyrði og heima, og lýsi ég því ekki nánar. Nú er aftur tekið til starfa. Kennarinn kallar börnin að stóru borði, 6—7 í flokk, sýnir þeim form af litlu jólatré úr græn- um karton-pappa. Minnir með nokkr- um orðurn á jólin og spyr börnin, livort ekki mundi nú gaman að búa til jólatré. Börnin verða öll að einu brosi og eru auðvitað fús til þess. Því næst leggur kennarinn rnótið ofan á annan pappa og sýnir, hvernig haegt er að gera umlínur að nýju jólatré. Þarf svo ekkert annað en klippa eftir strikunum, og þá er komið nýtt jólatré. Kennarinn vekur athvgli barnanna á því, að þetta geti þau sjálf. Það sé ekkert erfitt, ef þau taki nú vel eftir og vandi sig líka. En kennarinn minnir börnin á, að þau sem heldur vilji búa til jólakort, megi það alveg eins. Það þarf svo ekki að orðlengja það, að flest börnin fóru af miklum krafti að búa til jólatréð, og gekk það prýðilega, þegar þess er gætt, hvað börnin voru ung. Auk þess, senr kennarinn hafði kennt, þurfti að skreyta tréð. Og það urðu börn- in að gera upp á eigin spýtur. Sum skreyttu tréð með því að teikna á það niyndir með vaxlitum. Önnur límdu á það mislitar pappírsdoppur, sem þau fá með aðstoð götunarvélar. Börnin gera þetta á þann liátt, að þau bregða blýants- oddi í lím, doppumar tolla í líminu, og börnin drepa þeim svo á jólatréð. Og hvert forláta jólatréð fæðist nú af öðru, eftir sjálfsstarf og mikla ánægju. Flest börnin unnu að þessu. Þó kemur Stefán litli, sex ára, til mín og býðst til að lesa fyrir mig, hvað ég þigg með þökk- um. Bókin er mjög létt, éins konar amer- ískt „Gagn og gaman“, tvær til þrjár stuttar línur á blaðsíðu undir stórri lit- mynd. Stefán les og les alla bókina, mjög hróðugur. Stundum rak hann í vörðurn- ar, og reyndi ég þá að þoka honum áfram. En hann heyrði fljótt, að ég var útlendingur á framburði mínum. Næst komst ég í kynni við Ellen, einnig sex ára. Hún hafði verið fljót með jólatréð sitt og var nú farin að prenta. Hún segist ætla að fara með þetta blað heim, svo að mamma geti séð, hvað henni hafi verið kennt í skólanum. Loks beinist öll at- hyglin að Jóa. Hann var búinn að búa til ljómandi fallegt jólatré, en vindur sér nú að kennaranum og biður hann að lofa sér að prenta jólaóskir á það á ritvélina. Ég litast um. Jú, þarna er ritvél. Kenn- Dr. John R. Emens, forstöðumaður kennaraskóla i Muncie i Indiana, og Isak Jónsson ræðast við. arinn gengur léttilega að ritvélinni og prentar með stórum stöfum: „MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR“, og fær dreng svo blaðið. „Gleðileg jól og farsælt nýár!“ Jói horfir um stund gaumgæfilega á setninguna, en byrjar svo verkið hægt og athugull. En hann lýkur því áfallalítið eftir nokkra stund. Eftirtektarvert þótti mér, þegar kenn- arinn skipaði börnunum í hring við pí- anóið, afhenti hverju barni sérstakt „hljóðfæri", þ. e. áhöld, sem hægt er að gera hávaða með, ef þau eru hreyfð, eða slegin, t. d. bjöllur, trumbur o. s. frv. Kennarinn spilaði nú lög, en börnin sungu og reyndu að stilla hreyfingu handa sinna og hljóðið í áhaldinu við eðli lagsins, sem þau voru að syngja. Mér hlýnaði um hjartaræturnar, þegar börnin f’óru að syngja vísu undir laginu: „I Grænuborg, í Grænuborg er gaman oft að vera . ..“ o, s. frv. Nú var skammt til hádegis. En rétt áð- ur en ég kvaddi, lætur kennarinn gera rúmgott svæði á miðju gólfi stofunnar. Börnunum er tilkynnt, að nú verði spil- uð nokkur lög á grammófón, og þau skuli lireyfa sig eins og þeim finnist bezt, eftir því sem lagið gefi tilefni til. Svo er farið að spila og börnin valhoppa, stökkva, snúa sér með fíngerðum hreyf- ingum í hring, allt eftir því, hvað þeirn finnst sjálfum, að lagið gefi tilefni tih Kennarinn skiptir sér ekkert af börnun- um. Hún skiptir aðeins um plötur. — Nú kemur nýtt lag. Börnin fleygja sér á bakið á gólfinu, lyfta fótunum og leika að hjóla. Enn er skipt um lag, og börnin rísa upp og snar-snúast í hring. Og svo kemur allt í einu lag, sem minnir á gang klukkunnar. Öll sem eitt fara börnin nú að herma eftir kíukkunni, og þeim tekst það dásamlega. Loks er leikið lagið: -„Sofðu rótt, sofðu rótt . ..“ Og öll börn- in spretta á fætur, ná sér í kodda, leggjast á gólfið og látast sofa. Framh. á bls. II

x

Barnadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagsblaðið
https://timarit.is/publication/1748

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.